Námsmenn mótmæla á Austurvelli á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2014 13:30 Frá Austurvelli. VISIR/GVA Allar námsmannahreyfingar á Íslandi boða til samstöðufundar á morgun þriðjudag og hefst fundurinn klukkan 15:00. Markmiðið með fundinum er að sýna samstöðu gegn þeim niðurskurði og kjaraskerðingum sem íslenskir námsmenn hafa mátt þola síðustu ár, er kemur fram í fréttatilkynningu. „Á Íslandi eru námsmenn ekki forréttindahópur, heldur lágstétt. Lágstétt sem hefur þurft að þola síendurteknar skerðingar þrátt fyrir að vera nauðsynleg samfélaginu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þrjár framsögur verða fluttar á fundinum; Fyrst tekur til máls María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Því næst stígur Anna Marsibil Clausen, formaður Landssambands íslenskra stúdenta í pontu. Síðustu ræðu fundarins flytur Laufey María Jóhannsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Að ræðum loknum taka við tónlistaratriði sem auglýst verð þegar nær dregur. Ennfremur verða veitingar á boðstólnum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 650 manns boðað komu sína á fundinn á morgun. Eru þetta önnur mótmælin sem fara fram á Austurvelli í vikunni en eins og Vísir hefur áður greint frá verður afturköllun aðildarviðræðna við Evrópusambandið mótmælt þar í dag. Í auglýsingu fyrir viðburðinn eru reifaðar helstu ástæðurnar fyrir samstöðufundinum sem eru sem hér segir:* LÍN stefnir að því að vega að jafnrétti og jöfnum tækifærum til náms. * Niðurskurður til menntamála hefur verið viðvarandi nú í sex ár. Það bitnar á gæðum náms og kennslu og hefur langvarandi áhrif á aðstæður námsmanna. * Námsframvindukröfur LÍN verða hækkaðar í 22 einingar úr 18 einingum að öllu óbreyttu. Það þýðir að námslán um 2000 námsmanna verða í ólestri. * Frítekjumörk námslána hafa verið 750.000 krónur á ári síðan 2009. Þau hafa ekki hækkað eftir verðlagi og ættu nú að vera að minnsta kosti 940.000 krónur. Það sýnir að námsmenn hafa tekið á sig gríðarlegar launaskerðingar síðustu ár. * Námsmenn í HÍ eru skattlagðir sérstaklega þar sem skrásetningargjöld í háskóla eru hækkuð, nú annað árið í röð, og peningurinn rennur ekki til háskólans. Aðeins 39 milljónir af 180 renna til HÍ. Hækkun skrásetningargjalda hafa áhrif á alla háskóla á Íslandi. * Grunnframfærsla LÍN er 144.000 krónur á mánuði og er ekki í takt við önnur neysluviðmið. * Verðlag í landinu hefur einnig áhrif á kjör námsmanna. Með því er sífellt verið að seilast í vasa þeirra án þess að kjör vænkist á móti. * Húsnæðismál námsmanna eru í lamasessi. * Námsmannakort Strætó hefur hækkað um 100% á tveimur árum. * Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framþróun íslensks samfélags að það teljist fýsilegur kostur að mennta sig og vera námsmaður. *Óháð því hvort þú ert framhalsskólanemi, háskólanemi eða almennur þjóðfélagsþegn; við hljótum að sammælast um að fjárfesting í menntun og mannauði sé ein mikilvægasta fjárfesting samfélagsins. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Allar námsmannahreyfingar á Íslandi boða til samstöðufundar á morgun þriðjudag og hefst fundurinn klukkan 15:00. Markmiðið með fundinum er að sýna samstöðu gegn þeim niðurskurði og kjaraskerðingum sem íslenskir námsmenn hafa mátt þola síðustu ár, er kemur fram í fréttatilkynningu. „Á Íslandi eru námsmenn ekki forréttindahópur, heldur lágstétt. Lágstétt sem hefur þurft að þola síendurteknar skerðingar þrátt fyrir að vera nauðsynleg samfélaginu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þrjár framsögur verða fluttar á fundinum; Fyrst tekur til máls María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Því næst stígur Anna Marsibil Clausen, formaður Landssambands íslenskra stúdenta í pontu. Síðustu ræðu fundarins flytur Laufey María Jóhannsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Að ræðum loknum taka við tónlistaratriði sem auglýst verð þegar nær dregur. Ennfremur verða veitingar á boðstólnum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 650 manns boðað komu sína á fundinn á morgun. Eru þetta önnur mótmælin sem fara fram á Austurvelli í vikunni en eins og Vísir hefur áður greint frá verður afturköllun aðildarviðræðna við Evrópusambandið mótmælt þar í dag. Í auglýsingu fyrir viðburðinn eru reifaðar helstu ástæðurnar fyrir samstöðufundinum sem eru sem hér segir:* LÍN stefnir að því að vega að jafnrétti og jöfnum tækifærum til náms. * Niðurskurður til menntamála hefur verið viðvarandi nú í sex ár. Það bitnar á gæðum náms og kennslu og hefur langvarandi áhrif á aðstæður námsmanna. * Námsframvindukröfur LÍN verða hækkaðar í 22 einingar úr 18 einingum að öllu óbreyttu. Það þýðir að námslán um 2000 námsmanna verða í ólestri. * Frítekjumörk námslána hafa verið 750.000 krónur á ári síðan 2009. Þau hafa ekki hækkað eftir verðlagi og ættu nú að vera að minnsta kosti 940.000 krónur. Það sýnir að námsmenn hafa tekið á sig gríðarlegar launaskerðingar síðustu ár. * Námsmenn í HÍ eru skattlagðir sérstaklega þar sem skrásetningargjöld í háskóla eru hækkuð, nú annað árið í röð, og peningurinn rennur ekki til háskólans. Aðeins 39 milljónir af 180 renna til HÍ. Hækkun skrásetningargjalda hafa áhrif á alla háskóla á Íslandi. * Grunnframfærsla LÍN er 144.000 krónur á mánuði og er ekki í takt við önnur neysluviðmið. * Verðlag í landinu hefur einnig áhrif á kjör námsmanna. Með því er sífellt verið að seilast í vasa þeirra án þess að kjör vænkist á móti. * Húsnæðismál námsmanna eru í lamasessi. * Námsmannakort Strætó hefur hækkað um 100% á tveimur árum. * Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framþróun íslensks samfélags að það teljist fýsilegur kostur að mennta sig og vera námsmaður. *Óháð því hvort þú ert framhalsskólanemi, háskólanemi eða almennur þjóðfélagsþegn; við hljótum að sammælast um að fjárfesting í menntun og mannauði sé ein mikilvægasta fjárfesting samfélagsins.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira