Seðlabankinn varar við sýndarfé Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2014 16:36 Vísir/Pjetur Seðlabanki Íslands varar við notkun sýndarfés, eða stafrænum skiptimiðli. Segir bankinn að Bitcoin sé þekkt dæmi um sýndarfé og nú berist fréttir af sérstöku sýndarfé fyrir Íslandi, Auroracoin. Í tilkynningu á vef Seðlabankans segir að hvorki Auroracoin né Bitcoin sé viðurkenndur lögeyrir eða gjaldmiðill í skilningi íslenskra laga. „Vert er að minna á að hér á landi hefur Seðlabanki Íslands einkarétt til að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt eða annan gjaldmiðil sem getur gengið manna á milli í stað peningaseðla og löglegrar myntar.“ Þá segir einnig að sýndarfé sé ekki heldur skilgreint sem rafeyrir. Ennfremur segir að notkun sýndarfjár falli utan gildissviðs laga um greiðsluþjónustu. „Að baki útgáfu Auroracoin stendur ekki starfsleyfisskyldur aðili háður eftirliti fjármálaeftirlitsstofnunar, frekar en að baki Bitcoin og sambærilegs sýndarfjár, eftir því sem næst verður komist.“ „Stjórnvöld og löggjafarþing hvarvetna standa nú frammi fyrir því krefjandi viðfangsefni að eyða lagalegu tómarúmi sem að sýndarfé snýr. Á vettvangi ESB er unnið að lausn sem væntanlega mun felast í breytingum á samevrópsku regluverki.“ Mat bankans er að notkun og/eða viðskipti með sýndarfé hér á landi hafi ekki áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Seðlabankinn metur einnig að ekki sé til staðar heimild til að kaupa erlendan gjaldeyri af fjármálafyrirtæki hér á landi eða til flutnings erlends gjaldeyris á milli landa, grundvelli viðskipta með sýndarfé. „Þegar af þeirri ástæðu eru viðskipti með sýndarfé takmörkunum háð á Íslandi.“ Þá segir í tilkynningunni að notkun sýndarfjár geti fylgt mikil áhætta því reynslan sýni að virði sýndarfjár í viðurkenndum gjaldeyrum sveiflist mikið. Tengdar fréttir Auroracoin dreift til allra Íslendinga Allir 330.000 Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. 6. febrúar 2014 16:35 Bitcoin viðskiptajöfrar handteknir Bandaríkjamenn hafa handtekið tvo stjórnendur gjaldeyrisskipta með sýndargjaldeyririnn Bitcoin. 27. janúar 2014 17:09 Höfundur Bitcoin fundinn Hinn eftirsótti Satoshi Nakamoto er kominn í leitirnar. 6. mars 2014 19:45 Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48 Gengi Bitcoin fellur vegna lokunar MtGox Vefmiðlunin hrundi í kjölfar tæknilegra örðugleika. 25. febrúar 2014 12:01 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Seðlabanki Íslands varar við notkun sýndarfés, eða stafrænum skiptimiðli. Segir bankinn að Bitcoin sé þekkt dæmi um sýndarfé og nú berist fréttir af sérstöku sýndarfé fyrir Íslandi, Auroracoin. Í tilkynningu á vef Seðlabankans segir að hvorki Auroracoin né Bitcoin sé viðurkenndur lögeyrir eða gjaldmiðill í skilningi íslenskra laga. „Vert er að minna á að hér á landi hefur Seðlabanki Íslands einkarétt til að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt eða annan gjaldmiðil sem getur gengið manna á milli í stað peningaseðla og löglegrar myntar.“ Þá segir einnig að sýndarfé sé ekki heldur skilgreint sem rafeyrir. Ennfremur segir að notkun sýndarfjár falli utan gildissviðs laga um greiðsluþjónustu. „Að baki útgáfu Auroracoin stendur ekki starfsleyfisskyldur aðili háður eftirliti fjármálaeftirlitsstofnunar, frekar en að baki Bitcoin og sambærilegs sýndarfjár, eftir því sem næst verður komist.“ „Stjórnvöld og löggjafarþing hvarvetna standa nú frammi fyrir því krefjandi viðfangsefni að eyða lagalegu tómarúmi sem að sýndarfé snýr. Á vettvangi ESB er unnið að lausn sem væntanlega mun felast í breytingum á samevrópsku regluverki.“ Mat bankans er að notkun og/eða viðskipti með sýndarfé hér á landi hafi ekki áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Seðlabankinn metur einnig að ekki sé til staðar heimild til að kaupa erlendan gjaldeyri af fjármálafyrirtæki hér á landi eða til flutnings erlends gjaldeyris á milli landa, grundvelli viðskipta með sýndarfé. „Þegar af þeirri ástæðu eru viðskipti með sýndarfé takmörkunum háð á Íslandi.“ Þá segir í tilkynningunni að notkun sýndarfjár geti fylgt mikil áhætta því reynslan sýni að virði sýndarfjár í viðurkenndum gjaldeyrum sveiflist mikið.
Tengdar fréttir Auroracoin dreift til allra Íslendinga Allir 330.000 Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. 6. febrúar 2014 16:35 Bitcoin viðskiptajöfrar handteknir Bandaríkjamenn hafa handtekið tvo stjórnendur gjaldeyrisskipta með sýndargjaldeyririnn Bitcoin. 27. janúar 2014 17:09 Höfundur Bitcoin fundinn Hinn eftirsótti Satoshi Nakamoto er kominn í leitirnar. 6. mars 2014 19:45 Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48 Gengi Bitcoin fellur vegna lokunar MtGox Vefmiðlunin hrundi í kjölfar tæknilegra örðugleika. 25. febrúar 2014 12:01 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Auroracoin dreift til allra Íslendinga Allir 330.000 Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. 6. febrúar 2014 16:35
Bitcoin viðskiptajöfrar handteknir Bandaríkjamenn hafa handtekið tvo stjórnendur gjaldeyrisskipta með sýndargjaldeyririnn Bitcoin. 27. janúar 2014 17:09
Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48
Gengi Bitcoin fellur vegna lokunar MtGox Vefmiðlunin hrundi í kjölfar tæknilegra örðugleika. 25. febrúar 2014 12:01