Nám tengt sjávarútvegi í örum vexti Svavar Hávarðsson skrifar 25. febrúar 2014 07:00 Á sama tíma og nemendum við skipstjórnarskólann hefur fjölgað mjög, eru blikur á lofti í atvinnuhorfum sjómanna. Mynd/GVA Aðsókn í nám tengt sjávarútvegi á Íslandi hefur vaxið stöðugt frá árinu 2009 og fjölbreytni námsbrauta hefur aukist. Fjöldi nemenda í skipstjórnarnám hefur þrefaldast á fimm árum, en á sama tíma eru blikur á lofti í atvinnuhorfum sjómanna með fækkun frystiskipa. Viðsnúningur hefur orðið í aðsókn í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og nemendafjöldi hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í nýrri greiningu hagfræðinga Íslenska sjávarklasans, þeirra Hauks Más Gestssonar og Bjarka Vigfússonar.Víða tækifæri Við lestur greiningarinnar kemur í ljós hversu fjölbreytt sjávarútvegstengt nám er á Íslandi. Þetta á bæði við um framhaldsskóla- og háskólastigið. Tækniskólinn bíður námsleiðir í skipstjórn, vélstjórn, meistararéttindi í bátasmíði og meistararéttindi í netagerð. Þá bíður Fisktækniskóli Íslands fisktækninám þar sem var metaðsókn í haust. Skólinn bíður nú fjölbreytt nám á framhaldsskólastigi tengt sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Fjöldi annarra framhaldsskóla býður svo upp á nám tengt sjávarútvegi. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum býður upp á skipstjórnarbraut, Fjölbrautarskóli Suðurnesja býður upp á vélstjórnarnám sem og Verkmenntaskólinn á Akureyri. Þá er vélvirkjanám í boði í Fjölbrautarskóla Suðurlands og við Menntaskólann á Ísafirði. Þegar sérstaklega er horft til skipstjórnarnámsins við Skipstjórnarskólann, sem nú tilheyrir Tækniskólanum, hefur stóraukist á síðastliðnum fimm árum, en fjöldi nemenda þar jókst hröðum skrefum á árunum 2008 til 2013 og nærri þrefaldaðist. Hér ber hins vegar að líta til þess að grundvallarbreytingar eru að eiga sér stað í útgerð, eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu. „Nú eru þó blikur á lofti í atvinnuhorfum sjómanna en á síðustu tveimur árum hefur fjölda frystitogara verið lagt eða þeim breytt í ísfiskskip. Þessari þróun fylgir þó vitaskuld aukin landvinnsla sem kallar á fleiri fiskvinnslustörf og önnur afleidd störf. Að auki hefur meðalaldur sjómanna farið stighækkandi sem bendir til þess að kynslóðaskipti séu brátt tímabær,“ segir í greiningunni.Háskólinn Á háskólastigi starfrækir Háskólinn á Akureyri einn háskóla grunnnám í sjávarútvegsfræði, grunn- og meistaranám í auðlindafræði og meistaranám í haf- og strandsvæðafræði í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða. Þá hefur Háskólinn á Hólum boðið upp á diplómanám í fiskeldi síðan árið 2010. Á háskólastigi eru einnig kennd einstök námskeið sem snúa að sjávarútvegi og fiskvinnslu í verkfræði-, hagfræði-, efna- og líffræðinámi við Háskóla Íslands, auk þess sem snert er á mörgum sviðum sjávarútvegs og fiskvinnslu í matvælafræði við skólann.Bjarki Vigfússon og Haukur Már Gestsson.Þriðji stóri árgangurinn Viðsnúningur í grunnnámi í sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri er eftirtektarverður. Aðsókn hefur aukist mikið á undanförnum árum og síðasta haust innritaðist þangað þriðji stóri árgangurinn í röð eða 29 nýir nemendur. Heildarfjöldi nemenda í BS námi í sjávarútvegsfræði hefur ekki verið meiri síðan 1997 þegar 67 lögðu stund á námið, en heildarfjöldi nemenda tók að fækka nokkuð skarpt eftir 2004 og varð minnst 15 árið 2009. Árið 2012 voru aftur á móti 62 nemendur skráðir í sjávarútvegsfræði við skólann. Þessi árangur á sér nokkrar skýringar, segir í greiningu Sjávarútvegsklasans. Frá 2007 hefur markviss endurskoðun staðið yfir til að styrkja námið. Átak var gert í kynningarmálum, þjónusta við nemendur aukin og áfangar endurskoðaðir. Ekki síst var samstarf, innanlands sem utan, eflt og tengsl námsins við atvinnulífið stóraukin. Við Háskólasetur Vestfjarða hafa 107 nemendur innritast í haf- og strandsvæðastjórnun frá 2008, margir hverjir erlendir. Á þessu ári brást Háskólasetrið við nýsköpun í sjávarútvegi sem birtist í viðleitni til að fullnýta þau verðmæti sem dregin eru á land. Fleiri frumkvöðlar horfa til hafs, segir í greiningunni og því fagnað að skólamenn hafi tekið af skarið og brugðist við þessari þróun með því að bjóða nýja námsleið.25% aukning Niðurstaða hagfræðinganna er að samvinna skóla og atvinnulífsins sé ein af forsendum áframhaldandi samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Innan Sjávarklasans hefur verið unnið að því að efla tengsl atvinnulífs og menntagreina, meðal annars með stofnun vefsins Verkefnamidlun.is. Í gegnum vefinn geta fyrirtæki miðlað verkefnum til nemenda, og geymir hann nú þegar á fimmta tug verkefna. Mikilvægi þessa kristallast í að aðsókn í nám tengt sjávarútvegi hefur aukist jafnt og þétt frá hruni, og það sama á við um fjölbreytni námsins. Heildarfjöldi nýskráðra nemenda milli áranna 2012 og 2013 jókst jókst um 25% á níu aðskildum námsbrautum tengdum sjávarútvegi, er tiltekið sem sönnun þess. Fréttaskýringar Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Aðsókn í nám tengt sjávarútvegi á Íslandi hefur vaxið stöðugt frá árinu 2009 og fjölbreytni námsbrauta hefur aukist. Fjöldi nemenda í skipstjórnarnám hefur þrefaldast á fimm árum, en á sama tíma eru blikur á lofti í atvinnuhorfum sjómanna með fækkun frystiskipa. Viðsnúningur hefur orðið í aðsókn í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og nemendafjöldi hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í nýrri greiningu hagfræðinga Íslenska sjávarklasans, þeirra Hauks Más Gestssonar og Bjarka Vigfússonar.Víða tækifæri Við lestur greiningarinnar kemur í ljós hversu fjölbreytt sjávarútvegstengt nám er á Íslandi. Þetta á bæði við um framhaldsskóla- og háskólastigið. Tækniskólinn bíður námsleiðir í skipstjórn, vélstjórn, meistararéttindi í bátasmíði og meistararéttindi í netagerð. Þá bíður Fisktækniskóli Íslands fisktækninám þar sem var metaðsókn í haust. Skólinn bíður nú fjölbreytt nám á framhaldsskólastigi tengt sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Fjöldi annarra framhaldsskóla býður svo upp á nám tengt sjávarútvegi. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum býður upp á skipstjórnarbraut, Fjölbrautarskóli Suðurnesja býður upp á vélstjórnarnám sem og Verkmenntaskólinn á Akureyri. Þá er vélvirkjanám í boði í Fjölbrautarskóla Suðurlands og við Menntaskólann á Ísafirði. Þegar sérstaklega er horft til skipstjórnarnámsins við Skipstjórnarskólann, sem nú tilheyrir Tækniskólanum, hefur stóraukist á síðastliðnum fimm árum, en fjöldi nemenda þar jókst hröðum skrefum á árunum 2008 til 2013 og nærri þrefaldaðist. Hér ber hins vegar að líta til þess að grundvallarbreytingar eru að eiga sér stað í útgerð, eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu. „Nú eru þó blikur á lofti í atvinnuhorfum sjómanna en á síðustu tveimur árum hefur fjölda frystitogara verið lagt eða þeim breytt í ísfiskskip. Þessari þróun fylgir þó vitaskuld aukin landvinnsla sem kallar á fleiri fiskvinnslustörf og önnur afleidd störf. Að auki hefur meðalaldur sjómanna farið stighækkandi sem bendir til þess að kynslóðaskipti séu brátt tímabær,“ segir í greiningunni.Háskólinn Á háskólastigi starfrækir Háskólinn á Akureyri einn háskóla grunnnám í sjávarútvegsfræði, grunn- og meistaranám í auðlindafræði og meistaranám í haf- og strandsvæðafræði í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða. Þá hefur Háskólinn á Hólum boðið upp á diplómanám í fiskeldi síðan árið 2010. Á háskólastigi eru einnig kennd einstök námskeið sem snúa að sjávarútvegi og fiskvinnslu í verkfræði-, hagfræði-, efna- og líffræðinámi við Háskóla Íslands, auk þess sem snert er á mörgum sviðum sjávarútvegs og fiskvinnslu í matvælafræði við skólann.Bjarki Vigfússon og Haukur Már Gestsson.Þriðji stóri árgangurinn Viðsnúningur í grunnnámi í sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri er eftirtektarverður. Aðsókn hefur aukist mikið á undanförnum árum og síðasta haust innritaðist þangað þriðji stóri árgangurinn í röð eða 29 nýir nemendur. Heildarfjöldi nemenda í BS námi í sjávarútvegsfræði hefur ekki verið meiri síðan 1997 þegar 67 lögðu stund á námið, en heildarfjöldi nemenda tók að fækka nokkuð skarpt eftir 2004 og varð minnst 15 árið 2009. Árið 2012 voru aftur á móti 62 nemendur skráðir í sjávarútvegsfræði við skólann. Þessi árangur á sér nokkrar skýringar, segir í greiningu Sjávarútvegsklasans. Frá 2007 hefur markviss endurskoðun staðið yfir til að styrkja námið. Átak var gert í kynningarmálum, þjónusta við nemendur aukin og áfangar endurskoðaðir. Ekki síst var samstarf, innanlands sem utan, eflt og tengsl námsins við atvinnulífið stóraukin. Við Háskólasetur Vestfjarða hafa 107 nemendur innritast í haf- og strandsvæðastjórnun frá 2008, margir hverjir erlendir. Á þessu ári brást Háskólasetrið við nýsköpun í sjávarútvegi sem birtist í viðleitni til að fullnýta þau verðmæti sem dregin eru á land. Fleiri frumkvöðlar horfa til hafs, segir í greiningunni og því fagnað að skólamenn hafi tekið af skarið og brugðist við þessari þróun með því að bjóða nýja námsleið.25% aukning Niðurstaða hagfræðinganna er að samvinna skóla og atvinnulífsins sé ein af forsendum áframhaldandi samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Innan Sjávarklasans hefur verið unnið að því að efla tengsl atvinnulífs og menntagreina, meðal annars með stofnun vefsins Verkefnamidlun.is. Í gegnum vefinn geta fyrirtæki miðlað verkefnum til nemenda, og geymir hann nú þegar á fimmta tug verkefna. Mikilvægi þessa kristallast í að aðsókn í nám tengt sjávarútvegi hefur aukist jafnt og þétt frá hruni, og það sama á við um fjölbreytni námsins. Heildarfjöldi nýskráðra nemenda milli áranna 2012 og 2013 jókst jókst um 25% á níu aðskildum námsbrautum tengdum sjávarútvegi, er tiltekið sem sönnun þess.
Fréttaskýringar Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira