„Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2014 23:40 Hilmar Veigar Pétursson. „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Hilmar Veigar var einn ræðumanna á Iðnþinginu á fimmtudaginn þar sem hann fór yfir sögu sína, tölvufyrirtækisins CCP og hvers vegna íslenska krónan væri að hans mati ekki fýsilegur kostur til framtíðar.Ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan. Reyndar sagði Hilmar Veigar með ólíkindum að krónan væri enn gjaldmiðill Íslendinga miðað við það sem á undan væri gengið. Í tölvuleiknum Eve Online hefði verið ákveðið að kalla gjaldmiðilinn ISK á sínum tíma til minningar um íslensku krónuna. „Við ætluðum að nota gjaldmiðilinn sem minnisvarða um íslensku krónuna því okkur datt ekki í hug að hún yrði áfram,“ sagði Hilmar. Ekki reyndist sú ályktun rétt. „Krónan býr til fórnarlambshegðun hjá Íslendingum. Þetta er skoðun, ekki staðreynd,“ sagði Hilmar Veigar sem benti á að rekstur CCP hefði fyrstu árin ekki gengið sérstaklega vel. Um tíma þurfti Síminn að hlaupa undir bagga til að koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði gjaldþrota. Um það leyti, í kringum 2005, hafi Hilmar Veigar verið gerður að framkvæmdastjóra. Hann hafi samþykkt að taka við starfinu tímabundið hið minnsta. „Ég skal gera þetta og svo finnum við einhvern sem á jakkaföt,“ sagði Hilmar Veigar sem staðið hefur í brú CCP-skipsins síðan. Reksturinn fór að ganga betur en ekki hjálpaði íslenska krónan til. Sökum styrkingar hennar á þessum tíma varð CCP af miklum hagnaði. Hilmar segir fyrirtækið ítrekað hafa fengið boð að utan til að flytja starfsemi sína. Þeir hafi fengið tilboð frá Kanada, Mön, Kóreu og Kína. Hann hafi þó talað fyrir því að fyrirtækið yrði áfram á Íslandi því það hafi honum fundist rétt. „Ef ég hefði flutt fyrirtækið til Kanada hefði ég ekki borgað skatt síðan 2005,“ sagði Hilmar Veigar og velti upp þeirri spurningu að reka fyrirtækið hér á landi. „Ef ég skoða staðreyndirnar þá meikar það engan sens. Sérstaklega ef maður skoðar það sem gerðist árið 2008,“ sagði Hilmar Veigar og rifjaði upp fall bankanna þá um haustið. Allt í einu hafi bankakerfið horfið á einu bretti. „Hvar eru peningarnir okkar?“ spurðu Hilmar Veigar og félagar sig. Hilmar segist margoft hafa rætt rekstrarumhverfi á Íslandi og gjaldeyrismálin við kollega sína í brúnni hjá Marel. Þar séu menn á svipaðri skoðun og hann sjálfur. „Það er frábært að heyra ráðherra segja að þau eigi að fara. En hvernig? Ég er búinn að skoða þetta svolítið. Það er svolítið erfitt að útfæra það. Það er ekki rosalega cool að fara í Evrópusambandið,“ sagði Hilmar Veigar. Nú sé hann hins vegar búinn að bíða í fimm ár. „Ég hélt að planið væri að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ Hilmar Veigar segir að faðir sinn, sem er trésmiður, hafi í gegnum árin ítrekað talað gegn íslensku krónunni. Hann sé á sömu skoðun. „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ sagði Hilmar og hélt áfram: „Pabbi minn var búinn að segja mér hvað hún væri slæm. Er það planið? Erum við klikkuð? Í alvörunni?“ Hilmar Veigar benti á það, sem hann telur vitleysu, hjá íslensku ráðafólki að setja fleiri tugi eða hundruð milljarða í byggingu verksmiðja. Við það skapist tímabundin störf en á endanum verði verksmiðjan rifin. Hvers vegna ekki að bæta rekstrarumhverfi sprotafyrirtækja á borð við CCP? Bar Hilmar Veigar saman verksmiðju sem hann byggði með föður sínum þegar hann var ungur að árum. Sú hafi síðar verið rifin. Hins vegar hafi hann einnig verið hluti af sprotafyrirtækinu OZ í kringum aldamótin sem reyndar hafi ekki gengið upp. Hins vegar hafi þeir sem tóku í því verkefni komið nýjum verkefnum á fót líkt og CCP í sínu tilfelli. „Ef 40 tilraunir með CCP springa verða til 400 fyrirtæki. Þannig gerðist þetta í Finnlandi. Þannig gerist þetta hjá siðmenntuðum þjóðum sem eru ekki að flækja hlutina svona geðveikislega mikið. Göngum bara í Evrópusambandið og tökum upp evru. Þetta er ógeðslega einfalt.“ Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
„Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Hilmar Veigar var einn ræðumanna á Iðnþinginu á fimmtudaginn þar sem hann fór yfir sögu sína, tölvufyrirtækisins CCP og hvers vegna íslenska krónan væri að hans mati ekki fýsilegur kostur til framtíðar.Ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan. Reyndar sagði Hilmar Veigar með ólíkindum að krónan væri enn gjaldmiðill Íslendinga miðað við það sem á undan væri gengið. Í tölvuleiknum Eve Online hefði verið ákveðið að kalla gjaldmiðilinn ISK á sínum tíma til minningar um íslensku krónuna. „Við ætluðum að nota gjaldmiðilinn sem minnisvarða um íslensku krónuna því okkur datt ekki í hug að hún yrði áfram,“ sagði Hilmar. Ekki reyndist sú ályktun rétt. „Krónan býr til fórnarlambshegðun hjá Íslendingum. Þetta er skoðun, ekki staðreynd,“ sagði Hilmar Veigar sem benti á að rekstur CCP hefði fyrstu árin ekki gengið sérstaklega vel. Um tíma þurfti Síminn að hlaupa undir bagga til að koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði gjaldþrota. Um það leyti, í kringum 2005, hafi Hilmar Veigar verið gerður að framkvæmdastjóra. Hann hafi samþykkt að taka við starfinu tímabundið hið minnsta. „Ég skal gera þetta og svo finnum við einhvern sem á jakkaföt,“ sagði Hilmar Veigar sem staðið hefur í brú CCP-skipsins síðan. Reksturinn fór að ganga betur en ekki hjálpaði íslenska krónan til. Sökum styrkingar hennar á þessum tíma varð CCP af miklum hagnaði. Hilmar segir fyrirtækið ítrekað hafa fengið boð að utan til að flytja starfsemi sína. Þeir hafi fengið tilboð frá Kanada, Mön, Kóreu og Kína. Hann hafi þó talað fyrir því að fyrirtækið yrði áfram á Íslandi því það hafi honum fundist rétt. „Ef ég hefði flutt fyrirtækið til Kanada hefði ég ekki borgað skatt síðan 2005,“ sagði Hilmar Veigar og velti upp þeirri spurningu að reka fyrirtækið hér á landi. „Ef ég skoða staðreyndirnar þá meikar það engan sens. Sérstaklega ef maður skoðar það sem gerðist árið 2008,“ sagði Hilmar Veigar og rifjaði upp fall bankanna þá um haustið. Allt í einu hafi bankakerfið horfið á einu bretti. „Hvar eru peningarnir okkar?“ spurðu Hilmar Veigar og félagar sig. Hilmar segist margoft hafa rætt rekstrarumhverfi á Íslandi og gjaldeyrismálin við kollega sína í brúnni hjá Marel. Þar séu menn á svipaðri skoðun og hann sjálfur. „Það er frábært að heyra ráðherra segja að þau eigi að fara. En hvernig? Ég er búinn að skoða þetta svolítið. Það er svolítið erfitt að útfæra það. Það er ekki rosalega cool að fara í Evrópusambandið,“ sagði Hilmar Veigar. Nú sé hann hins vegar búinn að bíða í fimm ár. „Ég hélt að planið væri að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ Hilmar Veigar segir að faðir sinn, sem er trésmiður, hafi í gegnum árin ítrekað talað gegn íslensku krónunni. Hann sé á sömu skoðun. „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ sagði Hilmar og hélt áfram: „Pabbi minn var búinn að segja mér hvað hún væri slæm. Er það planið? Erum við klikkuð? Í alvörunni?“ Hilmar Veigar benti á það, sem hann telur vitleysu, hjá íslensku ráðafólki að setja fleiri tugi eða hundruð milljarða í byggingu verksmiðja. Við það skapist tímabundin störf en á endanum verði verksmiðjan rifin. Hvers vegna ekki að bæta rekstrarumhverfi sprotafyrirtækja á borð við CCP? Bar Hilmar Veigar saman verksmiðju sem hann byggði með föður sínum þegar hann var ungur að árum. Sú hafi síðar verið rifin. Hins vegar hafi hann einnig verið hluti af sprotafyrirtækinu OZ í kringum aldamótin sem reyndar hafi ekki gengið upp. Hins vegar hafi þeir sem tóku í því verkefni komið nýjum verkefnum á fót líkt og CCP í sínu tilfelli. „Ef 40 tilraunir með CCP springa verða til 400 fyrirtæki. Þannig gerðist þetta í Finnlandi. Þannig gerist þetta hjá siðmenntuðum þjóðum sem eru ekki að flækja hlutina svona geðveikislega mikið. Göngum bara í Evrópusambandið og tökum upp evru. Þetta er ógeðslega einfalt.“
Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira