„Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli“ Baldvin Þormóðsson skrifar 13. febrúar 2014 12:45 visir/valli Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, spurði innanríkisráðherra út í lekamálið svokallaða á Alþingi í morgun og sagði einstakt á lýðveldistíma að rannsókn beinist að ráðuneyti með þessum hætti.„Ég fer fram á það að hæstvirtur innanríkisráðherra gerir hér grein fyrir því hvernig ráðherrann hyggst bregðast við þessari stöðu sem á sér nánast ekki fordæmi. Í þágu rannsóknarinnar, í þágu siðlegrar stjórnsýslu, í þágu heiðarlegra stjórnmála, í þágu sjálfs síns sem ráðherra, stjórnmálamanns og persónu.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sagðist ítrekað hafa svarað fyrir þetta mál á Alþingi og gagnrýndi það sérstaklega að Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna hafi fullyrt að um sakamálarannsókn væri að ræða.„Og að menn skuli leyfa sér slíkar ávirðingar er auðvitað með algjörum eindæmum og ber þess merki að málið er löngu komið út fyrir það að snúast um einstaka hælisleitendur og málsmeðferð þeirra, heldur orðið rammpólitískt mál sem lýtur að allt öðrum þáttum.“ sagði Hanna Birna. Mörður sagði að ráðherrann væri á flótta undan málinu og benti á að aðrir stjórnmálamenn hefðu vikið úr embætti þegar þeir tengdust málum sem væru í rannsókn.„Nefndur var Illugi Gunnarsson, hæstvirtur menntamálaráðherra, sem vék úr pólitísku starfi á meðan rannsókn beindist að honum. Enn má nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem einnig gerði þetta og Björgvin Geir Sigurðsson sem einnig gerði það. Þau urðu öll menn með meiru.“ sagði Mörður.„Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Ég hef ekki brotið af mér og það væri algjört ábyrgðarleysi af mér, að þegar að mál eins og þessi sem lúta að hælisleitendum og innflytjendum eru erfið, persónuleg og viðkvæm mál sem reyna á ráðuneytið og starfsfólk þess og hafa gert það á undanförnum mánuðum og munu gera það áfram, að víkja. Þegar að lögmenn hælisleitenda kjósa að óska eftir því að málið verði skoðað frekar. Ef ég hefði eitthvað að fela, háttvirtur þingmaður, eða hefði ég brotið af mér eins og menn leyfa sér að halda fram hér og leyfa sér að halda fram að rannsóknir beinist sérstaklega að ráðherra.“ sagði Hanna Birna. Lekamálið Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, spurði innanríkisráðherra út í lekamálið svokallaða á Alþingi í morgun og sagði einstakt á lýðveldistíma að rannsókn beinist að ráðuneyti með þessum hætti.„Ég fer fram á það að hæstvirtur innanríkisráðherra gerir hér grein fyrir því hvernig ráðherrann hyggst bregðast við þessari stöðu sem á sér nánast ekki fordæmi. Í þágu rannsóknarinnar, í þágu siðlegrar stjórnsýslu, í þágu heiðarlegra stjórnmála, í þágu sjálfs síns sem ráðherra, stjórnmálamanns og persónu.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sagðist ítrekað hafa svarað fyrir þetta mál á Alþingi og gagnrýndi það sérstaklega að Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna hafi fullyrt að um sakamálarannsókn væri að ræða.„Og að menn skuli leyfa sér slíkar ávirðingar er auðvitað með algjörum eindæmum og ber þess merki að málið er löngu komið út fyrir það að snúast um einstaka hælisleitendur og málsmeðferð þeirra, heldur orðið rammpólitískt mál sem lýtur að allt öðrum þáttum.“ sagði Hanna Birna. Mörður sagði að ráðherrann væri á flótta undan málinu og benti á að aðrir stjórnmálamenn hefðu vikið úr embætti þegar þeir tengdust málum sem væru í rannsókn.„Nefndur var Illugi Gunnarsson, hæstvirtur menntamálaráðherra, sem vék úr pólitísku starfi á meðan rannsókn beindist að honum. Enn má nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem einnig gerði þetta og Björgvin Geir Sigurðsson sem einnig gerði það. Þau urðu öll menn með meiru.“ sagði Mörður.„Ég er með algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Ég hef ekki brotið af mér og það væri algjört ábyrgðarleysi af mér, að þegar að mál eins og þessi sem lúta að hælisleitendum og innflytjendum eru erfið, persónuleg og viðkvæm mál sem reyna á ráðuneytið og starfsfólk þess og hafa gert það á undanförnum mánuðum og munu gera það áfram, að víkja. Þegar að lögmenn hælisleitenda kjósa að óska eftir því að málið verði skoðað frekar. Ef ég hefði eitthvað að fela, háttvirtur þingmaður, eða hefði ég brotið af mér eins og menn leyfa sér að halda fram hér og leyfa sér að halda fram að rannsóknir beinist sérstaklega að ráðherra.“ sagði Hanna Birna.
Lekamálið Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent