VG selur húsnæði vegna bágrar fjárhagsstöðu Snærós Sindradóttir skrifar 4. mars 2014 16:24 Húsnæði VG við Suðurgötu hefur verið selt og verður afhent nýjum kaupendum eftir kosningar í vor. VISIR/GVA Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur selt húsnæði sitt við Suðurgötu í Reykjavík vegna bágrar fjárhagsstöðu hreyfingarinnar. Áætlað er að flytja alla starfsemi VG í húsnæði hreyfingarinnar við Hamraborg í Kópavogi að loknum kosningum í vor. Það húsnæði hefur verið á sölu svo mánuðum skiptir og ef það selst stendur VG uppi húsnæðislaus. „Það hefur verið að sliga fjárhaginn að reka tvö dýr húsnæði“ segir Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður Vinstri grænna. „Fari svo að Hamraborgin seljist munum við leigja skrifstofuhúsnæði undir starfsemina og húsnæði undir opna fundi og viðburði. Það fyrirkomulag verður þó ekki til frambúðar.“Daníel Haukur Arnarsson hefur verið starfsmaður VG frá áramótum.VÍSIR/aðsentMinnkandi ríkisstyrkir„Um áramót var vitað að fjárhagsstaða flokksins væri erfið og nú er reynt að hagræða sem allra mest. Núna í mars erum við að horfa til annarrar stöðu. Hreyfingin er bara með hálfan starfsmann og minni launakostnað þannig að fjárhagsstaðan er að mjakast“ bætir Daníel við. Kosningaósigur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs síðastliðið vor hefur haft áhrif á fjárhaginn en samkvæmt upplýsingum Fjármálaráðuneytisins hlaut VG tæpar 66 milljónir í framlög frá ríkinu árið 2012 samanborið við 29 milljónir í ár. Það er því ljóst að framlög hins opinbera til flokksins hafa meira en helmingast.Samtökin 78 hyggjast kaupa húsnæðið. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum.VÍSIR/GVA „Staðan væri öðruvísi ef fjárhagurinn hefði byggt á sterkari grunni fyrir“ segir Daníel „VG hefur aldrei tekið við hærri styrkjum en 400 þúsund krónum, hvort sem er frá einstaklingum eða fyrirtækjum. Það má velta fyrir sér hvort staðan væri öðruvísi ef við hefðum gert það.“Samtökin 78 sýna húsnæðinu áhuga Samtökin 78 buðu í húsnæðið við Suðurgötu og hafa fengið tilboð sitt samþykkt. Formaður Samtakanna 78, Anna Pála Sverrisdóttir, segir að búið sé að samþykkja kaupin á félagsfundi hjá samtökunum en aðeins formsatriði séu eftir, svo sem nánari úttekt á húsnæðinu. Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður VG, segir að mikil ánægja ríki innan hreyfingarinnar með kaupin. „Við viljum komast í minna og ódýrara húsnæði. VG er lítill og krúttlegur flokkur og á að haga sér sem slíkur.“ Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira
Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur selt húsnæði sitt við Suðurgötu í Reykjavík vegna bágrar fjárhagsstöðu hreyfingarinnar. Áætlað er að flytja alla starfsemi VG í húsnæði hreyfingarinnar við Hamraborg í Kópavogi að loknum kosningum í vor. Það húsnæði hefur verið á sölu svo mánuðum skiptir og ef það selst stendur VG uppi húsnæðislaus. „Það hefur verið að sliga fjárhaginn að reka tvö dýr húsnæði“ segir Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður Vinstri grænna. „Fari svo að Hamraborgin seljist munum við leigja skrifstofuhúsnæði undir starfsemina og húsnæði undir opna fundi og viðburði. Það fyrirkomulag verður þó ekki til frambúðar.“Daníel Haukur Arnarsson hefur verið starfsmaður VG frá áramótum.VÍSIR/aðsentMinnkandi ríkisstyrkir„Um áramót var vitað að fjárhagsstaða flokksins væri erfið og nú er reynt að hagræða sem allra mest. Núna í mars erum við að horfa til annarrar stöðu. Hreyfingin er bara með hálfan starfsmann og minni launakostnað þannig að fjárhagsstaðan er að mjakast“ bætir Daníel við. Kosningaósigur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs síðastliðið vor hefur haft áhrif á fjárhaginn en samkvæmt upplýsingum Fjármálaráðuneytisins hlaut VG tæpar 66 milljónir í framlög frá ríkinu árið 2012 samanborið við 29 milljónir í ár. Það er því ljóst að framlög hins opinbera til flokksins hafa meira en helmingast.Samtökin 78 hyggjast kaupa húsnæðið. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum.VÍSIR/GVA „Staðan væri öðruvísi ef fjárhagurinn hefði byggt á sterkari grunni fyrir“ segir Daníel „VG hefur aldrei tekið við hærri styrkjum en 400 þúsund krónum, hvort sem er frá einstaklingum eða fyrirtækjum. Það má velta fyrir sér hvort staðan væri öðruvísi ef við hefðum gert það.“Samtökin 78 sýna húsnæðinu áhuga Samtökin 78 buðu í húsnæðið við Suðurgötu og hafa fengið tilboð sitt samþykkt. Formaður Samtakanna 78, Anna Pála Sverrisdóttir, segir að búið sé að samþykkja kaupin á félagsfundi hjá samtökunum en aðeins formsatriði séu eftir, svo sem nánari úttekt á húsnæðinu. Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður VG, segir að mikil ánægja ríki innan hreyfingarinnar með kaupin. „Við viljum komast í minna og ódýrara húsnæði. VG er lítill og krúttlegur flokkur og á að haga sér sem slíkur.“
Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira