

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki heiðarlegt að standa í einhverju leikriti gagnvart Evrópusambandinu og tíma til kominn að óvissuferðinni um aðild að sambandinu ljúki.
Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk.
"Gangi tillaga ríkisstjórnarinnar í gegn gæti maður vitanlega sagt að snúið hafi verið aftur til fyrri stöðu mála í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins,“ segir Maximilian Conrad, lektor við stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.
Gunnar Bragi Sveinsson mælir fyrir umdeildri þingsályktun sinni.
Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.
Í megindráttum snýst ESB-málið annars vegar um hvort draga eigi umsóknina til baka eða setja hana í bið og hins vegar um hver aðkoma almennings verði að framhaldi viðræðnanna og eru þar uppi margs konar hugmyndir.
Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu bindur ekki hendur næstu ríkisstjórnar eða næsta þings á einn eða annan hátt segja lagaprófessorarnir Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir