Fyrsta fimm stjörnu hótelið rís við Bláa lónið Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. febrúar 2014 20:00 Bygging á nýju fimm stjörnu hóteli við Bláa Lónið hefst í haust og er stefnt að opnun vorið 2017. Hótelið verður punkurinn yfir i-ið í 20 ára uppbyggingu baðsvæðisins. Aðsóknarmet í Bláa Lóninu féll á síðasta ári þegar tæplega 650 þúsund gestir heimsóttu lónið. Hótelið við Bláa Lónið verður að öllum líkindum fyrsta fimm stjörnu hótelið sem rís á landinu. Hótelið verður 7.500 fm2 að stærð og mun kostnaður hlaupa á um fjórum milljörðum króna. Nýtt hótel á eftir að reynast Bláa lóninu mikil lyftistöng. Hótelherbergin verða 63 talsins og verður mikið kapp lagt á gæði og lúxus. Auka á upplifun efnameiri erlendra gesta sem heimsækja lónið. „Við lítum svo á að þetta sé punkturinn yfir i-ið í þeirri uppbyggingu sem við höfum staðið fyrir í Bláa lóninu undanfarin 20 ár. Við erum að horfa til þess að Bláa lónið er nú þegar borið saman við einstaka staði á heimsvísu,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.100 ný stöðugildi 240 starfsmenn eru í fullu starfi hjá Bláa lóninu og mun þeim fjölga talsvert þegar nýtt hótel verður tekið í gagnið. „Þessi viðbótaruppbygging mun skila hátt í 100 stöðugildum þegar allt verður komið í gang,“ bætir Grímur við.Aðsóknarmet á síðasta ári Bláa lónið var valið eitt af 25 undrum veraldar af National Geographic fyrir örfáum árum. Á síðasta ári var sett nýtt aðsóknarmet þegar 647 þúsund gestir heimsóttu lónið. „Árið 2013 var algjört metár hjá okkur,“ segir Grímur. „Við höfum eins og aðrir ferðaþjónustuaðilar notið vaxtar greinarinnar undanfarin misseri. Við töldum að það væri líklega að hægjast um en núna í janúar var gestafjöldinn okkar 35% meiri en á sama tíma á síðasta ári sem var metár. Vöxturinn í ferðaþjónustunni heldur áfram af fullum krafti.“ Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Bygging á nýju fimm stjörnu hóteli við Bláa Lónið hefst í haust og er stefnt að opnun vorið 2017. Hótelið verður punkurinn yfir i-ið í 20 ára uppbyggingu baðsvæðisins. Aðsóknarmet í Bláa Lóninu féll á síðasta ári þegar tæplega 650 þúsund gestir heimsóttu lónið. Hótelið við Bláa Lónið verður að öllum líkindum fyrsta fimm stjörnu hótelið sem rís á landinu. Hótelið verður 7.500 fm2 að stærð og mun kostnaður hlaupa á um fjórum milljörðum króna. Nýtt hótel á eftir að reynast Bláa lóninu mikil lyftistöng. Hótelherbergin verða 63 talsins og verður mikið kapp lagt á gæði og lúxus. Auka á upplifun efnameiri erlendra gesta sem heimsækja lónið. „Við lítum svo á að þetta sé punkturinn yfir i-ið í þeirri uppbyggingu sem við höfum staðið fyrir í Bláa lóninu undanfarin 20 ár. Við erum að horfa til þess að Bláa lónið er nú þegar borið saman við einstaka staði á heimsvísu,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.100 ný stöðugildi 240 starfsmenn eru í fullu starfi hjá Bláa lóninu og mun þeim fjölga talsvert þegar nýtt hótel verður tekið í gagnið. „Þessi viðbótaruppbygging mun skila hátt í 100 stöðugildum þegar allt verður komið í gang,“ bætir Grímur við.Aðsóknarmet á síðasta ári Bláa lónið var valið eitt af 25 undrum veraldar af National Geographic fyrir örfáum árum. Á síðasta ári var sett nýtt aðsóknarmet þegar 647 þúsund gestir heimsóttu lónið. „Árið 2013 var algjört metár hjá okkur,“ segir Grímur. „Við höfum eins og aðrir ferðaþjónustuaðilar notið vaxtar greinarinnar undanfarin misseri. Við töldum að það væri líklega að hægjast um en núna í janúar var gestafjöldinn okkar 35% meiri en á sama tíma á síðasta ári sem var metár. Vöxturinn í ferðaþjónustunni heldur áfram af fullum krafti.“
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira