VG selur húsnæði vegna bágrar fjárhagsstöðu Snærós Sindradóttir skrifar 4. mars 2014 16:24 Húsnæði VG við Suðurgötu hefur verið selt og verður afhent nýjum kaupendum eftir kosningar í vor. VISIR/GVA Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur selt húsnæði sitt við Suðurgötu í Reykjavík vegna bágrar fjárhagsstöðu hreyfingarinnar. Áætlað er að flytja alla starfsemi VG í húsnæði hreyfingarinnar við Hamraborg í Kópavogi að loknum kosningum í vor. Það húsnæði hefur verið á sölu svo mánuðum skiptir og ef það selst stendur VG uppi húsnæðislaus. „Það hefur verið að sliga fjárhaginn að reka tvö dýr húsnæði“ segir Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður Vinstri grænna. „Fari svo að Hamraborgin seljist munum við leigja skrifstofuhúsnæði undir starfsemina og húsnæði undir opna fundi og viðburði. Það fyrirkomulag verður þó ekki til frambúðar.“Daníel Haukur Arnarsson hefur verið starfsmaður VG frá áramótum.VÍSIR/aðsentMinnkandi ríkisstyrkir„Um áramót var vitað að fjárhagsstaða flokksins væri erfið og nú er reynt að hagræða sem allra mest. Núna í mars erum við að horfa til annarrar stöðu. Hreyfingin er bara með hálfan starfsmann og minni launakostnað þannig að fjárhagsstaðan er að mjakast“ bætir Daníel við. Kosningaósigur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs síðastliðið vor hefur haft áhrif á fjárhaginn en samkvæmt upplýsingum Fjármálaráðuneytisins hlaut VG tæpar 66 milljónir í framlög frá ríkinu árið 2012 samanborið við 29 milljónir í ár. Það er því ljóst að framlög hins opinbera til flokksins hafa meira en helmingast.Samtökin 78 hyggjast kaupa húsnæðið. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum.VÍSIR/GVA „Staðan væri öðruvísi ef fjárhagurinn hefði byggt á sterkari grunni fyrir“ segir Daníel „VG hefur aldrei tekið við hærri styrkjum en 400 þúsund krónum, hvort sem er frá einstaklingum eða fyrirtækjum. Það má velta fyrir sér hvort staðan væri öðruvísi ef við hefðum gert það.“Samtökin 78 sýna húsnæðinu áhuga Samtökin 78 buðu í húsnæðið við Suðurgötu og hafa fengið tilboð sitt samþykkt. Formaður Samtakanna 78, Anna Pála Sverrisdóttir, segir að búið sé að samþykkja kaupin á félagsfundi hjá samtökunum en aðeins formsatriði séu eftir, svo sem nánari úttekt á húsnæðinu. Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður VG, segir að mikil ánægja ríki innan hreyfingarinnar með kaupin. „Við viljum komast í minna og ódýrara húsnæði. VG er lítill og krúttlegur flokkur og á að haga sér sem slíkur.“ Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur selt húsnæði sitt við Suðurgötu í Reykjavík vegna bágrar fjárhagsstöðu hreyfingarinnar. Áætlað er að flytja alla starfsemi VG í húsnæði hreyfingarinnar við Hamraborg í Kópavogi að loknum kosningum í vor. Það húsnæði hefur verið á sölu svo mánuðum skiptir og ef það selst stendur VG uppi húsnæðislaus. „Það hefur verið að sliga fjárhaginn að reka tvö dýr húsnæði“ segir Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður Vinstri grænna. „Fari svo að Hamraborgin seljist munum við leigja skrifstofuhúsnæði undir starfsemina og húsnæði undir opna fundi og viðburði. Það fyrirkomulag verður þó ekki til frambúðar.“Daníel Haukur Arnarsson hefur verið starfsmaður VG frá áramótum.VÍSIR/aðsentMinnkandi ríkisstyrkir„Um áramót var vitað að fjárhagsstaða flokksins væri erfið og nú er reynt að hagræða sem allra mest. Núna í mars erum við að horfa til annarrar stöðu. Hreyfingin er bara með hálfan starfsmann og minni launakostnað þannig að fjárhagsstaðan er að mjakast“ bætir Daníel við. Kosningaósigur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs síðastliðið vor hefur haft áhrif á fjárhaginn en samkvæmt upplýsingum Fjármálaráðuneytisins hlaut VG tæpar 66 milljónir í framlög frá ríkinu árið 2012 samanborið við 29 milljónir í ár. Það er því ljóst að framlög hins opinbera til flokksins hafa meira en helmingast.Samtökin 78 hyggjast kaupa húsnæðið. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum.VÍSIR/GVA „Staðan væri öðruvísi ef fjárhagurinn hefði byggt á sterkari grunni fyrir“ segir Daníel „VG hefur aldrei tekið við hærri styrkjum en 400 þúsund krónum, hvort sem er frá einstaklingum eða fyrirtækjum. Það má velta fyrir sér hvort staðan væri öðruvísi ef við hefðum gert það.“Samtökin 78 sýna húsnæðinu áhuga Samtökin 78 buðu í húsnæðið við Suðurgötu og hafa fengið tilboð sitt samþykkt. Formaður Samtakanna 78, Anna Pála Sverrisdóttir, segir að búið sé að samþykkja kaupin á félagsfundi hjá samtökunum en aðeins formsatriði séu eftir, svo sem nánari úttekt á húsnæðinu. Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður VG, segir að mikil ánægja ríki innan hreyfingarinnar með kaupin. „Við viljum komast í minna og ódýrara húsnæði. VG er lítill og krúttlegur flokkur og á að haga sér sem slíkur.“
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira