„Ég ætla mér að stytta framhaldsskólana og mun gera það“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2014 11:39 VÍSIR/GVA „Ég ætla mér að stytta framhaldsskólana og mun gera það. Ég mun fara þessa leið og ég vil gjarnan nota þetta til þess að búa til launahækkunarmöguleika fyrir kennara vegna þessara breytinga. Ég held að núna sé tækifærið og ég auðvitað bara vona að menn grípi það,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra. Illugi var gestur Bubba Morthens í þættinum Stál og hnífur í gærkvöld. Hann benti þar á að nám til stúdentsprófs á Íslandi væri lengra en í öðrum OECD löndum og að Íslendingar lykju því háskólanámi seint. Hann segir að með því að stytta námið um eitt ár muni tími nemenda nýtast betur og segir þetta muna um fyrir hvern og einn einstakling og tími íslenskra nemenda sé alveg jafn verðmætur og tími nemenda í öðrum löndum. Hann segir því engin rök vera til fyrir því að Íslendingar einir þjóða ættu að eyða fjórtán árum í undirbúning fyrir háskólanám. Þá segir hann að með þessu verði hagræðing hjá ríkinu. „Ég vil nota þetta sem innlegg í kjaraumræðuna núna til þess að reyna að hækka umfram þessi 2,8% sem annars eru bara í boði af því að við vitum hvað búið er að gerast á almenna markaðnum.“ Þá segir hann ríkið ekki geta gengið neitt lengra í kauphækkun heldur en almenni markaðurinn nema það verði einhver kerfisbreyting. “ Illugi segir að skoðanakannanir hafi leitt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé þeirrar skoðunar að stygga eigið námið. „Þetta þýðir að starfsævi þeirra sem ganga menntaveginn lengist um að minnsta kosti eitt ár og þetta skiptir bara verulegu máli.“ „Þetta er eitthvað sem verður.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
„Ég ætla mér að stytta framhaldsskólana og mun gera það. Ég mun fara þessa leið og ég vil gjarnan nota þetta til þess að búa til launahækkunarmöguleika fyrir kennara vegna þessara breytinga. Ég held að núna sé tækifærið og ég auðvitað bara vona að menn grípi það,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra. Illugi var gestur Bubba Morthens í þættinum Stál og hnífur í gærkvöld. Hann benti þar á að nám til stúdentsprófs á Íslandi væri lengra en í öðrum OECD löndum og að Íslendingar lykju því háskólanámi seint. Hann segir að með því að stytta námið um eitt ár muni tími nemenda nýtast betur og segir þetta muna um fyrir hvern og einn einstakling og tími íslenskra nemenda sé alveg jafn verðmætur og tími nemenda í öðrum löndum. Hann segir því engin rök vera til fyrir því að Íslendingar einir þjóða ættu að eyða fjórtán árum í undirbúning fyrir háskólanám. Þá segir hann að með þessu verði hagræðing hjá ríkinu. „Ég vil nota þetta sem innlegg í kjaraumræðuna núna til þess að reyna að hækka umfram þessi 2,8% sem annars eru bara í boði af því að við vitum hvað búið er að gerast á almenna markaðnum.“ Þá segir hann ríkið ekki geta gengið neitt lengra í kauphækkun heldur en almenni markaðurinn nema það verði einhver kerfisbreyting. “ Illugi segir að skoðanakannanir hafi leitt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé þeirrar skoðunar að stygga eigið námið. „Þetta þýðir að starfsævi þeirra sem ganga menntaveginn lengist um að minnsta kosti eitt ár og þetta skiptir bara verulegu máli.“ „Þetta er eitthvað sem verður.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira