Meinaður aðgangur að Krímskaga Birta Björnsdóttir skrifar 19. mars 2014 20:00 Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi fyrr í mánuðinum hóp manna til Úkraínu, eftir beiðni þarlendra yfirvalda til að bera vitni um hugsanleg umsvif rússneska hersins á Krímskaga. Axel Nikulásson, starfsmaður íslenska sendiráðsins í London, var í hópnum. „Við komum til Odessa þann 6. mars og þaðan héldum við til Kerson þar sem við vorum með bækistöðvar fyrstu dagana. Við fórum að fylkjamörkunum og þar mættum við vopnuðum mönnum við vegartálma. Skemmst er frá því að segja að þeir hleyptu okkur ekki inn á Krím-skagann,“ segir Axel.Hvað segir það ykkur að hópnum hafi ekki verið hleypt inn á svæðið sem þið voruð í raun send til að skoða? „Það er nú góð spurning, en það sýnir að mínu mati að menn voru búnir að ákveða að segja skilið við stjórnvöld í Kænugarði og innsigla svæðið. Og um leið og þú ert búinn að innsigla svæðið getur þú stjórnað atburðarásinni betur hinum megin við vegartálmana.“ Hermennirnir við vegartálmana báru ekki merki rússneska hersins, hlutverk hópsins var meðal annars verið að greina búnað sem hermennirnir báru. „Búningarnir voru fjölbreyttir og ekki merktir. Þeir voru engu að síður vopnum búnir og mörg þeirra var hægt að rekja til rússneska hersins. Vissulega voru ummerki þannig að þetta væru þrautþjálfaðar sveitir sem stóðu vaktina við vegartálmana, og það er ekki eitthvað sem þú kallar saman með stuttum fyrirvara,“ segir Axel. Andrúmsloftið í Úkraínu segir Axel hafa verið afar misjafnt. „Í Odessa og víðar vestanmegin í landinu upplifðum við mjög vinsamlegt viðmót, fólk kom upp að rútunni okkar og þakkaði okkur fyrir að koma, leit á okkur sem vini. Þegar við héldum yfir í austurhluta landsins þá breyttist viðmótið. Þá var meira verið að hreyta í okkur ónotum og afþakka afskipti okkar.“ Axel segir ekki hafa gengið vel að fylgjast með framvindu mála í gegnum fjölmiðla. „Á þeim hótelum sem við vorum á voru kannski tvær til þrjár enskumælandi rásir, en einhverra hluta vegna var búið að skrúfa fyrir hljóðið í þeim. Við sem ekki tölum rússnesku eða úkraínsku höfum engin tök á að heyra umræðuna. Dagblöðum var ekki til að dreifa,“ segir Axel. „Það er skrýtið ef hljóðið vantar bara enskumælandi rásir. Það er að minnsta kosti einhver sem vill þá ekki að allt heyrist.“ Axel segist halda að óróinn sé ekki úr sögunni á svæðinu. „Nú er búið að ganga frá þessari sameiningu, allavega á bókunum. Ég held að þarna verði einhver órói næstu vikur, það er það stór hópur manna sem finnst hann ekki hafa verið réttlæti beittur til þess að allt falli í ljúfa löð á næstu vikum,“ segir Axel. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi fyrr í mánuðinum hóp manna til Úkraínu, eftir beiðni þarlendra yfirvalda til að bera vitni um hugsanleg umsvif rússneska hersins á Krímskaga. Axel Nikulásson, starfsmaður íslenska sendiráðsins í London, var í hópnum. „Við komum til Odessa þann 6. mars og þaðan héldum við til Kerson þar sem við vorum með bækistöðvar fyrstu dagana. Við fórum að fylkjamörkunum og þar mættum við vopnuðum mönnum við vegartálma. Skemmst er frá því að segja að þeir hleyptu okkur ekki inn á Krím-skagann,“ segir Axel.Hvað segir það ykkur að hópnum hafi ekki verið hleypt inn á svæðið sem þið voruð í raun send til að skoða? „Það er nú góð spurning, en það sýnir að mínu mati að menn voru búnir að ákveða að segja skilið við stjórnvöld í Kænugarði og innsigla svæðið. Og um leið og þú ert búinn að innsigla svæðið getur þú stjórnað atburðarásinni betur hinum megin við vegartálmana.“ Hermennirnir við vegartálmana báru ekki merki rússneska hersins, hlutverk hópsins var meðal annars verið að greina búnað sem hermennirnir báru. „Búningarnir voru fjölbreyttir og ekki merktir. Þeir voru engu að síður vopnum búnir og mörg þeirra var hægt að rekja til rússneska hersins. Vissulega voru ummerki þannig að þetta væru þrautþjálfaðar sveitir sem stóðu vaktina við vegartálmana, og það er ekki eitthvað sem þú kallar saman með stuttum fyrirvara,“ segir Axel. Andrúmsloftið í Úkraínu segir Axel hafa verið afar misjafnt. „Í Odessa og víðar vestanmegin í landinu upplifðum við mjög vinsamlegt viðmót, fólk kom upp að rútunni okkar og þakkaði okkur fyrir að koma, leit á okkur sem vini. Þegar við héldum yfir í austurhluta landsins þá breyttist viðmótið. Þá var meira verið að hreyta í okkur ónotum og afþakka afskipti okkar.“ Axel segir ekki hafa gengið vel að fylgjast með framvindu mála í gegnum fjölmiðla. „Á þeim hótelum sem við vorum á voru kannski tvær til þrjár enskumælandi rásir, en einhverra hluta vegna var búið að skrúfa fyrir hljóðið í þeim. Við sem ekki tölum rússnesku eða úkraínsku höfum engin tök á að heyra umræðuna. Dagblöðum var ekki til að dreifa,“ segir Axel. „Það er skrýtið ef hljóðið vantar bara enskumælandi rásir. Það er að minnsta kosti einhver sem vill þá ekki að allt heyrist.“ Axel segist halda að óróinn sé ekki úr sögunni á svæðinu. „Nú er búið að ganga frá þessari sameiningu, allavega á bókunum. Ég held að þarna verði einhver órói næstu vikur, það er það stór hópur manna sem finnst hann ekki hafa verið réttlæti beittur til þess að allt falli í ljúfa löð á næstu vikum,“ segir Axel.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira