Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2014 19:20 Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. Þetta er hún Bettý á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir, sem er sennilega sá bóndi sem býr við mesta vetrareinangrun á Íslandi um þessar mundir. Samgöngur við Ingjaldssand eru svo erfiðar um hávetur að eina leiðin fyrir okkur Stöðvar 2-menn var að fá björgunarsveitina á Flateyri til að skutlast með okkur á vélsleðum í þennan einangraða dal við utanverðan Önundarfjörð.Þór Engholm, 15 ára sonur Bettýjar, er í grunnskólanum á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.15 ára sonur Bettýjar, Þór Engholm, sækir grunnskóla á Flateyri og býr virka daga á heimili Kristínar systur sinnar, en í ófærðinni geta liðið 5-6 vikur milli þess að hann komist heim til sín um helgar. Þrátt fyrir að búa svona afskekkt er Bettý mannblendin og leggur það á sig að ganga yfir heiðina til að missa ekki af þorrablótinu. Í fréttum Stöðvar 2 sagði hún frá því hvernig hún færi gangandi yfir fjöllin en hún gætir þess að halda sig við veginn og fylgja stikunum. Spurð hvort hún væri ekki hrædd að vera ein á fjöllum um hávetur svaraði Bettý: „Við hvað? Ísbjörn?" Og hló. Í þættinum „Um land allt" ræða Bettý og börn hennar um lífið við þessar óvenjulegu aðstæður. Ísafjarðarbær Um land allt Þorrablót Tengdar fréttir Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. Þetta er hún Bettý á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir, sem er sennilega sá bóndi sem býr við mesta vetrareinangrun á Íslandi um þessar mundir. Samgöngur við Ingjaldssand eru svo erfiðar um hávetur að eina leiðin fyrir okkur Stöðvar 2-menn var að fá björgunarsveitina á Flateyri til að skutlast með okkur á vélsleðum í þennan einangraða dal við utanverðan Önundarfjörð.Þór Engholm, 15 ára sonur Bettýjar, er í grunnskólanum á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.15 ára sonur Bettýjar, Þór Engholm, sækir grunnskóla á Flateyri og býr virka daga á heimili Kristínar systur sinnar, en í ófærðinni geta liðið 5-6 vikur milli þess að hann komist heim til sín um helgar. Þrátt fyrir að búa svona afskekkt er Bettý mannblendin og leggur það á sig að ganga yfir heiðina til að missa ekki af þorrablótinu. Í fréttum Stöðvar 2 sagði hún frá því hvernig hún færi gangandi yfir fjöllin en hún gætir þess að halda sig við veginn og fylgja stikunum. Spurð hvort hún væri ekki hrædd að vera ein á fjöllum um hávetur svaraði Bettý: „Við hvað? Ísbjörn?" Og hló. Í þættinum „Um land allt" ræða Bettý og börn hennar um lífið við þessar óvenjulegu aðstæður.
Ísafjarðarbær Um land allt Þorrablót Tengdar fréttir Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00