Lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun að slíta aðildarviðræðunum Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 21:48 Halldór Blöndal, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórn Samtaka eldri Sjálfstæðismanna vísar til ályktunar síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins um leið og hún lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun að aðildarviðræðum að Evrópusambandinu skuli slitið. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn SES. Þar kemur fram að aðildarviðræðurnar hafa nú staðið í fjögur ár án þess að þeir málaflokkar hafi verið ræddir, sem varða okkur Íslendinga mestu, yfirráðin yfir auðlindum landsins, þar á meðal hafsvæðunum umhverfis landið og stjórn fiskveiða. Það staðfestir, sem raunar hefur alltaf legið fyrir, að Evrópusambandið veitir ekki varanlegar undanþágur frá regluverki sínu þegar um svo ríka hagsmuni er að ræða. Mikill meirihluti þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum, meirihluti Alþingis og ríkisstjórn eru andvíg aðild að Evrópusambandinu segir í tilkynningunni frá SES. Aðildarviðræður nú yrðu því sýndarviðræður, sem engri niðurstöðu gætu skilað. Það er því hreinlegast og heiðarlegt gagnvart báðum aðilum að slíta viðræðunum. Stjórn SES lýsir yfir trausti á forystu Sjálfstæðisflokksins. Íslendinga varðar miklu að eiga góð samskipti við aðrar þjóðir, sérstaklega í Evrópu og Norður-Ameríku. Það gerum við best með því að koma fram af einurð og heiðarleika og með því að skýra fyrir öðrum þjóðum, hverjir séu þeir grundvallarhagsmunir sem við hljótum ávallt að gæta og getum aldrei gefið frá okkur. ESB-málið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stjórn Samtaka eldri Sjálfstæðismanna vísar til ályktunar síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins um leið og hún lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun að aðildarviðræðum að Evrópusambandinu skuli slitið. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn SES. Þar kemur fram að aðildarviðræðurnar hafa nú staðið í fjögur ár án þess að þeir málaflokkar hafi verið ræddir, sem varða okkur Íslendinga mestu, yfirráðin yfir auðlindum landsins, þar á meðal hafsvæðunum umhverfis landið og stjórn fiskveiða. Það staðfestir, sem raunar hefur alltaf legið fyrir, að Evrópusambandið veitir ekki varanlegar undanþágur frá regluverki sínu þegar um svo ríka hagsmuni er að ræða. Mikill meirihluti þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum, meirihluti Alþingis og ríkisstjórn eru andvíg aðild að Evrópusambandinu segir í tilkynningunni frá SES. Aðildarviðræður nú yrðu því sýndarviðræður, sem engri niðurstöðu gætu skilað. Það er því hreinlegast og heiðarlegt gagnvart báðum aðilum að slíta viðræðunum. Stjórn SES lýsir yfir trausti á forystu Sjálfstæðisflokksins. Íslendinga varðar miklu að eiga góð samskipti við aðrar þjóðir, sérstaklega í Evrópu og Norður-Ameríku. Það gerum við best með því að koma fram af einurð og heiðarleika og með því að skýra fyrir öðrum þjóðum, hverjir séu þeir grundvallarhagsmunir sem við hljótum ávallt að gæta og getum aldrei gefið frá okkur.
ESB-málið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira