Tvö rauð spjöld í sigri Víkings á Val Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2014 20:57 Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings. Víkingur vann Val, 1-0, riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram í Egilshöll. Markalaust var í hálfleik en Agnar Darri Sveinsson, sem var á láni hjá Magna á Grenivík síðasta sumar, skoraði sigurmarkið eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleik, 1-0. Ekki voru fleiri mörk skoruð en fjörið var þó ekki búið. Óttar Steinn Magnússon, miðvörður Víkinga, fékk tvö gul spjöld á skömmum tíma eftir markið fyrir tvö brot og var rekinn af velli. Valsmönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og svo misstu þeir sjálfir Danann Mads Nielsen af velli þegar um 15 mínútur voru til leiksloka. Daninn reif kjaft í tvígang við Erlend Eiríksson, dómara leiksins, sem sýndi Nielsen gula spjaldið í bæði skiptin og rak hann í sturtu. Valsmenn fengu nokkur dauðafæri til að jafna metin undir lok leiksins. Kolbeinn Kárason fékk skalla á markteig eftir frábæra fyrirgjöf Bjarna Ólafs Eiríkssonar en hitti ekki ramann. Í uppbótartíma fór Ingvar Kale, markvörður Víkinga, í skógarhlaup langt út á völl en Alan Lowing kastaði sér fyrir skot Valsmanna á autt markið og bjargaði í horn. Ingvar bætti svo upp fyrir mistökin með skemmtilegum tilþrifum og fallegum vörslum á lokasekúndunum og sigur Víkinga staðreynd. Víkingar skutu sér með sigrinum á topp riðils 3. Þeir eru með sjö stig eftir tvo leiki en Valsmenn með þrjú stig. Stjarnan getur jafnað við Víkinga á toppnum í kvöld en hún mætir 1. deildar liði KV klukkan 21.00. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira
Víkingur vann Val, 1-0, riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram í Egilshöll. Markalaust var í hálfleik en Agnar Darri Sveinsson, sem var á láni hjá Magna á Grenivík síðasta sumar, skoraði sigurmarkið eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleik, 1-0. Ekki voru fleiri mörk skoruð en fjörið var þó ekki búið. Óttar Steinn Magnússon, miðvörður Víkinga, fékk tvö gul spjöld á skömmum tíma eftir markið fyrir tvö brot og var rekinn af velli. Valsmönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og svo misstu þeir sjálfir Danann Mads Nielsen af velli þegar um 15 mínútur voru til leiksloka. Daninn reif kjaft í tvígang við Erlend Eiríksson, dómara leiksins, sem sýndi Nielsen gula spjaldið í bæði skiptin og rak hann í sturtu. Valsmenn fengu nokkur dauðafæri til að jafna metin undir lok leiksins. Kolbeinn Kárason fékk skalla á markteig eftir frábæra fyrirgjöf Bjarna Ólafs Eiríkssonar en hitti ekki ramann. Í uppbótartíma fór Ingvar Kale, markvörður Víkinga, í skógarhlaup langt út á völl en Alan Lowing kastaði sér fyrir skot Valsmanna á autt markið og bjargaði í horn. Ingvar bætti svo upp fyrir mistökin með skemmtilegum tilþrifum og fallegum vörslum á lokasekúndunum og sigur Víkinga staðreynd. Víkingar skutu sér með sigrinum á topp riðils 3. Þeir eru með sjö stig eftir tvo leiki en Valsmenn með þrjú stig. Stjarnan getur jafnað við Víkinga á toppnum í kvöld en hún mætir 1. deildar liði KV klukkan 21.00.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira