Vilja gögn úr síma Pistoriusar

Hann er ákærður fyrir morð á kærustu sinni, Reevu Steenkamp, og hefjast réttarhöld yfir íþróttamanninum á mánudag.
Lögreglumennirnir vilja aðgang að skilaboðum sem þeir telja að gæti hafa verið eytt úr símanum en í rúmt ár hafa þeir reynt að nálgast gögnin.
Suðurafrískir fjölmiðlar greina frá því að gögnin sem um ræðir séu aðallega smáskilaboð og skilaboð send í gegnum Whatsapp, bæði í og úr síma Pistoriusar. Þá vilja lögreglumennirnir einnig fá upplýsingar um tímasetningar símtala og önnur gögn.
Pistorius skaut Steenkamp í gegnum lokaða baðherbergishurð á heimili sínu í febrúar í fyrra, en hann segist hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur.
Tengdar fréttir

Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys?
Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag.

Pistorius ákærður fyrir morð
Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana.

Sterar á heimili Pistorius
Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp.

Neitar að hafa myrt kærustuna
Oscar Pistorius neitar því að hafa myrt Steenkamp kærustu sína af yfirlögðu ráði og mótmælir ákæru þess efnis harðlega í yfirlýsingu sem fjölskylda hans sendi frá sér eftir hádegi í dag.

Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar
Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun.

Faðir Reevu Steenkamp tjáir sig
"Það eru aðeins tveir sem vita fyrir víst hvað gerðist og þeir eru Oscar Pistorius og Guð,“ sagði Barry Steenkamp við dagblaðið Beeld í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

Mál Pistoriusar tekur á sig skýrari mynd
Í byrjun vikunnar var Oscar Pistorius formlega ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hér má sjá skýringarmyndir af atburðarásinni í febrúar, þegar unnusta hans lét lífið.

Ebba Guðný segir að Oscar sé bugaður af sorg
Oscar Pistorius spretthlaupari er bugaður af sorg, segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi og heilsukokkur. Oscar er mikill vinur Ebbu Guðnýjar og fjölskyldu hennar. Oscar var á dögunum handtekinn, grunaður um morð á unnustu sinni. Ebba segir í samtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, að hann hafi sent fjölskyldunni einstaka skilaboð frá því að hann var handtekinn og þau sent skilaboð á móti.

Pistorius laus gegn tryggingu
Spretthlauparanum Oscari Pistorius verður sleppt gegn tryggingagjaldi.

Hver er Oscar Pistorius?
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður?

Sjónvarpað frá réttarhöldum yfir Pistorius
Sérstök sjónvarpsstöð mun sýna frá réttarhöldum yfir Oscar Pistorius allan sólarhringinn.

Á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi
Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius var formlega ákærður í dag fyrir morð.

Pistorius sagði öryggisvörðum að allt væri í lagi
Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius fékk símtal frá öryggisvörðum eftir að kærasta hans var skotin til bana.

Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana
Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt.