Handakækur rakinn til smiðjunnar á Þingeyri Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2014 19:00 Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. Smiðjan var stofnuð árið 1913. Hún er nú að verða hluti af Byggðasafni Vestfjarða enda þykir hún einstök, meðal annars vegna magnaðs reimakerfis sem miðlar afli til vélanna.Ólafur Ragnar, 8 ára, á bryggjunni á Þingeyri árið 1951, snyrtilegur í fínu vesti.Mynd/Vigfús Sigurgeirsson.Smiðjan er hluti af æsku Ólafs Ragnars sem ólst að hluta upp á Þingeyri hjá afa sínum og ömmu. Hann sést á ljósmynd, átta ára gamall, sem Vigfús Sigugeirsson ljósmyndari tók árið 1951, í opinberri heimsókn Sveins Björnssonar, þáverandi forseta. Myndin er tekin úr varðskipi, rétt áður en það siglir af stað, og sýnir krakkahóp á bryggjunni og bílinn sem notaður var til að flytja forsetann um byggðir Dýrafjarðar. Í þættinum „Um land allt“, sem sýndur verður á Stöð 2 annaðkvöld, klukkan 19.20, er gamla smiðjan heimsótt. Þar segir Kristján Gunnarsson vélsmiður frá því að Ólafur Ragnar hafði það hlutverk að koma með nestið til afa síns, sem vann í smiðjunni. Lærlingarnir í smiðjunni voru stríðnir og vissu vel að amma Ólafs Ragnars væri ákveðin og vildi að strákurinn væri jafnan hreinn og fínn. Þeir gerðu því í því að láta hann snerta óhreina hluti.Ólafur Ragnar ásamt Kristjáni Gunnarssyni í smiðjunni á Þingeyri í fyrstu opinberu heimsókn forsetans árið 1996 sem var til Vestfjarða.Mynd/Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar.„Þá held ég nefnilega að þegar hann kom heim til ömmu, skítugur á höndunum, þá sagði amma við hann: „Þetta gengur ekki, Ólafur Ragnar. Þegar þú ferð niður í smiðju til hans afa þíns, þá áttu ekki að vera að káfa á skítugum hlutum, olíublautum og öðru slíku. Þú verður að halda að þér höndunum svona.“Svona átti Ólafur Ragnar að halda að sér höndunum í smiðjunni, segir Kristján.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og ég hef svona grun að þetta hafi þarna fests á hann, þessi aðferð að vera ekki með hendurnar út um allt,“ segir Kristján Gunnarsson í þættinum „Um land allt“. Ítarlegri frásögn frá Þingeyri og úr smiðjunni verður á Stöð 2 annaðkvöld. Forseti Íslands Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Dýrfirðingar segja að frægur handakækur Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, eigi uppruna sinn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. Smiðjan var stofnuð árið 1913. Hún er nú að verða hluti af Byggðasafni Vestfjarða enda þykir hún einstök, meðal annars vegna magnaðs reimakerfis sem miðlar afli til vélanna.Ólafur Ragnar, 8 ára, á bryggjunni á Þingeyri árið 1951, snyrtilegur í fínu vesti.Mynd/Vigfús Sigurgeirsson.Smiðjan er hluti af æsku Ólafs Ragnars sem ólst að hluta upp á Þingeyri hjá afa sínum og ömmu. Hann sést á ljósmynd, átta ára gamall, sem Vigfús Sigugeirsson ljósmyndari tók árið 1951, í opinberri heimsókn Sveins Björnssonar, þáverandi forseta. Myndin er tekin úr varðskipi, rétt áður en það siglir af stað, og sýnir krakkahóp á bryggjunni og bílinn sem notaður var til að flytja forsetann um byggðir Dýrafjarðar. Í þættinum „Um land allt“, sem sýndur verður á Stöð 2 annaðkvöld, klukkan 19.20, er gamla smiðjan heimsótt. Þar segir Kristján Gunnarsson vélsmiður frá því að Ólafur Ragnar hafði það hlutverk að koma með nestið til afa síns, sem vann í smiðjunni. Lærlingarnir í smiðjunni voru stríðnir og vissu vel að amma Ólafs Ragnars væri ákveðin og vildi að strákurinn væri jafnan hreinn og fínn. Þeir gerðu því í því að láta hann snerta óhreina hluti.Ólafur Ragnar ásamt Kristjáni Gunnarssyni í smiðjunni á Þingeyri í fyrstu opinberu heimsókn forsetans árið 1996 sem var til Vestfjarða.Mynd/Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar.„Þá held ég nefnilega að þegar hann kom heim til ömmu, skítugur á höndunum, þá sagði amma við hann: „Þetta gengur ekki, Ólafur Ragnar. Þegar þú ferð niður í smiðju til hans afa þíns, þá áttu ekki að vera að káfa á skítugum hlutum, olíublautum og öðru slíku. Þú verður að halda að þér höndunum svona.“Svona átti Ólafur Ragnar að halda að sér höndunum í smiðjunni, segir Kristján.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og ég hef svona grun að þetta hafi þarna fests á hann, þessi aðferð að vera ekki með hendurnar út um allt,“ segir Kristján Gunnarsson í þættinum „Um land allt“. Ítarlegri frásögn frá Þingeyri og úr smiðjunni verður á Stöð 2 annaðkvöld.
Forseti Íslands Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira