Pólitískur ómöguleiki? Guðmundur Andri Hjálmarsson skrifar 25. febrúar 2014 12:52 Ómöguleiki er ómögulegur. Það sem er ómögulegt getur aldrei verið. Til að mynda getur setning sem er ómögulega sönn aldrei verið sönn. Sama hvernig við vindum og snúum raunveruleikanum getur slík setning einfaldlega aldrei orðið sönn. Með öðrum en náskyldum orðum, slík setning er nauðsynlega ósönn. Þrátt fyrir að slíkar setningar séu ekki á hverju strái í daglegu máli eru þær samt sem áður til í bókstaflega óendanlegu magni. Tiltölulega óumdeilt dæmi um ómögulega sanna setningu er til að mynda „eitthvað er bæði mögulegt og ómögulegt“, þar sem nauðsynlega ekkert getur bæði haft og ekki haft, samstundis og í sama skilningi og svo framvegis, sama eiginleikann. Þar sem slíkt er einmitt ómögulegt er umrædd setning sömuleiðis ómögulega sönn, nauðsynlega ósönn. Iðulega er gerður greinarmunur á eðli ómöguleika eftir því hvaðan hann sprettur. Til dæmis er talað um rökfræðilegan ómöguleika, merkingafræðilegan ómöguleika, frumspekilegan ómöguleika, stærðfræðilegan ómöguleika, eðlisfræðilegan ómöguleika, líffræðilegan ómöguleika og sálfræðilegan ómöguleika. Þrátt fyrir að augljós dæmi séu til um allar þessar ólíku tegundir ómöguleika eru skilin stundum á milli óljós og ónákvæm. Sem dæmi má nefna setninguna að ofan: Þrátt fyrir að hún sé bersýnilega ómögulega sönn, þá er það ekki með öllu ljóst af hverju sá ómöguleiki sprettur. Ef heimurinn er einfaldlega þannig úr garði gerður að enginn hlutur getur haft og ekki haft sama eiginleikann, þá er ómöguleikinn frumspekilegur. Ef aftur á móti, hugsun okkar leyfir okkur ekki að gera ráð fyrir því að hlutur geti haft og ekki haft sama eiginleikann, alls óháð sigurverki heimsins, þá er ómöguleikinn rökfræðilegur (þrátt fyrir að rökfræðin sé röng sé hún ekki í samræmi við heiminn, en það er allt önnur saga). En hvað er þá pólitískur ómöguleiki? Pólitískur ómöguleiki er ómöguleiki sem er slíkur í krafti einhverra pólitískra fyrirbæra. Er slíkur ómöguleiki yfirleitt til? Hugsanlegt dæmi um pólitískan ómöguleika er að frumvarp yrði að lögum án samþykkis forseta (eða handhafa forsetavalds). Sé þetta dæmi nánar yfirvegað er samt sem áður ekki alveg skýrt að um pólitískan ómöguleika ræði: Ómöguleikinn er aðeins afstæður við núverandi stjórnarskrá, væri stjórnarskráin önnur, sem er hvorki óhugsandi né ómögulegt, þá gæti frumvarp vel orðið að lögum án samþykkis forseta. Já, hvað er þá eiginlega dæmi um pólitískan ómöguleika? Nýleg tilgáta er sú að öll vinna að einhverju gegn eigin skoðunum sé dæmi um pólitískan ómöguleika. Þetta dæmi verður að teljast enn vafasamara, þar sem stjórnmálamenn verða oft og iðulega í nafni málamiðlana eða pólitískra hrossakaupa að vinna gegn sínum eigin skoðunum. Einhverjum stjórnmálamönnum kann auðvitað vel að finnast slíkt ómögulegt en þeim skjátlast, því þannig er pólitíski leikurinn einfaldlega gerður. Nýlega lýsti til að mynda íslenskur þingflokksformaður því yfir að hún væri tilbúinn að greiða atkvæði gegn skoðunum sínum vegna þess að hún væri hluti af sínum flokk. Engin ómöguleiki þar. Nærtæk eru dæmi þar sem nær allir þingmenn heilu flokkanna á þingi greiða atkvæði gegn skoðunum sínum, allt í nafni einhvers konar samstarfs. Engin ómöguleiki þar heldur. En ef til vill átti tilgátusmiðurinn við eitthvað allt annað, kannski að öll vinna gegn hans eigin skoðunum sé alveg kolómöguleg og fyrir neðan hans virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ómöguleiki er ómögulegur. Það sem er ómögulegt getur aldrei verið. Til að mynda getur setning sem er ómögulega sönn aldrei verið sönn. Sama hvernig við vindum og snúum raunveruleikanum getur slík setning einfaldlega aldrei orðið sönn. Með öðrum en náskyldum orðum, slík setning er nauðsynlega ósönn. Þrátt fyrir að slíkar setningar séu ekki á hverju strái í daglegu máli eru þær samt sem áður til í bókstaflega óendanlegu magni. Tiltölulega óumdeilt dæmi um ómögulega sanna setningu er til að mynda „eitthvað er bæði mögulegt og ómögulegt“, þar sem nauðsynlega ekkert getur bæði haft og ekki haft, samstundis og í sama skilningi og svo framvegis, sama eiginleikann. Þar sem slíkt er einmitt ómögulegt er umrædd setning sömuleiðis ómögulega sönn, nauðsynlega ósönn. Iðulega er gerður greinarmunur á eðli ómöguleika eftir því hvaðan hann sprettur. Til dæmis er talað um rökfræðilegan ómöguleika, merkingafræðilegan ómöguleika, frumspekilegan ómöguleika, stærðfræðilegan ómöguleika, eðlisfræðilegan ómöguleika, líffræðilegan ómöguleika og sálfræðilegan ómöguleika. Þrátt fyrir að augljós dæmi séu til um allar þessar ólíku tegundir ómöguleika eru skilin stundum á milli óljós og ónákvæm. Sem dæmi má nefna setninguna að ofan: Þrátt fyrir að hún sé bersýnilega ómögulega sönn, þá er það ekki með öllu ljóst af hverju sá ómöguleiki sprettur. Ef heimurinn er einfaldlega þannig úr garði gerður að enginn hlutur getur haft og ekki haft sama eiginleikann, þá er ómöguleikinn frumspekilegur. Ef aftur á móti, hugsun okkar leyfir okkur ekki að gera ráð fyrir því að hlutur geti haft og ekki haft sama eiginleikann, alls óháð sigurverki heimsins, þá er ómöguleikinn rökfræðilegur (þrátt fyrir að rökfræðin sé röng sé hún ekki í samræmi við heiminn, en það er allt önnur saga). En hvað er þá pólitískur ómöguleiki? Pólitískur ómöguleiki er ómöguleiki sem er slíkur í krafti einhverra pólitískra fyrirbæra. Er slíkur ómöguleiki yfirleitt til? Hugsanlegt dæmi um pólitískan ómöguleika er að frumvarp yrði að lögum án samþykkis forseta (eða handhafa forsetavalds). Sé þetta dæmi nánar yfirvegað er samt sem áður ekki alveg skýrt að um pólitískan ómöguleika ræði: Ómöguleikinn er aðeins afstæður við núverandi stjórnarskrá, væri stjórnarskráin önnur, sem er hvorki óhugsandi né ómögulegt, þá gæti frumvarp vel orðið að lögum án samþykkis forseta. Já, hvað er þá eiginlega dæmi um pólitískan ómöguleika? Nýleg tilgáta er sú að öll vinna að einhverju gegn eigin skoðunum sé dæmi um pólitískan ómöguleika. Þetta dæmi verður að teljast enn vafasamara, þar sem stjórnmálamenn verða oft og iðulega í nafni málamiðlana eða pólitískra hrossakaupa að vinna gegn sínum eigin skoðunum. Einhverjum stjórnmálamönnum kann auðvitað vel að finnast slíkt ómögulegt en þeim skjátlast, því þannig er pólitíski leikurinn einfaldlega gerður. Nýlega lýsti til að mynda íslenskur þingflokksformaður því yfir að hún væri tilbúinn að greiða atkvæði gegn skoðunum sínum vegna þess að hún væri hluti af sínum flokk. Engin ómöguleiki þar. Nærtæk eru dæmi þar sem nær allir þingmenn heilu flokkanna á þingi greiða atkvæði gegn skoðunum sínum, allt í nafni einhvers konar samstarfs. Engin ómöguleiki þar heldur. En ef til vill átti tilgátusmiðurinn við eitthvað allt annað, kannski að öll vinna gegn hans eigin skoðunum sé alveg kolómöguleg og fyrir neðan hans virðingu.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun