Óskar Bjarni fór þá bæði í handahlaup og splitt við mikla kátínu leikmanna Valsliðsins en hann var búinn að lofa stelpunum fimleikaæfingum eftir leik tækist þeim að landa bikarnum sem og þær gerðu með glæsibrag.
Óskar Bjarni hefur þrisvar gert karlalið Vals að bikarmeisturum sem aðalþjálfari og hefur aðstoðað Stefán Arnarson þjálfara liðsins í mörgum titlum undanfarin ár.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Laugardalshöllinni og tók þessar myndir hér fyrir neðan af tilþrifum Óskars Bjarna.


