Lífið

Sjáðu hina hliðina á Pollapönk - ósköp venjulegir pabbar

Ellý Ármanns skrifar
Haraldur, Guðni, Heiðar og Arnar sem skipa hljómsveitina Pollapönk eru allir fjölskyldufeður en eins og alþjóð veit keppa þeir í úrslitakeppni sjónvarpsins á morgun laugardag með lagið Enga fordóma. Við fáum hér að sjá aðra hlið þar sem þeir eru í faðmi fjölskyldunnar klæddir í eitthvað annað en íþróttagalla.

Myndin er tekin á Borgarfirði eystra á hringferð Húna II. Lára gengur nú með annað barn. Hér eru þau ásamt Emblu dóttur þeirra.
Nafn: Arnar Gíslason - bleikur polli.

Starf: Trommuleikari og starfsmaður Hljóðfærahússins - Tónabúðarinnar.

Maki: Lára Rúnarsdóttir.

Börn: Embla Guðríður Arnarsdóttir og væntanlegur einstaklingur.

Myndin var tekin í verslunarleiðangri með börnunum.
Nafn: Guðni Finnsson - gulur polli.

Starf: Tónlistarmaður (bassaleikari) og starfsmaður Hljóðfærahússins.

Maki: Margrét Benediktsdóttir.

Börn: Rökkvi Hrafn Guðnason, Álfrún Tinna Guðnadóttir og Kolfinna Kristínardóttir.

Feðgarnir Heiðar og Myrkvi grjótharðir í Hellisgerði og Linda, Eneka og Myrkvi á þrívíddarlistasýningu í miðbæ Hafnarfjarðar.
Nafn: Heiðar Arnar Kristjánsson - blár polli.

Starf: Leikskólakennari og tónlistarmaður.

Maki: Linda Sigurjónsdóttir.

Börn: Myrkvi og Eneka Aris.

Stjúpbörn: Margrét Lena og Kjartan Ernir.

Sigríður og Haraldur á afmælinu hans og þegar fjölskyldan fór í frí til Spánar.
Nafn: Haraldur Gíslason - rauður polli.

Starf: Leikskólakennari, gítarleikari og formaður Félags leikskólakennara.

Maki: Sigríður Eir Guðmundsdóttir.

Börn: Gabríel Gísli Haraldsson, Hrönn Haraldsdóttir og Huld Haraldsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.