Innlent

Umræður fram eftir nóttu á Alþingi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Upp úr sauð hjá Bjarna Benediktssyni og Katrínu Júlíusdóttur á Alþingi í gær.
Upp úr sauð hjá Bjarna Benediktssyni og Katrínu Júlíusdóttur á Alþingi í gær. Vísir/Valli
Umræður um skýrslu utanríkisráðherra um Evrópusambandið stóðu til klukkan að ganga fjögur í nótt og voru þónokkrir enn á mælendaskrá þegar fundi var frestað. Verulegur hluti fundartímans fór í umræður um störf þingsins, sem sumir kalla málþóf.

Þingfundur hefst á ný klukkan hálf ellefu með óundirbúnum fyrirspurnum og svo heldur umræðan um Evrópumálin áfram. Stjórnarandstæðingar vildu að fundinum yrði frestað í gærkvöldi, en Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis tilkynnti laust fyrir miðnætti að fundarhöldum yrði haldið áfram inn í nóttina.

Stjórnarandstæðingar bentu á að með þessu vinnulagi væri meira að segja verið að brjóta svonefnd vökulög, sem sett voru um vinnutíma um borð í íslenskum togurum snemma á síðustu öld, en allt kom fyrir ekki.

Klukkan sex í morgun höfðu tæplega 35 þúsund manns skrifað undr áskorun til Alþingis á vefnum Þjóð.is, um að halda þjóðaratkvæðagreisðlu um málið.


Tengdar fréttir

Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig.

„Helvítis dóni“

Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×