Innlent

Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Ummælin hafa vakið mikla athygli.
Ummælin hafa vakið mikla athygli.
"Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt maltneska fjölmiðilsins Times of Malta sem var birt rétt í þessu.

Í fréttinni er farið yfir ummæli þingkonunarnar, sem er einnig formaður Heimssýnar. Þar segir að Vigdís hafi líkt Möltu við Vestmannaeyjar.

„Hún neitaði að taka fram hvaða ríki Malta væri undir,“ segir ennfremur í fréttinni.

Einnig er farið yfir ummæli hennar að í Evrópusambandið gangi í gegnum hnignunarskeið og að hún hafi sagt að í Evrópu geysi hungursneyð.

Vigdís lét ummælin falla í þættinum Mín skoðun sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gær. Hún var í þættinum ásamt Katrínu Júlíusdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar. Ummæli Vigdísar má heyra í umræðum hennar og Katrínar má heyra hér, hún lét þau falla eftir um 16 mínútur og 35 sekúndur.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

„Komdu með vantraust, ég skora á þig“

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hún ræddi Evrópusambandsumsóknina við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, í þættinum Mín skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×