„Furðulegasta viðtal sem ég hef farið í“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2014 08:20 Sigmundur Davíð í viðtalinu síðastliðinn sunnudag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa átt von á léttu kaffispjalli í þættinum Sunnudagsmorgni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv um síðastliðna helgi. Sigmundur Davíð var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Sigmundur Davíð segist ekki hafa horft á viðtalið umtalaða. „Nei, ég horfi yfirleitt ekki á sjálfan mig í sjónvarpi eða útvarpi. Þótt ég hafi verið í fjölmiðlum og stjórnmálum í mörg ár þá hef ég ekki vanist því,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann hafi átt von á viðtali af öðru tagi en raunin varð í þættinum á sunnudag. „Ég átti von á léttu kaffispjalli, það var ekki svo,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta er furðulegasta viðtal sem ég hef farið í.“ Þeir Gísli Marteinn og Sigmundur Davíð tókust á í viðtalinu. Þáttastjórnandi var ákveðinn og greip ítrekað fram í fyrir gesti sínum þegar honum fannst hann ekki svara spurningum sínum. Sigmundi þótti nóg um. „Auðvitað finnst manni ekki gott að viðtal skuli þróast með þessum hætti. Þetta er það sem viðtal á ekki að gera.“ Sigmundur Davíð segist hafa fengið tvo slæma kosti í viðtalinu. Annars vegar að láta vaða yfir sig og láta þáttastjórnandann endurtúlka öll sín orð. „Eða tala yfir þáttastjórnandann sem er ekki áferðarfagurt.“ Forsætisráðherra segir að ef menn vilji fá skýr svör þá séu viðtöl á borð við það sem hann fór í ekki leiðin til þess. Að snúa út úr svörum fólks, koma að eigin skoðunum og leyfa ekki viðbrögð. „Loks þegar maður kemur einhverju að þá er reynt að snúa út úr því.“ Sigmundur Davíð og Gísli Marteinn þekkjast vel og störfuðu á sínum tíma saman hjá Ríkisútvarpinu. Sigmundur segir þá hafa þekkst í fimmtán ár og séu ágætis vinir. Hann hafi einmitt gaman af því að rökræða við vini sína en þetta hafi einfaldlega ekki verið rökræður. Tengdar fréttir Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. febrúar 2014 08:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa átt von á léttu kaffispjalli í þættinum Sunnudagsmorgni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv um síðastliðna helgi. Sigmundur Davíð var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Sigmundur Davíð segist ekki hafa horft á viðtalið umtalaða. „Nei, ég horfi yfirleitt ekki á sjálfan mig í sjónvarpi eða útvarpi. Þótt ég hafi verið í fjölmiðlum og stjórnmálum í mörg ár þá hef ég ekki vanist því,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann hafi átt von á viðtali af öðru tagi en raunin varð í þættinum á sunnudag. „Ég átti von á léttu kaffispjalli, það var ekki svo,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta er furðulegasta viðtal sem ég hef farið í.“ Þeir Gísli Marteinn og Sigmundur Davíð tókust á í viðtalinu. Þáttastjórnandi var ákveðinn og greip ítrekað fram í fyrir gesti sínum þegar honum fannst hann ekki svara spurningum sínum. Sigmundi þótti nóg um. „Auðvitað finnst manni ekki gott að viðtal skuli þróast með þessum hætti. Þetta er það sem viðtal á ekki að gera.“ Sigmundur Davíð segist hafa fengið tvo slæma kosti í viðtalinu. Annars vegar að láta vaða yfir sig og láta þáttastjórnandann endurtúlka öll sín orð. „Eða tala yfir þáttastjórnandann sem er ekki áferðarfagurt.“ Forsætisráðherra segir að ef menn vilji fá skýr svör þá séu viðtöl á borð við það sem hann fór í ekki leiðin til þess. Að snúa út úr svörum fólks, koma að eigin skoðunum og leyfa ekki viðbrögð. „Loks þegar maður kemur einhverju að þá er reynt að snúa út úr því.“ Sigmundur Davíð og Gísli Marteinn þekkjast vel og störfuðu á sínum tíma saman hjá Ríkisútvarpinu. Sigmundur segir þá hafa þekkst í fimmtán ár og séu ágætis vinir. Hann hafi einmitt gaman af því að rökræða við vini sína en þetta hafi einfaldlega ekki verið rökræður.
Tengdar fréttir Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. febrúar 2014 08:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. febrúar 2014 08:01