Meirihluti vill gjöld í háskóla Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 09:51 Vísir/Vilhelm Meira en helmingur landsmanna er hlynntur því að skólagjöld verði tekin upp í háskólum samkvæmt nýrri könnun sem Viðskiptaráð Íslands lét framkvæma. Þar svaraði 51 prósent aðspurðra því til að vera alfarið, mjög eða frekar hlynnt því að háskólar yrðu fjármagnaðir að hluta til með skólagjöldum. 34 prósent voru andvíg slíkri fjármögnun háskóla en 16 prósent tóku ekki afstöðu.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir enga umræðu vera um upptöku skólagjalda í háskólum í nefndinni. „Auðvitað er öll umræða holl og allt í lagi að fá rök með og á móti en hingað til hefur það verið okkar afstaða að gera það ekki, á þeim grundvelli að allir eigi að hafa jafnan aðgang að námi,“ segir Unnur. Í könnuninni kemur fram að karlmenn eru hlynntari upptöku skólagjalda fremur en konur, 53 prósent karla eru hlynnt en 33 prósent andvíg. Hins vegar eru 47 prósent kvenna hlynnt upptökunni en 34 prósent andvíg. Þá eykst andstaðan við skólagjöldin í hlutfalli við menntunarstig svarenda. Þannig eru 52 prósent þeirra sem hafa lokið framhaldsnámi í háskóla andvíg skólagjöldum, 34 prósent þeirra sem lokið hafa stúdentsprófi, en aðeins 21 prósent þeirra sem hafa lokið grunnskólaprófi eða minna.Vísir/ArnþórMaría Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist ekki óttast þessa umræðu. „Við í Stúdentaráði teljum skólagjöld í raun vera ósýnilega hindrun, sem erfitt er að mæla og við vitum ekki almennilega hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Þetta er umræða sem er hollt að taka en það þarf að skoða alla fleti hennar,“ segir María. Hún segir það grundvallarafstöðu Stúdentaráðs að aðgengi allra að menntun sé jafnt og ekkert megi vega að því. Könnun Viðskiptaráðs var framkvæmd 16. til 26. janúar 2014 á netinu. Úrtak var 1.400 manns á öllu landinu, átján ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Þátttökuhlutfall var 59,4 prósent. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Meira en helmingur landsmanna er hlynntur því að skólagjöld verði tekin upp í háskólum samkvæmt nýrri könnun sem Viðskiptaráð Íslands lét framkvæma. Þar svaraði 51 prósent aðspurðra því til að vera alfarið, mjög eða frekar hlynnt því að háskólar yrðu fjármagnaðir að hluta til með skólagjöldum. 34 prósent voru andvíg slíkri fjármögnun háskóla en 16 prósent tóku ekki afstöðu.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir enga umræðu vera um upptöku skólagjalda í háskólum í nefndinni. „Auðvitað er öll umræða holl og allt í lagi að fá rök með og á móti en hingað til hefur það verið okkar afstaða að gera það ekki, á þeim grundvelli að allir eigi að hafa jafnan aðgang að námi,“ segir Unnur. Í könnuninni kemur fram að karlmenn eru hlynntari upptöku skólagjalda fremur en konur, 53 prósent karla eru hlynnt en 33 prósent andvíg. Hins vegar eru 47 prósent kvenna hlynnt upptökunni en 34 prósent andvíg. Þá eykst andstaðan við skólagjöldin í hlutfalli við menntunarstig svarenda. Þannig eru 52 prósent þeirra sem hafa lokið framhaldsnámi í háskóla andvíg skólagjöldum, 34 prósent þeirra sem lokið hafa stúdentsprófi, en aðeins 21 prósent þeirra sem hafa lokið grunnskólaprófi eða minna.Vísir/ArnþórMaría Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist ekki óttast þessa umræðu. „Við í Stúdentaráði teljum skólagjöld í raun vera ósýnilega hindrun, sem erfitt er að mæla og við vitum ekki almennilega hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Þetta er umræða sem er hollt að taka en það þarf að skoða alla fleti hennar,“ segir María. Hún segir það grundvallarafstöðu Stúdentaráðs að aðgengi allra að menntun sé jafnt og ekkert megi vega að því. Könnun Viðskiptaráðs var framkvæmd 16. til 26. janúar 2014 á netinu. Úrtak var 1.400 manns á öllu landinu, átján ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Þátttökuhlutfall var 59,4 prósent.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira