Íslendingur í Venesúela segir ástandið skelfilegt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2014 00:46 VÍSIR/AFP Miklar óeirðir hafa geisað í Vensúela upp á síðkastið. Þessi mótmæli eru þau allra mestu frá því að forseti landsins, Nicolas Maduro, tók við embættinu á síðasta ári. Hann tók við embættinu eftir fráfall Hugo Chavez í mars fyrir tæpu ári. Einungis einu og hálfu prósentustigi munaði á fylgi hans og mótframbjóðandanum, Enrique Capriles Radonski. Síðan þá hefur þrálátur orðrómur verið að um kosningasvindl hafi verið að ræða. Þá er Maduro sakaður um harðræði og sagður ábyrgur fyrir bágu efnahagsástandi landsins og hárri glæpatíðni.Jóna María Björgvinsdóttir býr í Valencia í Venesúela, ásamt eiginmanni sínum og dóttur. „Þetta er búið að vera margra ára ferli en núna, 12. febrúar síðastliðinn, hófust mótmælin af alvöru. Mótmælin af okkar hálfu, stjórnarandstæðinganna, hafa að öllu leyti verið friðsæl. Við klæðum okkur í hvítt og málum hendur okkar hvítar og göngum fylktu liði um alla borg,“ segir Jóna.Leopoldo Lopez, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, stóð fyrir mótmælagöngu fyrr í þessari viku og tók Jóna María, ásamt eiginmanni sínum, þátt í göngunni. Hún segir gönguna að öllu leyti hafa farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda en á móti þeim hafi tekið her og lögregla sem stóðu í vegi fyrir að þau kæmust á leiðarenda. „Á móti okkur stóðu vopnaðir menn og var mikið skotið af þeirra hálfu. Ofbeldið er alfarið af hálfu hersins, ríkisins og ríkislögreglunnar. Þeir ganga hérna berserksgangi, skjóta á blokkir og bíla, skjóta táragasi og gassprengjum um allan bæ.“Herinn kom í veg fyrir að mótmælendur kæmust leiðar sinnar.Nauðsynjavara nánast ófáanleg Jóna segir há gjaldeyrishöft gera það að verkum að framleiðsla á vörum sé nánast engin og vöruskortur því mikill. „Matvörur og aðrar nauðsynjavörur eru ekki að koma inn í landið en þegar vörur loksins koma í verslanir myndast langar biðraðir. Fólk í hundruða tali safnast saman fyrir utan verslunina í þeirri von að fá nauðsynlegar vörur. Hver og einn má ekki kaupa nema ákveðið magn hverju sinni.“ Þá segir hún einnig mikinn skort vera á lyfjum og segir læknisþjónustuna nánast enga. „Fólk með alvarlega sjúkdóma er í hættu á að fá ekki nauðsynleg lyf því þau eru einfaldlega ekki til í landinu. Ef fólk þarf að fara í aðgerð þá þarf það sjálft að útvega grisjur.“Mönnum afhent vopn af yfirvöldumÁ miðvikudaginn var, var ung stúlka, 22 ára, skotin til bana. Að minnsta kosti sex hafa látist í átökunum og tugir eru slasaðir. „Stelpan var skotin af manni á mótorhjóli. Þessir menn eru út um allt, spóla í kringum mann, haldandi á byssum. Orðrómur er að þessum mönnum sé borgað og að þeir fái vopn frá yfirvöldum.“ Allir fjölmiðlar í Venesúela eru ríkisreknir og segir Jóna það ástæðuna fyrir því að fréttir um ástandið birtist ekki í réttri mynd. Hægt sé að fara á internetið og finna myndbönd sem gefi rétta mynd af ástandinu. Samstaða á meðal fólksins Jóna segir hræðsluna mikla en á sama tíma gefi þetta von um betra ástand og segir samstöðu meðal fólksins mikla. „Með hverjum deginum sem líður þá er von í okkur öllum um að eitthvað geti breyst. Við eigum skilið að geta keyrt um götur borgarinnar án þess að eiga von á að verða skotin til bana eða rænd. Samfélagið og þjóðin stendur saman.“Boðað hefur verið til samstöðufunds sem haldinn verður á heimsvísu. Hér á Íslandi verður fundurinn haldinn á Austurvelli klukkan 12 á morgun, laugardaginn 22. febrúar. Tengdar fréttir „Sendið hann í fangelsi“ Fimm manns hafa látið lífið og tugir særst í átökunum í Venesúela. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur verið handtekinn og á yfir höfði sér 10 ára fangelsi í það minnsta. 20. febrúar 2014 18:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Miklar óeirðir hafa geisað í Vensúela upp á síðkastið. Þessi mótmæli eru þau allra mestu frá því að forseti landsins, Nicolas Maduro, tók við embættinu á síðasta ári. Hann tók við embættinu eftir fráfall Hugo Chavez í mars fyrir tæpu ári. Einungis einu og hálfu prósentustigi munaði á fylgi hans og mótframbjóðandanum, Enrique Capriles Radonski. Síðan þá hefur þrálátur orðrómur verið að um kosningasvindl hafi verið að ræða. Þá er Maduro sakaður um harðræði og sagður ábyrgur fyrir bágu efnahagsástandi landsins og hárri glæpatíðni.Jóna María Björgvinsdóttir býr í Valencia í Venesúela, ásamt eiginmanni sínum og dóttur. „Þetta er búið að vera margra ára ferli en núna, 12. febrúar síðastliðinn, hófust mótmælin af alvöru. Mótmælin af okkar hálfu, stjórnarandstæðinganna, hafa að öllu leyti verið friðsæl. Við klæðum okkur í hvítt og málum hendur okkar hvítar og göngum fylktu liði um alla borg,“ segir Jóna.Leopoldo Lopez, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, stóð fyrir mótmælagöngu fyrr í þessari viku og tók Jóna María, ásamt eiginmanni sínum, þátt í göngunni. Hún segir gönguna að öllu leyti hafa farið friðsamlega fram af hálfu mótmælenda en á móti þeim hafi tekið her og lögregla sem stóðu í vegi fyrir að þau kæmust á leiðarenda. „Á móti okkur stóðu vopnaðir menn og var mikið skotið af þeirra hálfu. Ofbeldið er alfarið af hálfu hersins, ríkisins og ríkislögreglunnar. Þeir ganga hérna berserksgangi, skjóta á blokkir og bíla, skjóta táragasi og gassprengjum um allan bæ.“Herinn kom í veg fyrir að mótmælendur kæmust leiðar sinnar.Nauðsynjavara nánast ófáanleg Jóna segir há gjaldeyrishöft gera það að verkum að framleiðsla á vörum sé nánast engin og vöruskortur því mikill. „Matvörur og aðrar nauðsynjavörur eru ekki að koma inn í landið en þegar vörur loksins koma í verslanir myndast langar biðraðir. Fólk í hundruða tali safnast saman fyrir utan verslunina í þeirri von að fá nauðsynlegar vörur. Hver og einn má ekki kaupa nema ákveðið magn hverju sinni.“ Þá segir hún einnig mikinn skort vera á lyfjum og segir læknisþjónustuna nánast enga. „Fólk með alvarlega sjúkdóma er í hættu á að fá ekki nauðsynleg lyf því þau eru einfaldlega ekki til í landinu. Ef fólk þarf að fara í aðgerð þá þarf það sjálft að útvega grisjur.“Mönnum afhent vopn af yfirvöldumÁ miðvikudaginn var, var ung stúlka, 22 ára, skotin til bana. Að minnsta kosti sex hafa látist í átökunum og tugir eru slasaðir. „Stelpan var skotin af manni á mótorhjóli. Þessir menn eru út um allt, spóla í kringum mann, haldandi á byssum. Orðrómur er að þessum mönnum sé borgað og að þeir fái vopn frá yfirvöldum.“ Allir fjölmiðlar í Venesúela eru ríkisreknir og segir Jóna það ástæðuna fyrir því að fréttir um ástandið birtist ekki í réttri mynd. Hægt sé að fara á internetið og finna myndbönd sem gefi rétta mynd af ástandinu. Samstaða á meðal fólksins Jóna segir hræðsluna mikla en á sama tíma gefi þetta von um betra ástand og segir samstöðu meðal fólksins mikla. „Með hverjum deginum sem líður þá er von í okkur öllum um að eitthvað geti breyst. Við eigum skilið að geta keyrt um götur borgarinnar án þess að eiga von á að verða skotin til bana eða rænd. Samfélagið og þjóðin stendur saman.“Boðað hefur verið til samstöðufunds sem haldinn verður á heimsvísu. Hér á Íslandi verður fundurinn haldinn á Austurvelli klukkan 12 á morgun, laugardaginn 22. febrúar.
Tengdar fréttir „Sendið hann í fangelsi“ Fimm manns hafa látið lífið og tugir særst í átökunum í Venesúela. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur verið handtekinn og á yfir höfði sér 10 ára fangelsi í það minnsta. 20. febrúar 2014 18:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Sendið hann í fangelsi“ Fimm manns hafa látið lífið og tugir særst í átökunum í Venesúela. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur verið handtekinn og á yfir höfði sér 10 ára fangelsi í það minnsta. 20. febrúar 2014 18:09