"Ég breiddi yfir hann slökkti ljósin og lagði lykilinn á náttborðið“ Ellý Ármanns skrifar 17. febrúar 2014 11:45 Hrefna Líf Ólafsdóttir, 27 ára, er einhleyp Kópavogsmær sem keyrir leigubíl til að sleppa við að taka námslán. Hún ætlar að verða dýralæknir og dreymir um að taka þátt í Eurovision. Hér að ofan má sjá frammistöðu hennar í sjónvarpsþættinum Ísland Got Talent í gærkvöldi. „Ég er búin að fá góð viðbrögð frá vinum og fjölskyldu. Það biðu allir spenntir enda hafa flestir fylgst með mér þegar ég er að syngja hvort sem það er í keppnum eða nemendauppfærslum. Ömmu fannst ég eins og breimandi köttur,“ svarar Hrefna sem er í Söngskóla Reykjavíkur þar sem hún tekur 5. stigið í söng í vor. Hér er Hrefna í vinnunni og Sunneva Tómasdóttir vinkona hennar.En að leigubílastarfinu? „Ég keyri taxa á Hreyfill-Bæjarleiðir. Ég byrjaði að keyra síðasta árið mitt í menntaskóla haustið 2006 og hef síðan þá keyrt á sumrin og um helgar. Allt til að geta átt peninga til að ferðast heimshornanna á milli, kaupa mér hunda og sleppa við námslán,“ segir þessi duglega söngkona. „Ég á svo margar sögur að ég gæti gefið út bók,“ svarar hún spurð um uppákomur tengdar akstrinum og heldur áfram: „Skemmtilegust finnst mér sagan um drenginn sem ég keyrði heim á Stúdentagarðana fyrr um árið. Þegar hann var búinn að borga taxann horfir hann framan í mig og segir: „En ég veit ekkert hvar ég á heima!” Þannig ég fylgdi strákgreyinu inn til sín. Við fórum upp nokkrar tröppur og ég opnaði hurðina fyrir hann. Hann fór svo inn kastaði sér í rúmið ég breiddi yfir hann slökkti ljósin og lagði lykilinn á náttborðið. Kallaði svo til hans góða nótt og sagðist mundi læsa á eftir mér. Hann var mjög glaður með mig og kallaði: „Takk þú ert besti leigubílstjóri í heimi”. Svo hafa strákar gefið mér blómvendi og skartgripi ásamt mörgum góðum boðum sem ég hef neitað. Ég leyfi fólki að geta í eyðurnar,“ segir hún hlæjandi.„Hér erum við Myrra við Rauðavatn.Við förum nokkrum sinnum i viku þangað helst,“ segir Hrefna.Nú ertu mikill dýravinur. Hvernig dýr áttu? „Ég á English bulldog tíkina Myrru Mús sem er þriggja ára og rakka sem er tveggja ára og heitir Frosti, stundum kallaður Frostpinni. Þar á undan áttum við mamma Pug hunda sem við vorum að rækta. Það er því hægt að segja að ég sé forfallin áhugamanneskja um krumpudýr. Ég er alveg forfallinn hundaeigandi. Ég dekra þá út í eitt og kaupi allt of mikið af nammi og dóti fyrir þá. Heimilið mitt er undirlagt af hundadóti og myndi ég eiga lágmark fimm hunda, þrjá ketti og einn grís ef vinir og fjölskylda hefðu ekki stoppað mig af.“Sæl í kringum dýrin í Kenya. Af hverju viltu verða dýralæknir? „Amma mín og afi bjuggu í sveit þegar ég var yngri á bæ sem heitir Bitra og voru þar með lítinn búskap. Þangað fluttum við mamma ásamt kettinum Kela þegar ég var fimm ára og bjó ég þar fram á unglingsárin. Þar fékk ég að hjálpa afa mikið í fjósinu og hann kenndi mér mikið um dýr. Amma og mamma voru á sama tíma mikið í hundarækt þannig að það komst lítið annað að hjá mér heldur en dýrin.“ „Að fara í dýralækninn hefur lengi blundað í mér en það er bara fyrst núna sem ég læt drauminn rætast. Ég byrjaði á því að taka 2 ½ ár í hagfræði við Háskóla Íslands en ég var ekki að finna mig í því fagi. Ég hlakkaði ekkert til að fara út á vinnumarkaðinn með þá gráðu og fannst það nám mjög þurrt á köflum. Mig langar að geta vaknað á hverjum morgni og hlakkað til að mæta í vinnuna. Ef ég ætti eina krónu fyrir hvert það skipti sem fólk hefur spurt mig afhverju ég vilji ekki verða „Alvöru læknir” þá væri ég orðin rík. Ég geri mér grein fyrir að þetta starf verður ekkert alltaf frábært. Það blundar í mér smá draumur að verða Afríku-dýralæknir eins og ég vil kalla það. Það væri draumastarfið mitt, flakkandi um Afríku, að bjarga dýrunum á launum eða sem sjálfboðaliði.“Hrefna og skjaldbakan á svæðinu.Með mömmu á góðri stundu.Mamma þín, Auður Rut Guðgeirsdóttir, styður þig greinilega alla leið?„Já, við mæðgur erum mjög nánar og höfum alltaf verið bestu vinkonur.“Hvert stefnir þú með þennan sönghæfileika? „Ef ég ætti eina ósk þá væri það að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision,“ segir hún einlæg áður en kvatt er. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Hrefna Líf Ólafsdóttir, 27 ára, er einhleyp Kópavogsmær sem keyrir leigubíl til að sleppa við að taka námslán. Hún ætlar að verða dýralæknir og dreymir um að taka þátt í Eurovision. Hér að ofan má sjá frammistöðu hennar í sjónvarpsþættinum Ísland Got Talent í gærkvöldi. „Ég er búin að fá góð viðbrögð frá vinum og fjölskyldu. Það biðu allir spenntir enda hafa flestir fylgst með mér þegar ég er að syngja hvort sem það er í keppnum eða nemendauppfærslum. Ömmu fannst ég eins og breimandi köttur,“ svarar Hrefna sem er í Söngskóla Reykjavíkur þar sem hún tekur 5. stigið í söng í vor. Hér er Hrefna í vinnunni og Sunneva Tómasdóttir vinkona hennar.En að leigubílastarfinu? „Ég keyri taxa á Hreyfill-Bæjarleiðir. Ég byrjaði að keyra síðasta árið mitt í menntaskóla haustið 2006 og hef síðan þá keyrt á sumrin og um helgar. Allt til að geta átt peninga til að ferðast heimshornanna á milli, kaupa mér hunda og sleppa við námslán,“ segir þessi duglega söngkona. „Ég á svo margar sögur að ég gæti gefið út bók,“ svarar hún spurð um uppákomur tengdar akstrinum og heldur áfram: „Skemmtilegust finnst mér sagan um drenginn sem ég keyrði heim á Stúdentagarðana fyrr um árið. Þegar hann var búinn að borga taxann horfir hann framan í mig og segir: „En ég veit ekkert hvar ég á heima!” Þannig ég fylgdi strákgreyinu inn til sín. Við fórum upp nokkrar tröppur og ég opnaði hurðina fyrir hann. Hann fór svo inn kastaði sér í rúmið ég breiddi yfir hann slökkti ljósin og lagði lykilinn á náttborðið. Kallaði svo til hans góða nótt og sagðist mundi læsa á eftir mér. Hann var mjög glaður með mig og kallaði: „Takk þú ert besti leigubílstjóri í heimi”. Svo hafa strákar gefið mér blómvendi og skartgripi ásamt mörgum góðum boðum sem ég hef neitað. Ég leyfi fólki að geta í eyðurnar,“ segir hún hlæjandi.„Hér erum við Myrra við Rauðavatn.Við förum nokkrum sinnum i viku þangað helst,“ segir Hrefna.Nú ertu mikill dýravinur. Hvernig dýr áttu? „Ég á English bulldog tíkina Myrru Mús sem er þriggja ára og rakka sem er tveggja ára og heitir Frosti, stundum kallaður Frostpinni. Þar á undan áttum við mamma Pug hunda sem við vorum að rækta. Það er því hægt að segja að ég sé forfallin áhugamanneskja um krumpudýr. Ég er alveg forfallinn hundaeigandi. Ég dekra þá út í eitt og kaupi allt of mikið af nammi og dóti fyrir þá. Heimilið mitt er undirlagt af hundadóti og myndi ég eiga lágmark fimm hunda, þrjá ketti og einn grís ef vinir og fjölskylda hefðu ekki stoppað mig af.“Sæl í kringum dýrin í Kenya. Af hverju viltu verða dýralæknir? „Amma mín og afi bjuggu í sveit þegar ég var yngri á bæ sem heitir Bitra og voru þar með lítinn búskap. Þangað fluttum við mamma ásamt kettinum Kela þegar ég var fimm ára og bjó ég þar fram á unglingsárin. Þar fékk ég að hjálpa afa mikið í fjósinu og hann kenndi mér mikið um dýr. Amma og mamma voru á sama tíma mikið í hundarækt þannig að það komst lítið annað að hjá mér heldur en dýrin.“ „Að fara í dýralækninn hefur lengi blundað í mér en það er bara fyrst núna sem ég læt drauminn rætast. Ég byrjaði á því að taka 2 ½ ár í hagfræði við Háskóla Íslands en ég var ekki að finna mig í því fagi. Ég hlakkaði ekkert til að fara út á vinnumarkaðinn með þá gráðu og fannst það nám mjög þurrt á köflum. Mig langar að geta vaknað á hverjum morgni og hlakkað til að mæta í vinnuna. Ef ég ætti eina krónu fyrir hvert það skipti sem fólk hefur spurt mig afhverju ég vilji ekki verða „Alvöru læknir” þá væri ég orðin rík. Ég geri mér grein fyrir að þetta starf verður ekkert alltaf frábært. Það blundar í mér smá draumur að verða Afríku-dýralæknir eins og ég vil kalla það. Það væri draumastarfið mitt, flakkandi um Afríku, að bjarga dýrunum á launum eða sem sjálfboðaliði.“Hrefna og skjaldbakan á svæðinu.Með mömmu á góðri stundu.Mamma þín, Auður Rut Guðgeirsdóttir, styður þig greinilega alla leið?„Já, við mæðgur erum mjög nánar og höfum alltaf verið bestu vinkonur.“Hvert stefnir þú með þennan sönghæfileika? „Ef ég ætti eina ósk þá væri það að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision,“ segir hún einlæg áður en kvatt er.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira