Tónlist

Frakkar senda flippaða tvíburabræður í Eurovision

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sveitin Twin Twin verður fulltrúi Frakklands í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn í maí með lagið Moustache.

Frakkar kusu á milli þriggja laga á tímabilinu 26. janúar til 23. febrúar og giltu atkvæði almennings fimmtíu prósent á móti fimmtíu prósent vægi dómnefndar fagmanna. Lögin voru sýnd daglega á sjónvarpsstöðinni France 3 og á france3.fr og horfðu samanlagt um 28 milljónir manna á lögin sem er 47 prósent frönsku þjóðarinnar.

Twin Twin bræðir saman ýmsa stíla, rokk, rapp og fönk til dæmis. Í bandinu eru tvíburabræðurnir Lorent Idir og Francois Djemel auk Patrick Biyik.


Tengdar fréttir

Pollapönk fer til Danmerkur

Lagið Enga fordóma fór með sigur af hólmi í söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×