Lífið

Styrkja upptöku á "Ragnheiði“ um þrjár milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Óperan Ragnheiður var frumsýnd hjá Íslensku óperunni á laugardaginn var.
Óperan Ragnheiður var frumsýnd hjá Íslensku óperunni á laugardaginn var. MYND/GÍSLI EGILL HRAFNSSON
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita 3 milljónum krónum af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til upptöku á íslensku óperunni „Ragnheiði“.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Jafnframt var samþykkt að veita Íslensku óperunni 2 milljónir krónur í styrk til að standa straum af kostnaði við uppsetningu verksins í Hörpu.  

Áformað er að óperan, sem upphaflega var flutt í Skálholti og er flutt í Hörpu um þessar mundir, verði hljóðrituð en fyrirliggjandi áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður verði 14,6 milljónir króna.

Er stefnt að því að vinna vandaða útgáfu verksins og gefa út á þremur geisladiskum ásamt söngbók verksins.

Að upptökunni mun fjöldi listamanna, söngvara og tónlistarmanna koma fram.

Óperan Ragnheiður var frumflutt í tónleikaformi í Skálholti um miðjan ágústmánuð og vakti mikla athygli.

Í Fréttablaðinu í dag birtist dómur um óperuna og fær hún fimm stjörnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.