Breska blaðið The Guardian stendur fyrir skemmtilegri samantekt á vinsælum kvikmynda- og sjónvarpsstökustöðum á Íslandi í dag.
Blaðamaðurinn Robert Hull segir frá heimsókn sinni hingað til lands þar sem fyrir augu ber meðal annars Jökulsárlón og Dyrhólaey, en einnig staldrar hann við á veitingastöðum eins og Grillmarkaðnum í Reykjavík og Halldórskaffi í Vík í Mýrdal.
Eins og þekkt er hafa kvikmyndaleikstjórar á borð við Ben Stiller, Cristopher Nolan og Darren Aronofsky tekið upp hluta úr myndum sínum hér á landi síðastliðin ár auk þess sem sjónvarpsþáttaröðin magnaða Game of Thrones styðst við íslenska náttúru að miklu leyti.
The Guardian fjallar um tökustaði á Íslandi

Tengdar fréttir

Walter Mitty ómetanleg landkynning fyrir Ísland
Kvikmyndin The secret life of Walter Mitty var á dögunum forsýnd hér á landi en bandaríski leikarinn Ben Stiller, fer með aðalhlutverk í myndinni og leikstýrir henni einnig.

Vilja fólk til Íslands í Game of Thrones-túr
Chris Newman, framleiðandi Game of Thrones, segir tökustaðinn, Ísland, eitt leyndarmálanna á bakvið velgengni þáttanna.

Á bakvið tjöldin á setti Game of Thrones
Fjórða serían er frumsýnd 6. apríl.

Íslendingar héldu vel utan um Ben Stiller
Film in Iceland var eina verkefnið utan Bandaríkjanna sem The Location Manager Guild of America tilnefndi til verðlauna á dögunum.

Ísland í bakgrunni í nýju sýnishorni úr Noah
Stór hluti af kvikmyndinni var tekinn hér á landi sumarið 2012.