Lífeyrisgreiðslur 68 þúsund starfsmanna frystar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. mars 2014 22:05 vísir/ap Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur fryst lífeyrisgreiðslur til 68 þúsund starfsmanna, þar á meðal stjórnar og stjórnenda félagsins. BBC greinir frá þessu. Ástæðan er sú að núverandi kerfi, þar sem lífeyrisgreiðslur að loknum starfsferli miðast við laun viðkomandi og starfsaldur, verður fellt niður. Er þetta gert til að koma í veg fyrir óviðráðanlegan vöxt lífeyrisskuldbindinga félagsins. Breytingin mun hafa áhrif á þá starfsmenn félagins sem ekki eru í verkalýðsfélagi og er í samræmi við samning gerðan við starfsmenn í janúar og mun hann gilda frá 1. janúar 2016. Þeir sem fengu greiðslur samkvæmt eldri samningum munu fá greiðslur samkvæmt þeim til lok árs 2015 en færast eftir það í nýja gerð lífeyriskerfis. Þeir starfsmenn Boeing í Seattle sem þessi breyting á við samþykktu breytinguna mjög naumlega í kosningu. Boeing lofaði í staðinn að Boeing 777 þotur félagsins yrðu settar saman í Washington fylki. Meðal annarra stórra bandarískra fyrirtækja sem hafa breytt sínu lífeyrissjóðskerfi til að minnka kostnað eru t.d. General Motors sem tilkynnti breytingar á sínu kerfi í júní 2012. Breytingar sem eiga að spara fyrirtækinu 26 milljarða dali. Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur fryst lífeyrisgreiðslur til 68 þúsund starfsmanna, þar á meðal stjórnar og stjórnenda félagsins. BBC greinir frá þessu. Ástæðan er sú að núverandi kerfi, þar sem lífeyrisgreiðslur að loknum starfsferli miðast við laun viðkomandi og starfsaldur, verður fellt niður. Er þetta gert til að koma í veg fyrir óviðráðanlegan vöxt lífeyrisskuldbindinga félagsins. Breytingin mun hafa áhrif á þá starfsmenn félagins sem ekki eru í verkalýðsfélagi og er í samræmi við samning gerðan við starfsmenn í janúar og mun hann gilda frá 1. janúar 2016. Þeir sem fengu greiðslur samkvæmt eldri samningum munu fá greiðslur samkvæmt þeim til lok árs 2015 en færast eftir það í nýja gerð lífeyriskerfis. Þeir starfsmenn Boeing í Seattle sem þessi breyting á við samþykktu breytinguna mjög naumlega í kosningu. Boeing lofaði í staðinn að Boeing 777 þotur félagsins yrðu settar saman í Washington fylki. Meðal annarra stórra bandarískra fyrirtækja sem hafa breytt sínu lífeyrissjóðskerfi til að minnka kostnað eru t.d. General Motors sem tilkynnti breytingar á sínu kerfi í júní 2012. Breytingar sem eiga að spara fyrirtækinu 26 milljarða dali.
Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira