Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2014 19:30 Lengsta gerðin af Dash 8, Q400, er með 78 sæti og flýgur á 660 kílómetra hraða. Mynd/Bombardier Aerospace. Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. Færeyjaflugið fluttist á ný til Reykjavíkurflugvallar í morgun, að minnsta kosti tímabundið. Undanfarnar þrjár vikur hefur Færeyjaflugið farið um Keflavíkurflugvöll, meðan flugmálayfirvöld meta hvort leyfa eigi nýjum Airbus-þotum Færeyinga að lenda í Reykjavík. Færeyingar eiga hins vegar eina af gömlu þotunum eftir og þar sem hún er aftur orðin flughæf eftir stóra skoðun var unnt að flytja Færeyjaflugið aftur til borgarinnar í dag en þetta er stærsta tegundin sem leyfi hefur til áætlunarflugs til Reykjavíkur. Lendingu BAe-þotu Atlantic Airways í Reykjavík í dag mátti sjá í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Færeyingar hætta hins vegar notkun þessarar vélar í ágúst. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að sem stendur hafi Airbus A-319 vél Færeyinga, sem þeir vilja nota í staðinn, ekki leyfi til að lenda í Reykjavík í áætlunarflugi. „Við myndum gjarnan vilja halda Færeyingum hér áfram, eins og hefur verið undanfarna áratugi,” segir Árni.BAe-þota Atlantic Airways lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag frá Færeyjum.Stöð 2/Kristinn.Færeyski flugstjórinn í ferðinni í dag, Kurt Fossaberg, segir brautirnar í Reykjavík nægilega langar fyrir Airbus, stærsti hluti farþeganna eigi erindi til Íslands en minnihlutinn sé á leið í framhaldsflug frá Keflavík. Atlantic Airways kjósi því fremur Reykjavík. Þótt Reykjavíkurflugvöllur hafi árið 1967 hætt að vera aðalmillilandaflugvöllur Íslands hefur millilandaflug ætíð haldið áfram frá Reykjavík, eins og dæmin um Færeyja- og Grænlandsflugið sýna. En gæti svo farið að millilandaflug aukist að nýju frá Reykjavík? Flugfélag Íslands er farið að huga að nýrri tegund í stað Fokkeranna og í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að stærri og hraðfleygari útgáfa af Dash 8 sé til skoðunar, vél sem tekur 80 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða. „Það skapar ákveðin tækifæri, bæði inn á Grænland og jafnvel Færeyjar,” segir Árni Gunnarsson um stóru Bombardier Dash 8-vélina. „Eins eru þetta líka mjög góðar vélar í innanlandsflugi. Eins og á Akureyri, þar sem við erum að fljúga allt yfir í tíu ferðir á dag, þar getur svona stærri vél komið mjög vel til greina. “ Þessi tegund slagar í hraða langleiðina upp í þotur og gæti því hæglega nýst til borga eins og Glasgow og Bergen. „Það er allt sem við myndum skoða líka. En við sjáum ekki það sem uppistöðuna í þessum rekstri,” segir Árni og telur að fremur yrði um að ræða einstakar ferðir fremur en áætlunarflug á slíka staði. Tengdar fréttir Gætu skipt Fokker út fyrir stærri Bombardier-vélar Flugfélag Íslands skoðar nú flugvélar frá Bombardier Aerospace sem gætu komið í stað Fokker 50-véla félagsins. Kaup á Bombardier-vélunum gætu fjölgað ferðum í millilandaflugi. 3. mars 2014 13:19 Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44 Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. 18. febrúar 2014 18:45 Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. Færeyjaflugið fluttist á ný til Reykjavíkurflugvallar í morgun, að minnsta kosti tímabundið. Undanfarnar þrjár vikur hefur Færeyjaflugið farið um Keflavíkurflugvöll, meðan flugmálayfirvöld meta hvort leyfa eigi nýjum Airbus-þotum Færeyinga að lenda í Reykjavík. Færeyingar eiga hins vegar eina af gömlu þotunum eftir og þar sem hún er aftur orðin flughæf eftir stóra skoðun var unnt að flytja Færeyjaflugið aftur til borgarinnar í dag en þetta er stærsta tegundin sem leyfi hefur til áætlunarflugs til Reykjavíkur. Lendingu BAe-þotu Atlantic Airways í Reykjavík í dag mátti sjá í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Færeyingar hætta hins vegar notkun þessarar vélar í ágúst. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að sem stendur hafi Airbus A-319 vél Færeyinga, sem þeir vilja nota í staðinn, ekki leyfi til að lenda í Reykjavík í áætlunarflugi. „Við myndum gjarnan vilja halda Færeyingum hér áfram, eins og hefur verið undanfarna áratugi,” segir Árni.BAe-þota Atlantic Airways lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag frá Færeyjum.Stöð 2/Kristinn.Færeyski flugstjórinn í ferðinni í dag, Kurt Fossaberg, segir brautirnar í Reykjavík nægilega langar fyrir Airbus, stærsti hluti farþeganna eigi erindi til Íslands en minnihlutinn sé á leið í framhaldsflug frá Keflavík. Atlantic Airways kjósi því fremur Reykjavík. Þótt Reykjavíkurflugvöllur hafi árið 1967 hætt að vera aðalmillilandaflugvöllur Íslands hefur millilandaflug ætíð haldið áfram frá Reykjavík, eins og dæmin um Færeyja- og Grænlandsflugið sýna. En gæti svo farið að millilandaflug aukist að nýju frá Reykjavík? Flugfélag Íslands er farið að huga að nýrri tegund í stað Fokkeranna og í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að stærri og hraðfleygari útgáfa af Dash 8 sé til skoðunar, vél sem tekur 80 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða. „Það skapar ákveðin tækifæri, bæði inn á Grænland og jafnvel Færeyjar,” segir Árni Gunnarsson um stóru Bombardier Dash 8-vélina. „Eins eru þetta líka mjög góðar vélar í innanlandsflugi. Eins og á Akureyri, þar sem við erum að fljúga allt yfir í tíu ferðir á dag, þar getur svona stærri vél komið mjög vel til greina. “ Þessi tegund slagar í hraða langleiðina upp í þotur og gæti því hæglega nýst til borga eins og Glasgow og Bergen. „Það er allt sem við myndum skoða líka. En við sjáum ekki það sem uppistöðuna í þessum rekstri,” segir Árni og telur að fremur yrði um að ræða einstakar ferðir fremur en áætlunarflug á slíka staði.
Tengdar fréttir Gætu skipt Fokker út fyrir stærri Bombardier-vélar Flugfélag Íslands skoðar nú flugvélar frá Bombardier Aerospace sem gætu komið í stað Fokker 50-véla félagsins. Kaup á Bombardier-vélunum gætu fjölgað ferðum í millilandaflugi. 3. mars 2014 13:19 Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44 Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. 18. febrúar 2014 18:45 Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Gætu skipt Fokker út fyrir stærri Bombardier-vélar Flugfélag Íslands skoðar nú flugvélar frá Bombardier Aerospace sem gætu komið í stað Fokker 50-véla félagsins. Kaup á Bombardier-vélunum gætu fjölgað ferðum í millilandaflugi. 3. mars 2014 13:19
Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44
Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. 18. febrúar 2014 18:45
Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52