„Ekki hlutverk ríkisins að standa í rekstri áburðarverksmiðju“ Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2014 00:01 Áburðarverksmiðjan framleiddi um 60.000 tonn á innanlandsmarkað, en nýjar hugmyndir gera ráð fyrir 700.000 tonna verksmiðju. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta er ekki kolanáma,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um gagnrýni á hugmyndir Framsóknarflokksins um að ríkistjórnin kanni möguleika á því að 700.000 tonna áburðarverksmiðja verði reist í Helguvík eða Þorlákshöfn. Ragnheiði Elíni Árnadóttur, iðnaðarráðherra, hugnast ekki hugmyndin eins og hún er fram sett í þingsályktunartillögu sem lögð var fram á fimmtudag. Þorsteinn segir hugmyndina snúast um hagkvæmniathugun, en í henni sé ekki sérstaklega gert ráð fyrir því að ríkið eigi verksmiðjuna og reki hana til framtíðar. Þorsteinn persónulega er hins vegar þeirrar skoðunar að ekkert mæli á móti því að ríkið leiði hóp fjárfesta til að reisa áburðarverksmiðju. „Þegar þjóðfélag er að koma út úr kreppu er ekkert sem mælir á móti því að ríkið taki forystu um svona verkefni ef niðurstaðan er að það sé hagkvæmt.“ Ef allar forsendur reynast hagfelldar telur Þorsteinn ekki fjarri lagi að ríkið ætti 20% hlut í verkefninu sem síðar yrði boðinn fjárfestum. Fréttablaðið leitaði álits iðnaðarráðherra í gær, og spurði hvort tillagan félli að hennar hugmyndum um uppbyggingu í atvinnulífinu. „Ég er ekki sammála þeirri nálgun sem fram kemur í frumvarpinu og tel það ekki vera hlutverk ríkisins að standa í rekstri áburðarverksmiðju,“ svaraði Ragnheiður.Þorsteinn SæmundssonHugmyndir Framsóknarflokksins gera ráð fyrir 700 þúsund tonna verksmiðju sem kosti 120 milljarða í byggingu og skapi 150-200 hálaunuð störf, en um hátækniiðnað er að ræða að sögn Þorsteins sem gæti laðað að ungt vel menntað fólk. Þorsteinn vísar þeirri gagnrýni á bug um að áburðarverksmiðja sé ekki líkleg „til að laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. En má ekki skapa mun fleiri störf fyrir svo mikið fjármagn sem kynni að verða bundið í áburðarverksmiðju? „Eflaust. Stóriðjustörf eru dýr. En þetta eru bara störfin í verksmiðjunni sjálfri, svo falla til fjölmörg afleidd störf. Ég er fylgjandi því að við förum í breiða atvinnuuppbyggingu, og við framsóknarmenn tölum fyrir því að auka matvælaframleiðslu, svo dæmi sé tekið,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira
„Þetta er ekki kolanáma,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um gagnrýni á hugmyndir Framsóknarflokksins um að ríkistjórnin kanni möguleika á því að 700.000 tonna áburðarverksmiðja verði reist í Helguvík eða Þorlákshöfn. Ragnheiði Elíni Árnadóttur, iðnaðarráðherra, hugnast ekki hugmyndin eins og hún er fram sett í þingsályktunartillögu sem lögð var fram á fimmtudag. Þorsteinn segir hugmyndina snúast um hagkvæmniathugun, en í henni sé ekki sérstaklega gert ráð fyrir því að ríkið eigi verksmiðjuna og reki hana til framtíðar. Þorsteinn persónulega er hins vegar þeirrar skoðunar að ekkert mæli á móti því að ríkið leiði hóp fjárfesta til að reisa áburðarverksmiðju. „Þegar þjóðfélag er að koma út úr kreppu er ekkert sem mælir á móti því að ríkið taki forystu um svona verkefni ef niðurstaðan er að það sé hagkvæmt.“ Ef allar forsendur reynast hagfelldar telur Þorsteinn ekki fjarri lagi að ríkið ætti 20% hlut í verkefninu sem síðar yrði boðinn fjárfestum. Fréttablaðið leitaði álits iðnaðarráðherra í gær, og spurði hvort tillagan félli að hennar hugmyndum um uppbyggingu í atvinnulífinu. „Ég er ekki sammála þeirri nálgun sem fram kemur í frumvarpinu og tel það ekki vera hlutverk ríkisins að standa í rekstri áburðarverksmiðju,“ svaraði Ragnheiður.Þorsteinn SæmundssonHugmyndir Framsóknarflokksins gera ráð fyrir 700 þúsund tonna verksmiðju sem kosti 120 milljarða í byggingu og skapi 150-200 hálaunuð störf, en um hátækniiðnað er að ræða að sögn Þorsteins sem gæti laðað að ungt vel menntað fólk. Þorsteinn vísar þeirri gagnrýni á bug um að áburðarverksmiðja sé ekki líkleg „til að laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni,“ eins og segir í greinargerð tillögunnar. En má ekki skapa mun fleiri störf fyrir svo mikið fjármagn sem kynni að verða bundið í áburðarverksmiðju? „Eflaust. Stóriðjustörf eru dýr. En þetta eru bara störfin í verksmiðjunni sjálfri, svo falla til fjölmörg afleidd störf. Ég er fylgjandi því að við förum í breiða atvinnuuppbyggingu, og við framsóknarmenn tölum fyrir því að auka matvælaframleiðslu, svo dæmi sé tekið,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira