Innlent

Fæst úr skorið með verkfall kennara í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá talningunni í morgun.
Frá talningunni í morgun. Vísir/GVA
„Tölurnar eiga að liggja fyrir eftir hádegi eða síðdegis í síðasta lagi,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi kennarasambandsins.

Talningu lýkur í dag í atkvæðagreiðslu framhaldsskólakennara um hvort boða skuli til verkfalls vegna yfirstandandi kjaradeilu. Atkvæðagreiðslu lauk í síðustu viku og síðan hefur talning staðið yfir.

Aðalbjörn segir 1541 á kjörskrá en upplýsingar um kjörsókn verði ekki gefnar upp fyrr en niðurstaða liggi fyrir.

Samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna gæti verkfall ekki hafist fyrr en að liðnum ákveðnum tilkynningarfresti. Fari svo að verkfallsboðunin verði samþykkt má áætla að framhaldsskólakennarar leggi niður störf að tæpum mánuði liðnum.

Kjarasamningar framhaldsskólakennara hafa staðið opnir síðan 31. janúar síðastliðinn og hafa kjaraviðræður kennara við ríkið staðið yfir síðan í desember.  Enn ber mikið á milli samninganefndar framhaldsskólakennara og ríkisins en ríkið býðst til að mæta 17% launahækkunarkröfu kennara með 2,8% hækkun.

Frá talningunni.Vísir/GVA

Tengdar fréttir

Atkvæðagreiðsla um verkfall hefst á morgun

Kennsla í framhaldsskólum landsins gæti fallið niður frá og með 17. mars, samþykki kennarar verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu sem hefst á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×