„Ég ætla mér að stytta framhaldsskólana og mun gera það“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2014 11:39 VÍSIR/GVA „Ég ætla mér að stytta framhaldsskólana og mun gera það. Ég mun fara þessa leið og ég vil gjarnan nota þetta til þess að búa til launahækkunarmöguleika fyrir kennara vegna þessara breytinga. Ég held að núna sé tækifærið og ég auðvitað bara vona að menn grípi það,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra. Illugi var gestur Bubba Morthens í þættinum Stál og hnífur í gærkvöld. Hann benti þar á að nám til stúdentsprófs á Íslandi væri lengra en í öðrum OECD löndum og að Íslendingar lykju því háskólanámi seint. Hann segir að með því að stytta námið um eitt ár muni tími nemenda nýtast betur og segir þetta muna um fyrir hvern og einn einstakling og tími íslenskra nemenda sé alveg jafn verðmætur og tími nemenda í öðrum löndum. Hann segir því engin rök vera til fyrir því að Íslendingar einir þjóða ættu að eyða fjórtán árum í undirbúning fyrir háskólanám. Þá segir hann að með þessu verði hagræðing hjá ríkinu. „Ég vil nota þetta sem innlegg í kjaraumræðuna núna til þess að reyna að hækka umfram þessi 2,8% sem annars eru bara í boði af því að við vitum hvað búið er að gerast á almenna markaðnum.“ Þá segir hann ríkið ekki geta gengið neitt lengra í kauphækkun heldur en almenni markaðurinn nema það verði einhver kerfisbreyting. “ Illugi segir að skoðanakannanir hafi leitt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé þeirrar skoðunar að stygga eigið námið. „Þetta þýðir að starfsævi þeirra sem ganga menntaveginn lengist um að minnsta kosti eitt ár og þetta skiptir bara verulegu máli.“ „Þetta er eitthvað sem verður.“ Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Ég ætla mér að stytta framhaldsskólana og mun gera það. Ég mun fara þessa leið og ég vil gjarnan nota þetta til þess að búa til launahækkunarmöguleika fyrir kennara vegna þessara breytinga. Ég held að núna sé tækifærið og ég auðvitað bara vona að menn grípi það,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra. Illugi var gestur Bubba Morthens í þættinum Stál og hnífur í gærkvöld. Hann benti þar á að nám til stúdentsprófs á Íslandi væri lengra en í öðrum OECD löndum og að Íslendingar lykju því háskólanámi seint. Hann segir að með því að stytta námið um eitt ár muni tími nemenda nýtast betur og segir þetta muna um fyrir hvern og einn einstakling og tími íslenskra nemenda sé alveg jafn verðmætur og tími nemenda í öðrum löndum. Hann segir því engin rök vera til fyrir því að Íslendingar einir þjóða ættu að eyða fjórtán árum í undirbúning fyrir háskólanám. Þá segir hann að með þessu verði hagræðing hjá ríkinu. „Ég vil nota þetta sem innlegg í kjaraumræðuna núna til þess að reyna að hækka umfram þessi 2,8% sem annars eru bara í boði af því að við vitum hvað búið er að gerast á almenna markaðnum.“ Þá segir hann ríkið ekki geta gengið neitt lengra í kauphækkun heldur en almenni markaðurinn nema það verði einhver kerfisbreyting. “ Illugi segir að skoðanakannanir hafi leitt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé þeirrar skoðunar að stygga eigið námið. „Þetta þýðir að starfsævi þeirra sem ganga menntaveginn lengist um að minnsta kosti eitt ár og þetta skiptir bara verulegu máli.“ „Þetta er eitthvað sem verður.“
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira