Innlent

Hægindastóll og útvarp keypt í minningu Skarphéðins Andra

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Herborg Árnadóttir og Haukur Þór Ólafsson afhentu gjörgæsludeildinni gjöf í minningu Skarphéðins Andra.
Herborg Árnadóttir og Haukur Þór Ólafsson afhentu gjörgæsludeildinni gjöf í minningu Skarphéðins Andra. Mynd/Aðsend
Von, styrktarfélagi gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi, voru afhentar tæpar 180 þúsund krónur í minningu Skarphéðins Andra Kristjánssonar. Fyrir upphæðina var keyptur hægindastóll og útvarpstæki í aðstandendaherbergi deildarinnar.

Skarphéðinn Andri var 18 ára þegar hann lést í kjölfar bílslyss í Borgarfirði 12. janúar síðastliðinn. Kærasta hans lést einnig í kjölfar þess, hún var 16 ára.

Eins og fram kom á Vísi koma sex til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra, þar á meðal 16 ára strákur sem fékk hjartað hans.

Það var vinahópur fjölskyldu Skarphéðins Andra sem gaf Von gjöfina. Vinahópurinn varð til í Menntaskólanum við Sund og kallar sig bíóvini.

„Það voru nokkrir eðalgæjar úr Árbænum og nokkrar stælskvísur úr Mosó“, segir Herborg Árnadóttir sem afhenti gjöfina ásamt Hauki Þór Ólafssyni.

„Við fórum að hittast og fara saman í bíó og bættust makar og fullt af börnum í vinahópinn þannig að við erum núna 26 talsins.“


Tengdar fréttir

Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins

"Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir unga mannsins sem lést í gær eftir bílslys. "Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×