Erlent

Evrópusambandið frystir eignir Janúkóvitsj

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Visir/AFP
Evrópusambandið hefur ákveðið að frysta eignir 18 nafntogaðra Úkraínumanna, þar á meðal eignir Viktors Janúkóvitsj fyrrverandi forseta landsins.

Allir þeir sem prýða listann eiga það sameiginlegt að liggja undir grun um að hafa gengið á sjóði ríkisins til að fjármagna eigin neyslu.

Eignir margra af helstu ráðamönnum Úkraínu verða frystar en þeirra á meðal eru fyrrum forsætisráðherra landsins, Mykola Azarov, innanríkisáðherra, dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari landsins og yfirmaður öryggisþjónustu Úkraínu.

Synir Viktors Janúkóvitsj og Mykola Azarov eru einnig grunaðir um að hafa seilst í fjármuni ríksins.

Vísir hefur áður flutt fréttir af óráðsíu fyrrum forsetans en hann lét ríkið greiða meðal annars rúman 120 þúsund króna lækniskostnað fyrir gullfiskinn sinn.

 

Bandaríkin neita Rússum um vegabréfsáritanir



Í kjölfar frétta af fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu á Krímskaga um hvort svæðið skuli verða hluti af Rússlandi hafa bandarísk stjórnvöld hert á reglum sínum um vegabréfsáritanir til handa Rússum.



Nú geta rússneskir embættismenn og allir þeir sem „vega að sjálstæði Úkraínu“ átt von á því að mega ekki sækja Bandaríkin heim.

Þessi ákvörðun stjórnvalda í Washington er liður í því að auka þrýsting á Rússa vegna íhlutunar þeirra í málefnum Úkraínu.

Áður hafði Hvíta húsið gefið út tilskipun þess efnis að þeir sem komið hafa að mannréttindabrotum í ófriðnum í Úkraínu skuli ekki hljóta vegabréfsáritun til að sækja Bandaríkin heim.


Tengdar fréttir

Clinton líkir Pútín við Adolf Hitler

"Ef þetta hljómar kunnuglega þá er þetta það sem Adolf Hitler gerði á fjórða áratugnum,“ sagði Clinton á fjáröflunarsamkomu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×