Innlent

Bein útsending: Umræður um aðildarviðræður standa enn yfir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. visir/pjetur
Töluverður hiti hefur verið í mönnum og konum á Alþingi í kvöld þar sem umræða um aðildarviðræður við Evrópusambandið stendur yfir.

Um tíuleytið kröfðust stjórnarandstæðingar þess að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra yrði víttur af forseta Alþingis. Hafði ráðherrann gripið fram í ræðu Steingríms J. Sigfússonar og sagst aldrei hafa logið að þinginu eins og hann.

Óhætt er að segja að allt hafi soðið upp úr á Alþingi um tíma. Gunnar Bragi baðst skömmu síðar afsökunar á ummælum sínum og róuðust þingmenn í kjölfarið.

Þingmenn úr stjórnaraðstöðu hafa nokkrir óskað eftir því við forseta Alþingis að hann fresti umræðum til morguns í ljósi þess að utanríkisráðherra muni gera breytingu á hluta greinargerðar með þingsályktunartillögu sinni varðandi aðildarviðræður við ESB.

Enn sem komið er hefur forseti þingsins ekki orðið við ósk stjórnarandstöðuþingmanna. Bendir því flest til þess að þingfundur muni standa til miðnættis.

Uppfært klukkan 23:40: Þingfundi slitið. Næsti þingfundur á morgun klukkan 15.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×