Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöllinni skrifar 1. mars 2014 00:01 Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Laugardalshöllinni í dag og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Haukar voru yfir allan fyrri hálfleikinn þó aldrei hafi munað miklu á liðunum. ÍR náði þó að jafna metin fyrir hálfleik og staðan í hálfleik 11-11. Kristófer Fannar Guðmundsson kom sterkur inn í mark ÍR sem náði loks að komast yfir í upphafi seinni hálfleiks. ÍR komst í 15-13 en þá skoraði liðið ekki í rúmar 8 mínútur og Haukar skoruðu sex mörk í röð. ÍR gafst ekki upp. Liðið lék frábæra vörn og náði að jafna metin í 21-21 þegar skammt var til leiksloka. Við tók æsispennandi kafli þar sem Einar Pétur Pétursson skoraði sigurmarkið þegar rétt innan við mínúta var eftir. Bæði lið léku frábæra vörn í leiknum og var viðeigandi að vörn Hauka stöðvaði ÍR í síðustu sókninni og tryggði Haukum sjöunda bikarmeistaratitil félagsins og þann annan á þremur árum.Matthías Árni: Besta sem hægt er að gera í þessari íþrótt „Þetta var rosalegur úrslitaleikur og einn sá rosalegasti í einhvern tíma. Bæði lið voru ótrúlega öflug í vörn og sókn og áhorfendur geggjaðir. Þetta er einn skemmtilegasti úrslitaleikur sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson varnartröll sigurreifur í leikslok. „Við vorum aðeins lekir í fyrri hálfleik en náðum að þétta vörnina í seinni hálfleik. Þetta var ekki mikill markaleikur,“ sagði Matthías sem mundi ekki eftir síðustu fimm mínútum leiksins, slík var spennan og átökin. „Þetta er besta tilfinning í heimi. Ég er búinn að gera þetta nú tvisvar sem leikmaður og einu sinni sem kjúklingur í hóp. Þetta verður ekki betra, þetta er það besta sem hægt er að gera í þessari íþrótt.“Sigurbergur: Svakalegt síðustu fimm „Þetta verður ekki sætara en þetta, sérstaklega eftir svona leik sem er jafn allan tímann, er stál í stál allan leikinn,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem var öflugur að vanda í liði Hauka og þá ekki síst í vörninni. „Það er ólýsanleg tilfinning að vinna bikarinn. Það er vert að hrósa HSÍ. Umgjörðin í kringum þetta var alveg frábær, risaskjár og læti. „Leikurinn var mjög erfiður. Bæði lið að spila í gærkvöldi og þetta tekur á. Þú þarft að sækja í þína innri krafta til að klára leikinn og svo var þetta jafnt allan tímann og menn að berjast fyrir titlinum. „Þetta var svakalegt hérna síðustu fimm mínúturnar. Það var eitthvað í gangi en þetta féll með okkur. Þetta hefði getað fallið með þeim, þannig séð,“ sagði Sigurbergur.Tjörvi: Svona eiga úrslitaleikir að vera „Svona eiga úrslitaleikir að vera, það er bara þannig,“ sagði Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi Hauka eftir leikinn í dag. „Þetta var bikar númar þrjú. Ég spilaði ekki mikið í fyrsta en þetta var alvöru leikur. Síðast var það rúst á móti Fram. „Báðar varnirnar voru öflugar og báðir markverðirnir. Goggi (Giedrius Morkunas) og Kristófer vörðu mikið. Það er ekki fallegasti handboltinn í úrslitaleikjum, þetta er barátta. „Vörnin kláraði leikinn. Ég hef aldrei séð Nonna (Jón Þorbjörn Jóhannsson) hreyfa sig eins mikið og síðustu tvo daga. Ég held að hann þurfi að fá frí alla næstu viku. Það er mjög líklegt. Mér fannst hann frábær og Beggi (Sigurbergu Sveinsson), hann gaf allt í þetta,“ sagði Tjörvi áður en henn hélt inn í klefa til að fagna með félögum sínum.Bjarki: Taktískir feilar fella okkur „Við vorum svo grátlega nálægt því að landa þessu eða jafna í lokin. Þetta var hörkuleikur, flott umgjörð og frábær stemning,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR. „Í heildina þá held ég okkar taktísku feilar hafi fellt okkur í dag. Við höfum verið að halda þessu í fimm, sex feilum í síðustu leikjum og þá höfum við verið vaxandi. Nú kom þetta á öllu bretti núna. „Það tekur mikla orku að jafna eftir að lenda fjórum mörkum undir. Vörnin var ágæt á köflum hjá okkur en sóknarlega vorum við ekki að skila því eins og við ætluðum okkur. „Þetta er töff leikur, úrslitaleikur. Því miður fór mikil orka í að vinna upp forskotið. Þetta eru frábær tvö lið og þetta féll þeirra megin,“ sagði Bjarki sem treysti ungum en hávöxnum leikmanni til að taka lokaskotið. „Hugsunin var að reyna að nýta hæðina. Skotið hans fór ekki með okkur. Við vorum búnir að jafna þegar mínúta er eftir og við í sókn. Við eigum möguleika á að komast yfir og þá töpum við boltanum og fáum hraðaupphlaup í bakið. Það er það sem fellir okkur,“ sagði Bjarki Sigurðsson.