Þekkir það að vera barn stjórnmálamanns Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2014 07:00 Vísir/Anton/Daníel „Núna er umræða um einelti og sumir vilja meina að frænka mín sé lögð í einelti! Ég veit að hún tekur þetta ekki nærri sér en það gerum við hins vegar sem þekkjum þessa góðu konu,“ segir Agnes Guðnadóttir, dóttir Guðna Ágústssonar og frænka Vigdísar Hauksdóttur. Agnes kom frænku sinni til varnar í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hún segir fólk þurfa að huga að orðum sínum um stjórnmálamenn. Á bakvið hvern þeirra sé fjölskylda og börn sem taki harkaleg og ómálefnaleg ummæli nærri sér. Tilefni pistils Agnesar var að dóttir hennar þorði ekki ofan í heitu pottana því einhverjir gætu verið að tala um afa hennar eða Viggu frænku. „Það var reyndar verið að tala um afa hennar í pottinum en það var nú á léttu nótunum,“ segir Agnes í samtali við Vísi. „Ég veit hvað það er að vera barn stjórnmálamanns, ég ólst upp við þetta. Ég get þó sagt að sem betur fer voru kommentakerfin ekki byrjuð þegar ég var barn og unglingur. Ég veit ekki hvernig ég hefði komið út úr því, þar sem ég tek þetta mjög nærri mér. Fólk getur sagt það sem það vill og hugsar ekkert um afleiðingarnar. Þetta getur jafnvel valdið kvíða og vanlíðan hjá börnum.“ Þegar Agnes hefur reynt að vekja athygli á óvarlegum ummælum um stjórnmálamenn sé eitt svar sem hún heyrir oftast. „Svarið sem ég fæ yfirleitt er að um sé að ræða opinbera persónu og verði að gera sér grein fyrir hvað hún fer út í. Það skil ég alveg, ég er sjálf mjög pólitísk og hef skoðanir en ég tala ekki illa um þá sem ég er ósammála eða hann segi eitthvað sem er að mínu mati vitleysa. En að sjálfsögðu þurfa stjórnmálamenn að vanda orðaval sitt.“ Í pistlinum á Facebook segir Agnes að hún hafi oft þurft að lesa eða hlusta á fólk tala illa um föður sinn, en það hafi ekki verið í líkingu við það sem hún hafi þurft að hlusta á vegna skoðana og hugsanlega mismæla frænku sinnar Vigdísar Hauksdóttur. „Ég skil vel að Vigdís geti verið gagnrýnd og slíkt, en ég hef séð morðhótun og margt annað. Allskonar ummæli sem gera mann orðlausan. Þetta hefur áhrif á börnin og dóttir mín er orðin mjög meðvituð um þetta og þá verður mér hugsað til barnanna hennar Vigdísar og annarra stjórnmálamanna.“ Pistilinn á Facebook endar Agnes með að fólk eigi endilega að vera ósammála og ræða saman en muna þurfi að bakvið þá sem sitja á Alþingi eru fjölskyldur og börn. „Maður er kannski kallaður vælukjói og sagt að harka þetta af sér. Maður gerir það ekki þegar þetta er svona náið manni,“ segir Agnes. Tengdar fréttir Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36 Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Jón Gnarr segist telja rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Hann segir umræðu um einelti ekki gengisfella eineltishugtakið. 25. febrúar 2014 12:54 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
„Núna er umræða um einelti og sumir vilja meina að frænka mín sé lögð í einelti! Ég veit að hún tekur þetta ekki nærri sér en það gerum við hins vegar sem þekkjum þessa góðu konu,“ segir Agnes Guðnadóttir, dóttir Guðna Ágústssonar og frænka Vigdísar Hauksdóttur. Agnes kom frænku sinni til varnar í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hún segir fólk þurfa að huga að orðum sínum um stjórnmálamenn. Á bakvið hvern þeirra sé fjölskylda og börn sem taki harkaleg og ómálefnaleg ummæli nærri sér. Tilefni pistils Agnesar var að dóttir hennar þorði ekki ofan í heitu pottana því einhverjir gætu verið að tala um afa hennar eða Viggu frænku. „Það var reyndar verið að tala um afa hennar í pottinum en það var nú á léttu nótunum,“ segir Agnes í samtali við Vísi. „Ég veit hvað það er að vera barn stjórnmálamanns, ég ólst upp við þetta. Ég get þó sagt að sem betur fer voru kommentakerfin ekki byrjuð þegar ég var barn og unglingur. Ég veit ekki hvernig ég hefði komið út úr því, þar sem ég tek þetta mjög nærri mér. Fólk getur sagt það sem það vill og hugsar ekkert um afleiðingarnar. Þetta getur jafnvel valdið kvíða og vanlíðan hjá börnum.“ Þegar Agnes hefur reynt að vekja athygli á óvarlegum ummælum um stjórnmálamenn sé eitt svar sem hún heyrir oftast. „Svarið sem ég fæ yfirleitt er að um sé að ræða opinbera persónu og verði að gera sér grein fyrir hvað hún fer út í. Það skil ég alveg, ég er sjálf mjög pólitísk og hef skoðanir en ég tala ekki illa um þá sem ég er ósammála eða hann segi eitthvað sem er að mínu mati vitleysa. En að sjálfsögðu þurfa stjórnmálamenn að vanda orðaval sitt.“ Í pistlinum á Facebook segir Agnes að hún hafi oft þurft að lesa eða hlusta á fólk tala illa um föður sinn, en það hafi ekki verið í líkingu við það sem hún hafi þurft að hlusta á vegna skoðana og hugsanlega mismæla frænku sinnar Vigdísar Hauksdóttur. „Ég skil vel að Vigdís geti verið gagnrýnd og slíkt, en ég hef séð morðhótun og margt annað. Allskonar ummæli sem gera mann orðlausan. Þetta hefur áhrif á börnin og dóttir mín er orðin mjög meðvituð um þetta og þá verður mér hugsað til barnanna hennar Vigdísar og annarra stjórnmálamanna.“ Pistilinn á Facebook endar Agnes með að fólk eigi endilega að vera ósammála og ræða saman en muna þurfi að bakvið þá sem sitja á Alþingi eru fjölskyldur og börn. „Maður er kannski kallaður vælukjói og sagt að harka þetta af sér. Maður gerir það ekki þegar þetta er svona náið manni,“ segir Agnes.
Tengdar fréttir Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36 Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Jón Gnarr segist telja rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Hann segir umræðu um einelti ekki gengisfella eineltishugtakið. 25. febrúar 2014 12:54 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36
Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Jón Gnarr segist telja rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Hann segir umræðu um einelti ekki gengisfella eineltishugtakið. 25. febrúar 2014 12:54