Toyota greiðir 135 milljarða í dómssátt Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2014 15:47 Toyota afturkallaði 10 milljónir bíla vegna þessa galla árin 2009 og 2010. Dómssátt hefur náðst milli Toyota og bandarískra yfirvalda vegna bíla Toyota sem skyndilega hröðuðu sér án vilja ökumanna og leiddi til margra dauðsfalla. Svo virðist sem Toyota hafið falið kvartanir sem fyrirtækinu bárust vegna þessa galla, sem endaði með því að Toyota varð að endurkalla yfir 10 milljón bíla á árunum 2009 og 2010. Viðgerðir bílanna fólust í því að skipta út bensínfetli, gólfmottum og hugbúnaði þeirra sem stjórnar hemlun. Með sáttinni kemur Toyota í veg fyrir að hópmálssókn bíleigenda sem höfðu hótað því að fara í hart við fyrirtækið. Toyota hefur átt í samningum við bandaríska saknóknaraembættið síðustu 4 ár vegna þessa máls. Í kjölfar þess hefur Toyota fyrirtækið breytt stefnu sinni vegna öryggismála sem upp kunna að koma og hefur lofað að taka öðruvísi á málum í framtíðinni. Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent
Dómssátt hefur náðst milli Toyota og bandarískra yfirvalda vegna bíla Toyota sem skyndilega hröðuðu sér án vilja ökumanna og leiddi til margra dauðsfalla. Svo virðist sem Toyota hafið falið kvartanir sem fyrirtækinu bárust vegna þessa galla, sem endaði með því að Toyota varð að endurkalla yfir 10 milljón bíla á árunum 2009 og 2010. Viðgerðir bílanna fólust í því að skipta út bensínfetli, gólfmottum og hugbúnaði þeirra sem stjórnar hemlun. Með sáttinni kemur Toyota í veg fyrir að hópmálssókn bíleigenda sem höfðu hótað því að fara í hart við fyrirtækið. Toyota hefur átt í samningum við bandaríska saknóknaraembættið síðustu 4 ár vegna þessa máls. Í kjölfar þess hefur Toyota fyrirtækið breytt stefnu sinni vegna öryggismála sem upp kunna að koma og hefur lofað að taka öðruvísi á málum í framtíðinni.
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent