Mannfall í mótmælum í Venesúela María Lilja Þrastardóttir skrifar 13. febrúar 2014 20:16 Vísir/AFP Nordic Allt er á suðupunkti í Venesúela og mikil mótmæli eru í landinu. Í gær er talið að þrír hafi látist og tugir særst. Mótmælin eru þau allra fjölmennustu frá því að forseti landsins, Nicolas Maduro, tók við embætti sínu á síðasta ári. Sem kunnugt er tók hann við embætti sínu að undangengnum kosningum eftir fráfall Hugo Chavez í mars síðastliðnum. Maduro, sem áður var utanríkisráðherra í stjórn Chavez, sigraði kosningarnar með naumindum en aðeins munaði um einu og hálfu prósentustigi á fylgi hans og mótframbjóðandans, Enrique Capriles Raðonski. Þrálátur kvittur um spillingu við kosninguna hefur nú orðið til þess að andstæðingar Maduro hafa fylkt liði og krafist þess að hann víki, 10 mánuðum síðar. Þau saka hann einnig um harðræði gegn þegnum sínum og segja hann ábyrgan fyrir bágu efnahagsástandi landsins og háa glæpatíðni. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram. En í gær, á sérstökum degi ungdómsins, brutust út óeirðir þegar um eitt hundrað háskólanemar gengu berserksgang um miðborgina og kveiktu elda í bílum og öðru lauslegu. Lögregla beitti þá táragasi og í kjölfar þess kom svo til átaka á milli stuðningsmanna Maduros og mótmælendanna. Uppúr sauð endanlega þegar einhver hóf skothríð sem varð til þess að einn mótmælenda, háskólaneminn Bassil Dacosta Frías, var skotinn í höfuðið. Frías lést af sárum sínum og þá hafa tveir hafa nú að minnsta kosti tveir til viðbótar látist í mótmælunum í dag og tugir slasast.Maduro segir hóp fasískra hreyfinga bera ábyrgð á mannsfallinu og líkir hann ástandinu við tilraunir fasista til valdaráns fyrir 10 árum síðan þegar Chavez var steypt af stóli af andstæðingum í tvo sólarhringa. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Allt er á suðupunkti í Venesúela og mikil mótmæli eru í landinu. Í gær er talið að þrír hafi látist og tugir særst. Mótmælin eru þau allra fjölmennustu frá því að forseti landsins, Nicolas Maduro, tók við embætti sínu á síðasta ári. Sem kunnugt er tók hann við embætti sínu að undangengnum kosningum eftir fráfall Hugo Chavez í mars síðastliðnum. Maduro, sem áður var utanríkisráðherra í stjórn Chavez, sigraði kosningarnar með naumindum en aðeins munaði um einu og hálfu prósentustigi á fylgi hans og mótframbjóðandans, Enrique Capriles Raðonski. Þrálátur kvittur um spillingu við kosninguna hefur nú orðið til þess að andstæðingar Maduro hafa fylkt liði og krafist þess að hann víki, 10 mánuðum síðar. Þau saka hann einnig um harðræði gegn þegnum sínum og segja hann ábyrgan fyrir bágu efnahagsástandi landsins og háa glæpatíðni. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram. En í gær, á sérstökum degi ungdómsins, brutust út óeirðir þegar um eitt hundrað háskólanemar gengu berserksgang um miðborgina og kveiktu elda í bílum og öðru lauslegu. Lögregla beitti þá táragasi og í kjölfar þess kom svo til átaka á milli stuðningsmanna Maduros og mótmælendanna. Uppúr sauð endanlega þegar einhver hóf skothríð sem varð til þess að einn mótmælenda, háskólaneminn Bassil Dacosta Frías, var skotinn í höfuðið. Frías lést af sárum sínum og þá hafa tveir hafa nú að minnsta kosti tveir til viðbótar látist í mótmælunum í dag og tugir slasast.Maduro segir hóp fasískra hreyfinga bera ábyrgð á mannsfallinu og líkir hann ástandinu við tilraunir fasista til valdaráns fyrir 10 árum síðan þegar Chavez var steypt af stóli af andstæðingum í tvo sólarhringa.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira