Erlent

Samantekt á fyrsta degi réttarhaldana yfir Pistorious

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
Réttarhöldin yfir spretthlaupanum Oscar Pistorius hófust í gær en honum er gefið að sök að myrða ástkonu sína, Reevu Steenkamp í fyrra.

Hér að neðan má lesa samantekt af fyrsta degi réttarhaldana

Dagur 1:

Oscar Pistorius sagðist saklaus af ásökunum um að hafa myrt Steenkamp í febrúar í fyrra.

Ef Pistorius verður sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi.

Pistorius lýsti einnig yfir sakleysi í þremur öðrum óskyldum skotvopnamálum.

Í máli lögmanns hans, Kenny Oldwage, lýsti Pistorius dauða ástkonu sinnar sem „hræðilegu slysi“.

Michelle Burger gaf fyrsta vitnisburðinn í málinu en hún sagði að hún og eiginmaður hennar hafi vaknað við öskur um klukkan 3 um nóttina.

Vitnið sagði að skotin haf verið 4 og að lengra hafi verið á milli fyrsta skotsins og þeim sem á eftir fylgdu.

Verjandi Pistorius þráspurði vitnið að því af hverju eiginmaður hennar taldi sig hafa heyrt fleiri skot en hún, allt að sex talsins.

Dómarinn í máli Pistorius, Thokozile Masipa, fyrirskipaði fjölmiðlum í gær að gæta hófs í fréttaflutningi sínum eftir að mynd lak út af Michelle Burger þegar hún var við skýrslutöku.

Í ljósi þess að sent er beint út frá réttarhöldunum þurfa vitnin að gefa leyfi sitt fyrir því að vera birt í mynd sem Burger veitti ekki.

Réttarhöldin hófust aftur í morgun en verjandi Oscars Pistorius tók upp þráðinn þar sem frá var horfið og heldur áfram að yfirheyra Burger fram eftir degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×