Heimamenn stoltir af sínum mat 28. febrúar 2014 20:00 Breski sjónvarpskokkurinn Ainsley Harriott. Ainsley Harriott er breskur matreiðslumaður og heimsfrægur sjónvarpskokkur sem er staddur hér á landi meðal annars til að gera nýjan sjónvarpsþátt sem nefnist Ainsley Eats the Streets, og sýndur verður á Channel 4 í Bretlandi í haust. Hann tók til hendinni í Kaffivagninum fyrr í dag. „Ég kom hingað þar sem kokkurinn var að sýna mér þessar dásamlegu fiskibollur sem hann er að gera hérna. Og ég var auðvitað farinn að hjálpa til, kokkar hjálpa hver öðrum," sagði Ainsley hlæjandi þegar fréttastofa heimsótti hann í eldhúsið á Kaffivagninum. „Ég er búinn að vera að ferðast um allan heim við gerð þessarar nýju þáttaraðar og er búinn að fara til Istanbúl, Japan, Sikileyjar og fleiri staða og nú erum við á Íslandi. Tilgangurinn með þáttaröðinni er að sýna alvöru mat sem heimamenn borða í hverju landi fyrir sig. Venjulegan mat sem þú og ég borðum því fólk vill ekkert endilega alltaf fara á alla fínustu veitingastaðina þegar það er að ferðast á milli landa." Aisley segir gaman að upplifa að á öllum þeim stöðum sem hann hefur heimsótt séu heimamenn afar stoltir yfir matnum sínum. Og hann ætlar líka að nýta ferðina til Íslands í að vera dómari á Food and Fun hátíðinni sem nú stendur yfir. „Ég er oft spurður hvort það sé ekki reglulega gaman að dæma svona keppnir, ég er ekki viss um að mér finnist það alltaf. Mér líkar ekki tilhugsunin um að það sé hægt að sigra og tapa í matreiðslu, eins og víða er markaður fyrir, til dæmis í fjölda sjónvarpsþátta. Allir eru dæmdir fyrir það sem þeir gera og þá er ósanngjarnt að einhver tapi þegar allir eru að gera sitt besta. Ég held að það geti dregið úr fólki, sérstaklega þegar það er ungt. En það er auðvitað gaman þegar vakin er athygli á því sem er vel gert í keppnum af þessu tagi. Og ég hlakka mikið til." Food and Fun Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Ainsley Harriott er breskur matreiðslumaður og heimsfrægur sjónvarpskokkur sem er staddur hér á landi meðal annars til að gera nýjan sjónvarpsþátt sem nefnist Ainsley Eats the Streets, og sýndur verður á Channel 4 í Bretlandi í haust. Hann tók til hendinni í Kaffivagninum fyrr í dag. „Ég kom hingað þar sem kokkurinn var að sýna mér þessar dásamlegu fiskibollur sem hann er að gera hérna. Og ég var auðvitað farinn að hjálpa til, kokkar hjálpa hver öðrum," sagði Ainsley hlæjandi þegar fréttastofa heimsótti hann í eldhúsið á Kaffivagninum. „Ég er búinn að vera að ferðast um allan heim við gerð þessarar nýju þáttaraðar og er búinn að fara til Istanbúl, Japan, Sikileyjar og fleiri staða og nú erum við á Íslandi. Tilgangurinn með þáttaröðinni er að sýna alvöru mat sem heimamenn borða í hverju landi fyrir sig. Venjulegan mat sem þú og ég borðum því fólk vill ekkert endilega alltaf fara á alla fínustu veitingastaðina þegar það er að ferðast á milli landa." Aisley segir gaman að upplifa að á öllum þeim stöðum sem hann hefur heimsótt séu heimamenn afar stoltir yfir matnum sínum. Og hann ætlar líka að nýta ferðina til Íslands í að vera dómari á Food and Fun hátíðinni sem nú stendur yfir. „Ég er oft spurður hvort það sé ekki reglulega gaman að dæma svona keppnir, ég er ekki viss um að mér finnist það alltaf. Mér líkar ekki tilhugsunin um að það sé hægt að sigra og tapa í matreiðslu, eins og víða er markaður fyrir, til dæmis í fjölda sjónvarpsþátta. Allir eru dæmdir fyrir það sem þeir gera og þá er ósanngjarnt að einhver tapi þegar allir eru að gera sitt besta. Ég held að það geti dregið úr fólki, sérstaklega þegar það er ungt. En það er auðvitað gaman þegar vakin er athygli á því sem er vel gert í keppnum af þessu tagi. Og ég hlakka mikið til."
Food and Fun Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira