„Hún beitir þarna skoðanakúgunum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 15:40 „Auðvitað undrast ég ummæli formanns fjárlaganefndar. Hún beitir þarna kúgunum, skoðanakúgunum og er að reyna að hafa áhrif á hvaða fyrirtæki auglýsi hjá hvaða fjölmiðlum. Mér finnst þetta algjörlega ótækt,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins.Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, birti í gær stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni þar sem hún hvatti fyrirtækið EGF húðvörur til þess að sniðganga auglýsingakaup af Kvennablaðinu. Þá tengir hún umfjöllun vefmiðilsins um sig, sem henni mislíkar. Þá segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands það fráleitt að hún skuli reyna að hafa áhrif á skoðanaskipti í landinu með þessum hætti. „Mér finnst það fráleitt að beita svona aðferðum og fólk á að geta látið skoðanir sínar og viðhorf í ljós án þess að það sé verið að vega að fjölmiðlum eða þeim vettvangi þar sem þessar skoðanir koma fram.“ Hjálmar segir einnig að kjörnir fulltrúar verði að þola skoðanir annarra og sé það grundvallaratriði í þjóðfélagi þar sem tjáningafrelsi ríkir. Blaðamannafélagið mun funda vegna málsins í dag klukkan fimm og hefur Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pítata, boðað að málið verði tekið upp á þingi. Tengdar fréttir Vigdís hvetur EGF snyrtivörur til að sniðganga Kvennablaðið Vigdís Hauksdóttir vísaði á umfjöllun um sjálfa sig en sagði ástæðu hvatningar vera að ritstjórinn, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, væri gift Stefáni Karli Ólafssyni en hann átti í orðaskaki við Elínu Hirst. 27. febrúar 2014 08:50 Krefst þess að BÍ fjalli um ummæli Vigdísar Kristinn Hrafnsson blaðamaður telur formann fjárlaganefndar uppvísan af þvingunaraðgerðum til að þagga niður í fjölmiðlum. 27. febrúar 2014 13:49 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Auðvitað undrast ég ummæli formanns fjárlaganefndar. Hún beitir þarna kúgunum, skoðanakúgunum og er að reyna að hafa áhrif á hvaða fyrirtæki auglýsi hjá hvaða fjölmiðlum. Mér finnst þetta algjörlega ótækt,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins.Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, birti í gær stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni þar sem hún hvatti fyrirtækið EGF húðvörur til þess að sniðganga auglýsingakaup af Kvennablaðinu. Þá tengir hún umfjöllun vefmiðilsins um sig, sem henni mislíkar. Þá segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands það fráleitt að hún skuli reyna að hafa áhrif á skoðanaskipti í landinu með þessum hætti. „Mér finnst það fráleitt að beita svona aðferðum og fólk á að geta látið skoðanir sínar og viðhorf í ljós án þess að það sé verið að vega að fjölmiðlum eða þeim vettvangi þar sem þessar skoðanir koma fram.“ Hjálmar segir einnig að kjörnir fulltrúar verði að þola skoðanir annarra og sé það grundvallaratriði í þjóðfélagi þar sem tjáningafrelsi ríkir. Blaðamannafélagið mun funda vegna málsins í dag klukkan fimm og hefur Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pítata, boðað að málið verði tekið upp á þingi.
Tengdar fréttir Vigdís hvetur EGF snyrtivörur til að sniðganga Kvennablaðið Vigdís Hauksdóttir vísaði á umfjöllun um sjálfa sig en sagði ástæðu hvatningar vera að ritstjórinn, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, væri gift Stefáni Karli Ólafssyni en hann átti í orðaskaki við Elínu Hirst. 27. febrúar 2014 08:50 Krefst þess að BÍ fjalli um ummæli Vigdísar Kristinn Hrafnsson blaðamaður telur formann fjárlaganefndar uppvísan af þvingunaraðgerðum til að þagga niður í fjölmiðlum. 27. febrúar 2014 13:49 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Vigdís hvetur EGF snyrtivörur til að sniðganga Kvennablaðið Vigdís Hauksdóttir vísaði á umfjöllun um sjálfa sig en sagði ástæðu hvatningar vera að ritstjórinn, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, væri gift Stefáni Karli Ólafssyni en hann átti í orðaskaki við Elínu Hirst. 27. febrúar 2014 08:50
Krefst þess að BÍ fjalli um ummæli Vigdísar Kristinn Hrafnsson blaðamaður telur formann fjárlaganefndar uppvísan af þvingunaraðgerðum til að þagga niður í fjölmiðlum. 27. febrúar 2014 13:49