Lífið

Leita uppi braskara

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Justin Timberlake er ekki sáttur við svona svindlara.
Justin Timberlake er ekki sáttur við svona svindlara. Vísir/Getty
Sölusíðan Miði.is er nú í stærðarinnar aðgerðum þar sem leitað er af aðilum sem eru að selja miða á tónleika Justins Timberlake í hagnaðrskyni. Eins og Vísir greindi frá í gær loguðu margar sölusíður líkt og Bland.is, þar sem í sölu voru miðar á tónleikana á allt að 60.000 krónur stykkið.

4. grein í skilmálum Miða.is:

Ef keyptur miði er áframseldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir einhvern annan en aðila sem tengist viðburði beint, áskilur Miði.is sér rétt til þess að ógilda miðann og neita handhafa inngöngu á viðburð.

„Við höfum fengið mikið af tölvupóstum og tilkynningum um þessa svörtu miðasölu á netinu,“ segir Ólafur Thorarensen, framkvæmdastjóri Midi.is.

Allir sem kaupa miða á sölusíðum á uppsprengdu verði geta átt í hættu á að fá ekki inngöngu á tónleikana," segir Ólafur.

Fólk hefur birt myndir af þeim miðum sem það er að selja og eru starfsmenn Miða.is að fara yfir allar sölusíður landsins. „Hver miði hefur sína talnarunu sem auðvelt er að fletta upp. Þegar fólk er að birta myndir af miðunum þá er líka auðvelt að sjá númer miðans. Þegar hann er skannaður við innganginn þá fær handhafi miðans kannski ekki aðgang að tónleikunum. Við tökum sérstaklega hart á þessu núna,“ segir Ólafur.

Ef þú kaupir fjóra miða og selur einn með fjárhagslegum ávinningi eru miðakaupin þín orðin ógild og þú átt í hættu á að fá ekki inngöngu á tónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.