Sport

Gull og brons til Frakka en Björndalen komst ekki á pall | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frakkinn Martin Fourcade tryggði sér í dag gullverðlaun í 12,5 km eltigöngu í skíðaskotfimi á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og landi hans Jean-Guillaume Béatrix komst einnig á pall.

Þetta eru fyrstu gullverðlaun Martin Fourcade en hann vann silfur í 15 km göngu í Vancouver fyrir fjórum árum. Fourcade endaði í 34. sæti í eltigöngunni í Vancouver

Norðmaðurinn Ole Einar Björndalen rétt missti af því að verða fyrstur til að vinna þrettán verðlaun á Vetrarólympíuleikunum en hann endaði í fjórða sætinu í dag. Björndalen fær þó fleiri tækifæri til að endurskrifa Ólympíusöguna.

Martin Fourcade varð fjórtán sekúndum á undan Tékkanum Ondrej Moravec og fagnaði með því að rífa af sér skíðin nánast strax eftir að hann rendi sér yfir marklínuna. Jean-Guillaume Béatrix varð síðan rétt á undan Björndalen 24,2 sekúndum á eftir landa sínum.

Martin Fourcade var ekki ánægður með að enda í sjötta sæti í 10 km göngunni og svaraði því með frábærri frammistöðu í eltigöngunni. Hann byrjaði tólf sekúndum á eftir Björndalen og var næstum því farinn að fagna sigri eftir að hann nýtti öll skotin sína á síðasta skotstaðnum.

Björndalen klikkaði á þremur skotum sem reyndist honum dýrkeypt. Tékkinn nýtti öll skotin sín og Frakkarnir klikkuðu aðeins á einu skoti hvor.

Vísir/Getty
Þeir þrír efstu í keppninni.Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Björndalen getur bætt met Dæhli

Keppni heldur áfram á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en í dag ráðast úrslit í fimm greinum – alpatvíkeppni kvenna, 12,5 km skíðaskotfimi karla, hólasvigi karla, 500 m skautahlaupi karla og 1500 m skautaspretthlaupi.

Með Ólympíugull um hálsinn og risa Ólympíutattú á bakinu

Kanadamaðurinn Charles Hamelin tryggði sér sigur í 1500 metra skautaati, skautahlaupi á stuttri braut, á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag en þessi 28 ára gamli skauthlaupari er líklegur til afreka á leikunum í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×