Hálfur milljarður í þróunaraðstoð til Úganda Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. febrúar 2014 20:00 Mikil ólga er í Úganda eftir að dagblað birti nöfn 200 samkynhneigðra einstaklinga í landinu. Forseti Úganda skrifaði undir lög í gær sem banna og heimila lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð. Utanríkisráðherra íhugar að breyta þróunaraðstoð við Úganda vegna málsins. Ísland veitir Úganda um hálfan milljarð árlega í þróunaraðstoð. Vestræn ríki hafa fordæmt þá ákvörðun Yoweri Museveni forseta Úganda að skrifa undir lög sem banna samkynhneigð í landinu og þær hörðu refsingar sem beita á samkynhneigða. Óttast er að samkynheigðir í landinu verði ofsóttir sérstaklega eftir að dagblaðið Red Pepper nafngreindi 200 einstaklinga og sagði þá samkynhneigða.Varpað í lífstíðarfangelsi Nýju lögin taka hart á samkynhneigð og eiga samkynhneigðir á hættu að vera varpað í lífstíðarfangelsi fyrir kynhneigð sína. Þeim sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra verður einnig refsað. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að stórauka fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í landinu án þess að draga úr heildarframlögum í þróunaraðstoð til landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda áfram þróunaraðstoð til Úganda þrátt fyrir bann við samkynhneigð í landinu. „Við verðum að fara mjög varlega. Okkar þróunaraðstoð beinist að sveitarfélögum eða sjálfsstjórnarsvæðum og ég tel að við eigum ekki að hlaupa frá þeim verkefnum sem þar eru þó svo að þetta sé mjög óheppilegt,“ segir Gunnar Bragi.482 milljónir til Úganda Ísland veitti Úganda tæpan hálfan milljarð í þróunaraðstoð á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu. Breyting gæti orðið á úthlutuninni eftir atburði síðustu daga. „Við munum skoða hvort við getum með einhverjum hætti komið hluta fjárhæðarinnar við þróunaraðstoðina til þeirra aðila sem eru að berjast fyrir mannréttindum í Úganda. Við höfum fengið fyrirspurn um slíkt og munum skoða það vandlega.“ Tengdar fréttir Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Mikil ólga er í Úganda eftir að dagblað birti nöfn 200 samkynhneigðra einstaklinga í landinu. Forseti Úganda skrifaði undir lög í gær sem banna og heimila lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð. Utanríkisráðherra íhugar að breyta þróunaraðstoð við Úganda vegna málsins. Ísland veitir Úganda um hálfan milljarð árlega í þróunaraðstoð. Vestræn ríki hafa fordæmt þá ákvörðun Yoweri Museveni forseta Úganda að skrifa undir lög sem banna samkynhneigð í landinu og þær hörðu refsingar sem beita á samkynhneigða. Óttast er að samkynheigðir í landinu verði ofsóttir sérstaklega eftir að dagblaðið Red Pepper nafngreindi 200 einstaklinga og sagði þá samkynhneigða.Varpað í lífstíðarfangelsi Nýju lögin taka hart á samkynhneigð og eiga samkynhneigðir á hættu að vera varpað í lífstíðarfangelsi fyrir kynhneigð sína. Þeim sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra verður einnig refsað. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að stórauka fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í landinu án þess að draga úr heildarframlögum í þróunaraðstoð til landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda áfram þróunaraðstoð til Úganda þrátt fyrir bann við samkynhneigð í landinu. „Við verðum að fara mjög varlega. Okkar þróunaraðstoð beinist að sveitarfélögum eða sjálfsstjórnarsvæðum og ég tel að við eigum ekki að hlaupa frá þeim verkefnum sem þar eru þó svo að þetta sé mjög óheppilegt,“ segir Gunnar Bragi.482 milljónir til Úganda Ísland veitti Úganda tæpan hálfan milljarð í þróunaraðstoð á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu. Breyting gæti orðið á úthlutuninni eftir atburði síðustu daga. „Við munum skoða hvort við getum með einhverjum hætti komið hluta fjárhæðarinnar við þróunaraðstoðina til þeirra aðila sem eru að berjast fyrir mannréttindum í Úganda. Við höfum fengið fyrirspurn um slíkt og munum skoða það vandlega.“
Tengdar fréttir Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37
„Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54
Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46
Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28
Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56