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelPetr Baumruk með syni sínum Adam.Vísir/Daníel Olís-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Laugardalshöllinni í dag og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Haukar voru yfir allan fyrri hálfleikinn þó aldrei hafi munað miklu á liðunum. ÍR náði þó að jafna metin fyrir hálfleik og staðan í hálfleik 11-11. Kristófer Fannar Guðmundsson kom sterkur inn í mark ÍR sem náði loks að komast yfir í upphafi seinni hálfleiks. ÍR komst í 15-13 en þá skoraði liðið ekki í rúmar 8 mínútur og Haukar skoruðu sex mörk í röð. ÍR gafst ekki upp. Liðið lék frábæra vörn og náði að jafna metin í 21-21 þegar skammt var til leiksloka. Við tók æsispennandi kafli þar sem Einar Pétur Pétursson skoraði sigurmarkið þegar rétt innan við mínúta var eftir. Bæði lið léku frábæra vörn í leiknum og var viðeigandi að vörn Hauka stöðvaði ÍR í síðustu sókninni og tryggði Haukum sjöunda bikarmeistaratitil félagsins og þann annan á þremur árum.Matthías Árni: Besta sem hægt er að gera í þessari íþrótt „Þetta var rosalegur úrslitaleikur og einn sá rosalegasti í einhvern tíma. Bæði lið voru ótrúlega öflug í vörn og sókn og áhorfendur geggjaðir. Þetta er einn skemmtilegasti úrslitaleikur sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson varnartröll sigurreifur í leikslok. „Við vorum aðeins lekir í fyrri hálfleik en náðum að þétta vörnina í seinni hálfleik. Þetta var ekki mikill markaleikur,“ sagði Matthías sem mundi ekki eftir síðustu fimm mínútum leiksins, slík var spennan og átökin. „Þetta er besta tilfinning í heimi. Ég er búinn að gera þetta nú tvisvar sem leikmaður og einu sinni sem kjúklingur í hóp. Þetta verður ekki betra, þetta er það besta sem hægt er að gera í þessari íþrótt.“Sigurbergur: Svakalegt síðustu fimm „Þetta verður ekki sætara en þetta, sérstaklega eftir svona leik sem er jafn allan tímann, er stál í stál allan leikinn,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem var öflugur að vanda í liði Hauka og þá ekki síst í vörninni. „Það er ólýsanleg tilfinning að vinna bikarinn. Það er vert að hrósa HSÍ. Umgjörðin í kringum þetta var alveg frábær, risaskjár og læti. „Leikurinn var mjög erfiður. Bæði lið að spila í gærkvöldi og þetta tekur á. Þú þarft að sækja í þína innri krafta til að klára leikinn og svo var þetta jafnt allan tímann og menn að berjast fyrir titlinum. „Þetta var svakalegt hérna síðustu fimm mínúturnar. Það var eitthvað í gangi en þetta féll með okkur. Þetta hefði getað fallið með þeim, þannig séð,“ sagði Sigurbergur.Tjörvi: Svona eiga úrslitaleikir að vera „Svona eiga úrslitaleikir að vera, það er bara þannig,“ sagði Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi Hauka eftir leikinn í dag. „Þetta var bikar númar þrjú. Ég spilaði ekki mikið í fyrsta en þetta var alvöru leikur. Síðast var það rúst á móti Fram. „Báðar varnirnar voru öflugar og báðir markverðirnir. Goggi (Giedrius Morkunas) og Kristófer vörðu mikið. Það er ekki fallegasti handboltinn í úrslitaleikjum, þetta er barátta. „Vörnin kláraði leikinn. Ég hef aldrei séð Nonna (Jón Þorbjörn Jóhannsson) hreyfa sig eins mikið og síðustu tvo daga. Ég held að hann þurfi að fá frí alla næstu viku. Það er mjög líklegt. Mér fannst hann frábær og Beggi (Sigurbergu Sveinsson), hann gaf allt í þetta,“ sagði Tjörvi áður en henn hélt inn í klefa til að fagna með félögum sínum.Bjarki: Taktískir feilar fella okkur „Við vorum svo grátlega nálægt því að landa þessu eða jafna í lokin. Þetta var hörkuleikur, flott umgjörð og frábær stemning,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR. „Í heildina þá held ég okkar taktísku feilar hafi fellt okkur í dag. Við höfum verið að halda þessu í fimm, sex feilum í síðustu leikjum og þá höfum við verið vaxandi. Nú kom þetta á öllu bretti núna. „Það tekur mikla orku að jafna eftir að lenda fjórum mörkum undir. Vörnin var ágæt á köflum hjá okkur en sóknarlega vorum við ekki að skila því eins og við ætluðum okkur. „Þetta er töff leikur, úrslitaleikur. Því miður fór mikil orka í að vinna upp forskotið. Þetta eru frábær tvö lið og þetta féll þeirra megin,“ sagði Bjarki sem treysti ungum en hávöxnum leikmanni til að taka lokaskotið. „Hugsunin var að reyna að nýta hæðina. Skotið hans fór ekki með okkur. Við vorum búnir að jafna þegar mínúta er eftir og við í sókn. Við eigum möguleika á að komast yfir og þá töpum við boltanum og fáum hraðaupphlaup í bakið. Það er það sem fellir okkur,“ sagði Bjarki Sigurðsson.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelPetr Baumruk með syni sínum Adam.Vísir/Daníel
Olís-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira