Tónlist

Bruce Springsteen í ferðlag

Bruce Springsteen heldur af stað í ferðalag ásamt The E Street Band
Bruce Springsteen heldur af stað í ferðalag ásamt The E Street Band nordicphotos/getty
Tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen og hljómsveitin hans, The E Street Band eru á leið í tónleikaferðalag um Bandaríkin. Ferðalagið hefst þann 8. apríl í Cincinnati í Ohio-fylki og lýkur ferðalaginu þann 18. maí í Uncasville í Connecticut-fylki. Miðar fara í sölu þann 14. febrúar.

Á þessu tónleikaferðalagi ætlar Springsteen að leggja áherslu á þá staði sem hann þurfti að sleppa á síðasta tónleikaferðalagi. Þá kom hann ekki fram í fylkjum á borð Texas og Flórída og æltar hann að koma þar fram nú.

Sem stendur er Springsteen á tónleikaferðalagi um Ástralíu ásamt The E Street Band. Hann komst í fréttirnar fyrir skömmu þegar hann byrjaði tónleikana sína í Perth á laginu Highway to Hell eftir rokksveitina AC/DC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.