Innlent

Engar 75 milljónir til Einars Boom

Einar taldi sig hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna málsins.
Einar taldi sig hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna málsins. vísir/gva
Máli Einars Inga Marteinssonar gegn íslenska ríkinu vegna sex mánaða gæsluvarðhalds sem hann sat í árið 2011 var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Einar, sem einnig er þekktur undir nafninu Einar Boom, hafði farið fram á tæplega 75 milljónir króna í skaðabætur. Málskostnaður var felldur niður.

Oddgeir Einarsson, verjandi Einars, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um næsta skref. „Það verður annað hvort stefnt aftur eða kært,“ segir Oddgeir í samtali við Vísi.

Einar, sem er fyrrverandi foringi vélhjólasamtakanna Hells Angels, var ákærður fyrir að skipuleggja hrottafengna árás í desember 2011 en var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness árið eftir. Hæstiréttur staðfesti svo sýknudóminn yfir Einari Inga.

Hann taldi sig hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna ákærunnar, aðgerða lögreglu, handtöku, húsleitar á heimili hans og gæsluvarðhaldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×