„Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2014 23:40 Hilmar Veigar Pétursson. „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Hilmar Veigar var einn ræðumanna á Iðnþinginu á fimmtudaginn þar sem hann fór yfir sögu sína, tölvufyrirtækisins CCP og hvers vegna íslenska krónan væri að hans mati ekki fýsilegur kostur til framtíðar.Ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan. Reyndar sagði Hilmar Veigar með ólíkindum að krónan væri enn gjaldmiðill Íslendinga miðað við það sem á undan væri gengið. Í tölvuleiknum Eve Online hefði verið ákveðið að kalla gjaldmiðilinn ISK á sínum tíma til minningar um íslensku krónuna. „Við ætluðum að nota gjaldmiðilinn sem minnisvarða um íslensku krónuna því okkur datt ekki í hug að hún yrði áfram,“ sagði Hilmar. Ekki reyndist sú ályktun rétt. „Krónan býr til fórnarlambshegðun hjá Íslendingum. Þetta er skoðun, ekki staðreynd,“ sagði Hilmar Veigar sem benti á að rekstur CCP hefði fyrstu árin ekki gengið sérstaklega vel. Um tíma þurfti Síminn að hlaupa undir bagga til að koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði gjaldþrota. Um það leyti, í kringum 2005, hafi Hilmar Veigar verið gerður að framkvæmdastjóra. Hann hafi samþykkt að taka við starfinu tímabundið hið minnsta. „Ég skal gera þetta og svo finnum við einhvern sem á jakkaföt,“ sagði Hilmar Veigar sem staðið hefur í brú CCP-skipsins síðan. Reksturinn fór að ganga betur en ekki hjálpaði íslenska krónan til. Sökum styrkingar hennar á þessum tíma varð CCP af miklum hagnaði. Hilmar segir fyrirtækið ítrekað hafa fengið boð að utan til að flytja starfsemi sína. Þeir hafi fengið tilboð frá Kanada, Mön, Kóreu og Kína. Hann hafi þó talað fyrir því að fyrirtækið yrði áfram á Íslandi því það hafi honum fundist rétt. „Ef ég hefði flutt fyrirtækið til Kanada hefði ég ekki borgað skatt síðan 2005,“ sagði Hilmar Veigar og velti upp þeirri spurningu að reka fyrirtækið hér á landi. „Ef ég skoða staðreyndirnar þá meikar það engan sens. Sérstaklega ef maður skoðar það sem gerðist árið 2008,“ sagði Hilmar Veigar og rifjaði upp fall bankanna þá um haustið. Allt í einu hafi bankakerfið horfið á einu bretti. „Hvar eru peningarnir okkar?“ spurðu Hilmar Veigar og félagar sig. Hilmar segist margoft hafa rætt rekstrarumhverfi á Íslandi og gjaldeyrismálin við kollega sína í brúnni hjá Marel. Þar séu menn á svipaðri skoðun og hann sjálfur. „Það er frábært að heyra ráðherra segja að þau eigi að fara. En hvernig? Ég er búinn að skoða þetta svolítið. Það er svolítið erfitt að útfæra það. Það er ekki rosalega cool að fara í Evrópusambandið,“ sagði Hilmar Veigar. Nú sé hann hins vegar búinn að bíða í fimm ár. „Ég hélt að planið væri að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ Hilmar Veigar segir að faðir sinn, sem er trésmiður, hafi í gegnum árin ítrekað talað gegn íslensku krónunni. Hann sé á sömu skoðun. „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ sagði Hilmar og hélt áfram: „Pabbi minn var búinn að segja mér hvað hún væri slæm. Er það planið? Erum við klikkuð? Í alvörunni?“ Hilmar Veigar benti á það, sem hann telur vitleysu, hjá íslensku ráðafólki að setja fleiri tugi eða hundruð milljarða í byggingu verksmiðja. Við það skapist tímabundin störf en á endanum verði verksmiðjan rifin. Hvers vegna ekki að bæta rekstrarumhverfi sprotafyrirtækja á borð við CCP? Bar Hilmar Veigar saman verksmiðju sem hann byggði með föður sínum þegar hann var ungur að árum. Sú hafi síðar verið rifin. Hins vegar hafi hann einnig verið hluti af sprotafyrirtækinu OZ í kringum aldamótin sem reyndar hafi ekki gengið upp. Hins vegar hafi þeir sem tóku í því verkefni komið nýjum verkefnum á fót líkt og CCP í sínu tilfelli. „Ef 40 tilraunir með CCP springa verða til 400 fyrirtæki. Þannig gerðist þetta í Finnlandi. Þannig gerist þetta hjá siðmenntuðum þjóðum sem eru ekki að flækja hlutina svona geðveikislega mikið. Göngum bara í Evrópusambandið og tökum upp evru. Þetta er ógeðslega einfalt.“ Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Hilmar Veigar var einn ræðumanna á Iðnþinginu á fimmtudaginn þar sem hann fór yfir sögu sína, tölvufyrirtækisins CCP og hvers vegna íslenska krónan væri að hans mati ekki fýsilegur kostur til framtíðar.Ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan. Reyndar sagði Hilmar Veigar með ólíkindum að krónan væri enn gjaldmiðill Íslendinga miðað við það sem á undan væri gengið. Í tölvuleiknum Eve Online hefði verið ákveðið að kalla gjaldmiðilinn ISK á sínum tíma til minningar um íslensku krónuna. „Við ætluðum að nota gjaldmiðilinn sem minnisvarða um íslensku krónuna því okkur datt ekki í hug að hún yrði áfram,“ sagði Hilmar. Ekki reyndist sú ályktun rétt. „Krónan býr til fórnarlambshegðun hjá Íslendingum. Þetta er skoðun, ekki staðreynd,“ sagði Hilmar Veigar sem benti á að rekstur CCP hefði fyrstu árin ekki gengið sérstaklega vel. Um tíma þurfti Síminn að hlaupa undir bagga til að koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði gjaldþrota. Um það leyti, í kringum 2005, hafi Hilmar Veigar verið gerður að framkvæmdastjóra. Hann hafi samþykkt að taka við starfinu tímabundið hið minnsta. „Ég skal gera þetta og svo finnum við einhvern sem á jakkaföt,“ sagði Hilmar Veigar sem staðið hefur í brú CCP-skipsins síðan. Reksturinn fór að ganga betur en ekki hjálpaði íslenska krónan til. Sökum styrkingar hennar á þessum tíma varð CCP af miklum hagnaði. Hilmar segir fyrirtækið ítrekað hafa fengið boð að utan til að flytja starfsemi sína. Þeir hafi fengið tilboð frá Kanada, Mön, Kóreu og Kína. Hann hafi þó talað fyrir því að fyrirtækið yrði áfram á Íslandi því það hafi honum fundist rétt. „Ef ég hefði flutt fyrirtækið til Kanada hefði ég ekki borgað skatt síðan 2005,“ sagði Hilmar Veigar og velti upp þeirri spurningu að reka fyrirtækið hér á landi. „Ef ég skoða staðreyndirnar þá meikar það engan sens. Sérstaklega ef maður skoðar það sem gerðist árið 2008,“ sagði Hilmar Veigar og rifjaði upp fall bankanna þá um haustið. Allt í einu hafi bankakerfið horfið á einu bretti. „Hvar eru peningarnir okkar?“ spurðu Hilmar Veigar og félagar sig. Hilmar segist margoft hafa rætt rekstrarumhverfi á Íslandi og gjaldeyrismálin við kollega sína í brúnni hjá Marel. Þar séu menn á svipaðri skoðun og hann sjálfur. „Það er frábært að heyra ráðherra segja að þau eigi að fara. En hvernig? Ég er búinn að skoða þetta svolítið. Það er svolítið erfitt að útfæra það. Það er ekki rosalega cool að fara í Evrópusambandið,“ sagði Hilmar Veigar. Nú sé hann hins vegar búinn að bíða í fimm ár. „Ég hélt að planið væri að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ Hilmar Veigar segir að faðir sinn, sem er trésmiður, hafi í gegnum árin ítrekað talað gegn íslensku krónunni. Hann sé á sömu skoðun. „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ sagði Hilmar og hélt áfram: „Pabbi minn var búinn að segja mér hvað hún væri slæm. Er það planið? Erum við klikkuð? Í alvörunni?“ Hilmar Veigar benti á það, sem hann telur vitleysu, hjá íslensku ráðafólki að setja fleiri tugi eða hundruð milljarða í byggingu verksmiðja. Við það skapist tímabundin störf en á endanum verði verksmiðjan rifin. Hvers vegna ekki að bæta rekstrarumhverfi sprotafyrirtækja á borð við CCP? Bar Hilmar Veigar saman verksmiðju sem hann byggði með föður sínum þegar hann var ungur að árum. Sú hafi síðar verið rifin. Hins vegar hafi hann einnig verið hluti af sprotafyrirtækinu OZ í kringum aldamótin sem reyndar hafi ekki gengið upp. Hins vegar hafi þeir sem tóku í því verkefni komið nýjum verkefnum á fót líkt og CCP í sínu tilfelli. „Ef 40 tilraunir með CCP springa verða til 400 fyrirtæki. Þannig gerðist þetta í Finnlandi. Þannig gerist þetta hjá siðmenntuðum þjóðum sem eru ekki að flækja hlutina svona geðveikislega mikið. Göngum bara í Evrópusambandið og tökum upp evru. Þetta er ógeðslega einfalt.“
Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira