Skoðun

Að gildisfella loforðin

Benedikt Kristjánsson skrifar
Lýðræði er jafn áhugavert og það er skemmtilegt. Á fjögurra ára fresti þá kjósum við flokka til þess að móta stefnu landsins næstu fjögur árin.

Þetta fyrirkomulag er tiltölulega nýtt í mannkynssögunni, ferlið er þannig að talsmenn flokksins segja okkur hvað þeir ætla að gera og ef okkur lýst á það, þá kjósum við þá.

Já, þetta lýðræði er dásamlegt. En hvað gerist þegar við kjósum á þing menn sem segjast ætla að gera eitthvað, en gerir nákvæmlega öfugt við það sem þeir lofa? Það er lítið hægt að gera, flokkurinn hefur völdin. Já, það er víst leyfilegt að ljúga í kosningabaráttunni, enda eina refsingin sem þú getur beitt gagnvart flokknum er að ekki kjósa hann í næstu kosningum. Þangað til getur hann gert það sem honum sýnist.

Þetta er ekki fýsilegt fyrirkomulag að mínu mati. Eina sem þetta gerir er að gildisfella hugtakið "kosningaloforð". Það er ekki lengur forsendan fyrir því að við skulum kjósa flokka, þetta er orðið innihaldslaus orðagjálfur sem flokkar og menn koma með til þess eins að fá völd upp í hendurnar. Hefur fólkið eitthvað vopn gegn þessum óvætti? Þau eru fá og bitlaus í leiðinni. Það sem við getum hins vegar gert er að mótmæla og láta í okkur heyra. Við skulum rísa upp og ekki gefa þeim sem svíkja loforð frið.

Ég hvet fólk til að mæta á samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 8. mars næstkomandi. Látum ríkisstjórnina vita að við hættum ekki fyrr en þeir efna loforð sín.








Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×