Enginn fullur á Samfés Snærós Sindradóttir skrifar 7. mars 2014 12:29 Myndin er tekin á Samfestingnum árið 2012 VÍSIR/Anton Brink Búist er við 4500 ungmennum á tónleika Samfés, Samfestinginn, í Laugardalshöll í kvöld. Hátt í 400 starfsmenn munu fylgja ungmennunum til að tryggja að allt fari vel fram. Páll Óskar mun tryggja stuð í höllinni auk þess sem hljómsveitin Retro Stefson mun leika fyrir dansi. „Það er bara mjög góð stemning“ segir bassaleikari Retro Stefson, Logi Pedro Stefánsson. „Fyrstu tónleikar Retro Stefson fyrir utan Austurbæjarskóla voru á Samfés.“ Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin spilar á tónleikunum. Retro Stefson leika fyrir dansi. Samkvæmt Loga Pedro, bassaleikara hljómsveitarinnar, er mikil stemning fyrir kvöldinu.VÍSIR/Magnús AndersenEngin unglingadrykkjaBjörg Jónsdóttir, framkvæmdastýra Samfés, segir að síðustu ár hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Samfestingurinn er áfengis og tóbakslaus samkoma og þau skilaboð hafa komist rækilega til skila til ungmennanna „Það hefur ekki komið upp eitt einasta tilvik síðastliðin 4 eða 5 ár“ segir Björg og bætir við „Unglingar eru svo frábærir.“Ekki reglur heldur viðmið um klæðaburðReglur um klæðaburð hafa jafnan vakið athygli og sitt sýnist hverjum. Ekki má klæðast of flegnu og ef pilsfaldurinn er fyrir ofan hné skal vera í þekjandi sokkabuxum undir. „Foreldrar hafa verið þakklátir fyrir þessi viðmið“ segir Björg „Með því að vera með svona viðmið erum við að kalla eftir því að starfsfólk, foreldrar og unglingar ræði saman um ákveðna hluti.“Páll Óskar heldur uppi stuðinu langt fram á kvöldVISIR/VilhelmBjörg segir að þessar reglur hafi ekki ollið vandræðum á Samfestingnum sjálfum „Það hafa kannski komið eitt eða tvö atvik sem hafa verið á gráu svæði.“ Öll mál eru þó leyst með hagsmuni unglinganna að leiðarljósi „Við myndum aldrei henda neinum út eða senda neinn heim, við bara leysum þessi mál.“Stemning hjá unglingum í VesturbæFélagsmiðstöðin Frosti í Vesturbæ mætir á ballið með 86 ungmenni. Ásta Lára Jónsdóttir, verkefnastýra hjá Frosta segir að mikil stemning ríki á meðal ungmennanna. „Unglingarnir á Íslandi eru til fyrirmyndar þegar kemur að svona hátíð. Þetta er stærsta unglingahátíð sem er haldin á landinu og aldrei neitt stórvægilegt sem kemur upp. Það verður bara stuð og stemning.“Söngkeppnin Samfés fer fram á morgun og hefst klukkan 13. Keppnin verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Popp Tíví og hér á Vísi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Búist er við 4500 ungmennum á tónleika Samfés, Samfestinginn, í Laugardalshöll í kvöld. Hátt í 400 starfsmenn munu fylgja ungmennunum til að tryggja að allt fari vel fram. Páll Óskar mun tryggja stuð í höllinni auk þess sem hljómsveitin Retro Stefson mun leika fyrir dansi. „Það er bara mjög góð stemning“ segir bassaleikari Retro Stefson, Logi Pedro Stefánsson. „Fyrstu tónleikar Retro Stefson fyrir utan Austurbæjarskóla voru á Samfés.“ Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin spilar á tónleikunum. Retro Stefson leika fyrir dansi. Samkvæmt Loga Pedro, bassaleikara hljómsveitarinnar, er mikil stemning fyrir kvöldinu.VÍSIR/Magnús AndersenEngin unglingadrykkjaBjörg Jónsdóttir, framkvæmdastýra Samfés, segir að síðustu ár hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Samfestingurinn er áfengis og tóbakslaus samkoma og þau skilaboð hafa komist rækilega til skila til ungmennanna „Það hefur ekki komið upp eitt einasta tilvik síðastliðin 4 eða 5 ár“ segir Björg og bætir við „Unglingar eru svo frábærir.“Ekki reglur heldur viðmið um klæðaburðReglur um klæðaburð hafa jafnan vakið athygli og sitt sýnist hverjum. Ekki má klæðast of flegnu og ef pilsfaldurinn er fyrir ofan hné skal vera í þekjandi sokkabuxum undir. „Foreldrar hafa verið þakklátir fyrir þessi viðmið“ segir Björg „Með því að vera með svona viðmið erum við að kalla eftir því að starfsfólk, foreldrar og unglingar ræði saman um ákveðna hluti.“Páll Óskar heldur uppi stuðinu langt fram á kvöldVISIR/VilhelmBjörg segir að þessar reglur hafi ekki ollið vandræðum á Samfestingnum sjálfum „Það hafa kannski komið eitt eða tvö atvik sem hafa verið á gráu svæði.“ Öll mál eru þó leyst með hagsmuni unglinganna að leiðarljósi „Við myndum aldrei henda neinum út eða senda neinn heim, við bara leysum þessi mál.“Stemning hjá unglingum í VesturbæFélagsmiðstöðin Frosti í Vesturbæ mætir á ballið með 86 ungmenni. Ásta Lára Jónsdóttir, verkefnastýra hjá Frosta segir að mikil stemning ríki á meðal ungmennanna. „Unglingarnir á Íslandi eru til fyrirmyndar þegar kemur að svona hátíð. Þetta er stærsta unglingahátíð sem er haldin á landinu og aldrei neitt stórvægilegt sem kemur upp. Það verður bara stuð og stemning.“Söngkeppnin Samfés fer fram á morgun og hefst klukkan 13. Keppnin verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Popp Tíví og hér á Vísi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira