Innlent

Tveir skjálftar mældust við Eyjafjörð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þetta kort sýnir upptök skjálftanna. Sveru örvarnar sýna rekstefnuna en þær grennri sýna sniðgengishreyfingu um Húsavíkur-Flateyjarmisgengið (HFF).
Þetta kort sýnir upptök skjálftanna. Sveru örvarnar sýna rekstefnuna en þær grennri sýna sniðgengishreyfingu um Húsavíkur-Flateyjarmisgengið (HFF). mynd/veðurstofan
Tveir jarðskjálftar mældust út fyrir mynni Eyjafjarðar í morgun. Voru þeir báðir 3,4 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Sá fyrri varð klukkan 8:06 og sá síðari klukkan 8:11.

Á þriðja tug skjálfta mældist á þessum slóðum á mánudag. Þessi staðsetning er rétt vestan við þann stað þar sem skjálftahrina varð síðasta haust. Tilkynningar bárust frá Ólafsfirði um að skjálftarnir hefðu fundist þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×