Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Heimir Már Pétursson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2014 13:08 vísir/gva Fjármálaráðherra segir að lögbannsbeiðni vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku á geysissvæðinu verði lögð fram. Talsmaður Geyisfélagsins segir seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum sem vitað hafi af gjaldttökunni í 18 mánuði, en gjaldtakan á að hefjast á mánudag. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur mælt með upptöku náttúrupassa sem gildi fyrir alla helstu ferðamannastaði landsins en ekki hefur verið eining um það mál og hefur Geysisfélagið, félag landeigenda á svæðinu, lagst gegn hugmyndinni. Félagið segir nauðsynlegt að byggja upp á svæðinu fyrir um 500 milljónir króna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ágreining ríkja um gjaldtökuheimild á þessu svæði þar sem eignarhaldið sé tvískipt milli ríkisins og landeigenda. Þess vegna verði lögbannsbeiðni lögð fram eftir helgi, en Geysismenn ætla að hefja gjaldtökuna næst komandi mánudag. „Og ríkið getur ekki annað heldur en látið reyna á rétt sinn. Í lögbannsmálinu er verið að fara fram á að gjaldtökuáformin verði stöðvuð. Meðal annars þar sem þau samræmist ekki réttarstöðunni sem sem ríkið telur að sé á svæðinu,“ segir fjármálaráðherra. Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins segir að landeigendur muni láta lögmenn sína skoða rétt þeirra í málinu. „Ef þeir hafa ekki önnur svör til að tala við okkur þá verðum við bara að lúta því. En hins vegar bíð ég enn eftir fundi með fjármálaráðherra og vonandi náum við nú að ræða saman í komandi viku,“ segir Garðar. Fjármálaráðherra segir blandaða eignarhaldið flækja stöðuna á geysissvæðinu. „Og þá verður mögulega í framhaldinu, ef það gengur til dómstóla og fæst dómur, skorið úr um það hvort gjaldtökuheimildir eru yfirhöfuð til staðar eins og atvik málsins eru þarna,“ segir Bjarni. Talsmaður Geysisfélagsins minnir á að tilkynnt hafi verið um þessi áform með löngum fyrirvara. „Það er dálítið seint í rassinn gripið þegar menn ætla endilega að grípa til svona aðgerða rétt þegar þessi áform okkar eiga að verða að veruleika. Manni finnst að það hefði verið hægt að ræða við okkur um þetta síðast liðið eitt og hálft ár. Við höfum reynt af fullum og fúsum vilja að fá þennan minnihluta meðeiganda okkar að einhverju samtali. En það hefur því miður ekki náðst,“ segir Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að lögbannsbeiðni vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku á geysissvæðinu verði lögð fram. Talsmaður Geyisfélagsins segir seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum sem vitað hafi af gjaldttökunni í 18 mánuði, en gjaldtakan á að hefjast á mánudag. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur mælt með upptöku náttúrupassa sem gildi fyrir alla helstu ferðamannastaði landsins en ekki hefur verið eining um það mál og hefur Geysisfélagið, félag landeigenda á svæðinu, lagst gegn hugmyndinni. Félagið segir nauðsynlegt að byggja upp á svæðinu fyrir um 500 milljónir króna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ágreining ríkja um gjaldtökuheimild á þessu svæði þar sem eignarhaldið sé tvískipt milli ríkisins og landeigenda. Þess vegna verði lögbannsbeiðni lögð fram eftir helgi, en Geysismenn ætla að hefja gjaldtökuna næst komandi mánudag. „Og ríkið getur ekki annað heldur en látið reyna á rétt sinn. Í lögbannsmálinu er verið að fara fram á að gjaldtökuáformin verði stöðvuð. Meðal annars þar sem þau samræmist ekki réttarstöðunni sem sem ríkið telur að sé á svæðinu,“ segir fjármálaráðherra. Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins segir að landeigendur muni láta lögmenn sína skoða rétt þeirra í málinu. „Ef þeir hafa ekki önnur svör til að tala við okkur þá verðum við bara að lúta því. En hins vegar bíð ég enn eftir fundi með fjármálaráðherra og vonandi náum við nú að ræða saman í komandi viku,“ segir Garðar. Fjármálaráðherra segir blandaða eignarhaldið flækja stöðuna á geysissvæðinu. „Og þá verður mögulega í framhaldinu, ef það gengur til dómstóla og fæst dómur, skorið úr um það hvort gjaldtökuheimildir eru yfirhöfuð til staðar eins og atvik málsins eru þarna,“ segir Bjarni. Talsmaður Geysisfélagsins minnir á að tilkynnt hafi verið um þessi áform með löngum fyrirvara. „Það er dálítið seint í rassinn gripið þegar menn ætla endilega að grípa til svona aðgerða rétt þegar þessi áform okkar eiga að verða að veruleika. Manni finnst að það hefði verið hægt að ræða við okkur um þetta síðast liðið eitt og hálft ár. Við höfum reynt af fullum og fúsum vilja að fá þennan minnihluta meðeiganda okkar að einhverju samtali. En það hefur því miður ekki náðst,“ segir Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira